ÞJÁLFARAR


Benjamin Naggiar

Benjamin er kemur frá Ítalíu og æfði í Mílanó ásamt bestu skauturum landsins, m.a. ólympíuförum. Hann keppti fyrir Ítalíu í parakeppni á alþjóðlegum ISU mótum. Síðar skipti hann yfir í ísdans og æfði fyrsta árið í Mílanó og flutti svo til Michigan í Bandaríkjunum. Sem skautari hefur hann tekið þátt í mörgum alþjóðlegum æfingabúðum, m.a. á vegum ISU ásamt því að sækja námskeið og fyrirlestra á vegum ISU. Hann hefur verið í fullu starfi sem þjálfari seinustu 7 árin og starfað á Ítalíu, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Peking í Kína, Svíþjóð og á Íslandi.

Netfang: listyfirthjalfari@fjolnir.is

Sólbrún Erna Víkingsdóttir

Sólbrún hefur starfað við listhlaupadeild síðan 2016. Hún er Yfirþjálfari Skautaskólans, ásamt því að þjálfa yngri iðkendur í framhaldshópum. Hún stundar nú nám við Háskóla Íslands í Íþrótta- og heilsufræði og hefur lokið 1., 2. og 3. stigi í þjálfararéttindum frá ÍSÍ og sérgreinahluta 1a, 1b og 1c hjá ÍSS. Einnig hefur hún farið á dómaranámskeið hjá Skautasambandinu. Sólbrún æfði sjálf listskauta í 15 ár og hefur keppt á fjölmörgum mótum bæði hér heima og á Volvo Cup í Riga, Lettlandi 2014 og á Skate Southern í London 2015. Þá hefur hún einnig farið í æfingabúðir erlendis, í St. Pétursborg í Rússlandi, Tartu í Eistlandi, Shattuck St. Mary’s í Minnesota og G2C í Salt Lake City. Sólbrún var valin íþróttakona Fjölnis 2018 á listskautum.

Netfang: listskautaskoli@fjolnir.is

Helga Karen Pedersen

Helga hefur starfað við deildina síðan 2015 og er skautastjóri félagsins. Helga er jafnframt þjálfari í öllum hópum deildarinnar og sér einnig um unglinga- og fullorðinshóp og hefur einnig verið að taka að sér einkatíma. Hún hefur lokið þjálfaranámi 1 og 2 hjá ÍSÍ og sérgreinahluta 1a, b og c. Helga lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 2020. Hún stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Helga hefur keppt fyrir Íslands hönd á mörgum mótum, hérlendis og erlendis, m.a. tvisvar farið á Norðurlandamót, 2015 og 2019, International Childrens Games í Innsbruck, Austurríki, 2016.

Netfang: skautastjori@fjolnir.is

Vigdís Björg Einarsdóttir

Vigdís hefur starfað við listhlaupadeildina síðan haustið 2019. Hún starfar sem aðstoðarþjálfari í Skautaskólanum. Hennar helstu verkefni eru að aðstoða við kennslu hjá nýjum iðkendum og kenna undirstöðuatriðin á listskautum. Hún hefur sjálf skautað í sex ár og keppt á fjölmörgum mótum, lenti m.a. í 1. sæti á Kristalsmótinu 2019 í sínum flokki og fór í æfingaferð til Tartu í Eistlandi 2018. Vigdís stundar einnig nám við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Netfang: listskautaskoli@fjolnir.is

Ísabella Jóna Sigurðardóttir

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Íris María Ragnarsdóttir