Lorelei Murphy

Lorelei hóf störf haustið 2020 sem yfirþjálfari í listhlaupadeild. En hún hefur áður starfað sem yfirþjálfari deildarinnar og komið sem gestaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af þjálfun bæði afreksskautara og á öllum getustigum. Hún hefur þjálfararéttindi frá Kanada og hefur lokið mörgum námskeiðum á vegum Kanadíska Skautasambandsins, m.a. National Coaching Certification Program (Skate Canada), level 3 trained, level 4 and 5 tasks, National Coaching Apprenticeship Program ( Skate Canada) ISU World Championships 2013. Hún hefur þjálfað skautara á öllum getustigum, frá byrjendum og til afreksskautara, í Kanada, Svíþjóð, Danmörku, Hong Kong og á Írlandi. Lorelei vann til silfurverðlauna fyrir Kanada á alþjóðlegu móti ISU 2018 í Obersdorf í Þýskalandi, í keppni fullorðinna. Hún hefur komið að ýmsum stórviðburðum og unnið til verðlauna sem þjálfari í skautaheiminum, t.d. Heimsmeistaramóti unglinga í íshokkí sem haldið var í Kanada 2013, þjálfari ársins 2012 og 2009 í Kanada.

Netfang: listyfirthjalfari@fjolnir.is

Sólbrún Erna Víkingsdóttir

Sólbrún hefur starfað við listhlaupadeild síðan 2016. Hún er Yfirþjálfari Skautaskólans, ásamt því að þjálfa yngri iðkendur í framhaldshópum. Hún stundar nú nám við Háskóla Íslands í Íþrótta- og heilsufræði og hefur lokið 1., 2. og 3. stigi í þjálfararéttindum frá ÍSÍ og sérgreinahluta 1a, 1b og 1c hjá ÍSS. Einnig hefur hún farið á dómaranámskeið hjá Skautasambandinu. Sólbrún æfði sjálf listskauta í 15 ár og hefur keppt á fjölmörgum mótum bæði hér heima og á Volvo Cup í Riga, Lettlandi 2014 og á Skate Southern í London 2015. Þá hefur hún einnig farið í æfingabúðir erlendis, í St. Pétursborg í Rússlandi, Tartu í Eistlandi, Shattuck St. Mary’s í Minnesota og G2C í Salt Lake City. Sólbrún var valin íþróttakona Fjölnis 2018 á listskautum.

Netfang: listskautaskoli@fjolnir.is

Kamila Jezierska Melo

Kamila hefur starfað við deildina síðan sumarið 2019 og kennir hún dans, vinnur sem danshöfundur/choreographer og hjálpar skauturum að túlka og framkvæma prógramið sitt. Hún hefur Mastersgráðu í félagsfræðum og menntun með sérhæfingu í dansi. Hún er einnig fulltrúi í Íslenska Dansflokknum, árin 2008-2016 starfaði hún sem stundakennari hjá Listdansskóla Íslands, Klassíska Listdansskólanum, JSB og Kramhúsinu. Árið 2004 vann hún gullverðlaun í alþjóðlegri keppni í nútímadansi og fékk einnig verðlaun fyrir túlkun og framkomu á sviði. Kamila hefur einnig starfað við danskennslu á Indlandi og Þýskalandi.

Helga Karen Pedersen

Helga hefur starfað við deildina síðan 2015. Hún er aðallega að kenna í Skautaskólanum og er með yngri Ísbirnina og Mörgæsirnar. Hún er einnig að aðstoða í keppnishópum, fullorðinshóp og hefur einnig verið að taka að sér einkatíma. Hún hefur lokið þjálfaranámi 1 og 2 hjá ÍSÍ og sérgreinahluta 1a, b og c. Helga lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 2020. Hún stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Helga hefur keppt fyrir Íslands hönd á mörgum mótum, hérlendis og erlendis, m.a. tvisvar farið á Norðurlandamót, 2015 og 2019, International Childrens Games í Innsbruck, Austurríki, 2016.

Netfang: listskautaskoli@fjolnir.is

Eva Björg Bjarnadóttir

Eva tók við sem Skautastjóri haustið 2020 en áður hafði hún starfað hjá félaginu sem þjálfari frá árinu 2011 og var yfirþjálfari Skautaskólans 2016-2019. Sem Skautastjóri sér Eva um skipulag og utanumhald starfseminnar, sem og samskipti við þjálfara, foreldra og forráðamenn, iðkendur og stjórn. Hún kemur einnig að þjálfun iðkenda. Eva hefur lokið 3. stigi þjálfararéttinda hjá ÍSÍ og námskeiðum á vegum Skautasambandsins. Hún hefur Landsdómararéttindi ÍSS og starfaði sem dómari árin 2018-2020. Eva var sjálf að æfa hér í Egilshöll hjá Birninum frá árinu 2003 og æfði einnig með Synchro liðinu Frostrósum. Hún fór meðal annars á synchro mót í Frakklandi og Skotlandi með Frostrósunum.

Netfang: eva@fjolnir.is

Símanúmer: 868-0405

Aníta Lórenzdóttir

Aníta hefur starfað við listhlaupadeildina síðan 2019 sem aðstoðarþjálfari í Skautaskólanum. Hún hefur sjálf skautað síðan 2010 og keppt margoft bæði í einstaklings og Synchro, hún fór t.d. með synchro-liðinu Norðurljósunum á NRW-Trophy í Þýskalandi 2014 og lentu þær í 4. sæti af 11 liðum. Aníta er einnig lærður förðunar- og naglafræðingur og starfar einnig hjá Hagkaup.

Netfang: listskautaskoli@fjolnir.is

Vigdís Björg Einarsdóttir

Vigdís hefur starfað við listhlaupadeildina síðan haustið 2019. Hún starfar sem aðstoðarþjálfari í Skautaskólanum. Hennar helstu verkefni eru að aðstoða við kennslu hjá nýjum iðkendum og kenna undirstöðuatriðin á listskautum. Hún hefur sjálf skautað í sex ár og keppt á fjölmörgum mótum, lenti m.a. í 1. sæti á Kristalsmótinu 2019 í sínum flokki og fór í æfingaferð til Tartu í Eistlandi 2018. Vigdís stundar einnig nám við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Netfang: listskautaskoli@fjolnir.is

Lars Davíð Gunnarsson

 

Netfang: listskautaskoli@fjolnir.is

Malín Agla Kristjánsdóttir

Ísabella Jóna Sigurðardóttir

Íris María Ragnarsdóttir

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir