Ný sundnámskeið að hefjast og ný sundlaug tekin í notkun
Í vikunni hefjast ný sundnámskeið í Grafarvogs- og Dalslaug. Námskeiðin henta bæði byrjendum og lengra komnu sundfólki.
Hvað er í boði?
Síli (krílahópur) – Foreldrar með ofan í – sjá hér
- Fjöldi æfinga á viku er 1×40 mínútur (tvö námskeið yfir önnina). Viðmiðunaraldur er 2 ára og er fjöldi hópa 1 í hvorri laug.
- Staður: Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal.
Krossfiskar (Byrjendahópur 1. stig) – Foreldrar með ofaní – sjá hér
- Fjöldi æfinga á viku: 1×40 mínútur (tvö námskeið á hvorri önn)
- Viðmiðunaraldur: 3-4 ára, Fjöldi hópa: 2
- Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug í Úlfarsárdal
Sæhestar (Sundskóli 2. stig) – Án foreldra – sjá hér
- Fjöldi æfinga á viku: 1×40 mínútur
- Viðmiðunaraldur: 4-5 ára, Fjöldi hópa: 2
- Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug Úlfarsárdal.
Skjaldbökur (Sundskóli 3. stig) – sjá hér
- Fjöldi æfinga á viku: 2×40 mínútur. Skráning er í önnum.
- Viðmiðunaraldur: 5-6 ára, Fjöldi hópa: 2
- Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug í Úlfarsárdal.
Selir (Byrjenda Æfingahópur) – sjá hér
- Fjöldi æfinga á viku: 2x40mínútur. Skráning er í önnum
- Viðmiðunaraldur: 6-8ára, Fjöldi hópa: 2, Selir 1 byrjenda- og Selir 2 framhaldshópur
- Staður: Innilaug í Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal. Selir 2 eru eingöngu í Grafarvogslaug og eru bæði í inni og útilaug í Grafarvogi.
Kolkrabbar 1 og 2 – sjá hér
- Fjöldi æfinga í viku : 1x 45 mínútur
Nýr hópur sérsniðinn fyrir börn í 1.-4. bekk sem vilja bæta sundfærni sína.
VIðmiðunaraldur: 1. -4. Bekkur
Staður: Innilaug í Dalslaug
Garpar – sjá hér
- Garpar eru fullorðins æfingar 1-2 x í viku þar sem árhersla er lögð á allar tegundir sunds. Einnig er hægt að skrá sig á skriðsundsnámskeið og eru þau auglýst sérstaklega.
Vilt þú vera meðlimur í Ungmennaráði UMFÍ?
UMFÍ óskar eftir tilnefningum frá sambandsaðilum í Ungmennaráð sambandsins fyrir árin 2022 – 2023.
Ungmennaráð UMFÍ er skipað níu ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára. Við skipun í ráðið er horft til þess að þau sem í því sitja séu á öllum aldri, af öllum kynjum og endurspegli landsmenn. Helstu hlutverk Ungmennaráðs UMFÍ er að vera stjórn UMFÍ til ráðgjafar um málefni ungs fólks og skipuleggja og standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk. Fundir ráðsins eru að öllu jafna haldnir á 4 – 6 vikna fresti ýmist með fjarfundarbúnaði og/eða sem staðfundir.
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði er stærsti viðburður ungmennaráðs UMFÍ. Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur hún fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu viðburðum félagasamtaka fyrir ungt fólk á Íslandi enda fá ungmenni þar tækifæri til að koma saman og ræða heitustu mál dagsins bæði við jafningja og ráðamenn.
Þátttaka í ungmennaráði UMFÍ veitir einstaklingum tækifæri til þess að kynnast starfi UMFÍ og ungmennafélags-hreyfingarinnar. Þátttakendur kynnast ungmennum alls staðar af landinu, fá tækifæri til þess að vinna að viðburðum allt frá hugmyndastigi til framkvæmdar og hafa áhrif á aðra í sínu nærumhverfi.
UMFÍ leitar ungmenna sem hafa tekið virkan þátt í starfi íþróttahéraðs eða innan félags og/eða hafa áhuga á að láta gott af sér leiða og smita gleði út frá sér.
Umsóknarfrestur er til 19. janúar. Smellið hér til þess að sækja um.
Ungmennafélagið Fjölnir hvetur alla áhugasama félagsmenn til að sækja um í ungmennaráðinu. Starf ungmennaráðsins er fjölbreytt og skemmtilegt og veitir góða reynslu fyrir framtíðarverkefni.
Hefur þú áhuga á þríþraut?




Við sjáum um jólatréð!
04/01/2022Körfubolti,Félagið okkar
Körfuknattleiksdeildin stendur að fjáröflun um helgina, 8. og 9. janúar þar sem iðkendur sækja jólatré heim að dyrum gegn 2.500 kr. gjaldi.
Fyllið út í skjalið viðeigandi upplýsingar, greiða þarf fyrir 7. janúar.

Æfingar hefjast að nýju 2022 - upplýsingar um skráningu
- Framhaldsnámskeið hefjast þriðjudaginn 4.janúar.
- Byrjendanámskeið hefst miðvikudaginn 5.janúar.
Aukinn símatími í janúar
Ákveðið hefur verið að fjölga símatímum í janúar. Opið verður í símatíma mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Hægt er að ná í okkur í síma 578-2700.
Frítt skautanámskeið fyrir stráka
Í janúar verður í boði frítt skautanámskeið fyrir stráka á öllum aldri. Umsjón námskeiðsins verður í höndum Lars Davíðs Gunnarssonar, þjálfara listskautadeildarinnar. Lars æfði sjálfur skauta hjá okkur í mörg ár og hefur verið að þjálfa undanfarið.
Æfingar verða á miðvikudögum kl. 16:20-17:00. Fyrsta æfingin er 12. janúar og er námskeiðið 7 skipti og lýkur 23. febrúar.
Skráning á námskeiðið er hafin á fjolnir.felog.is
Æfingarnar fara fram á Skautasvellinu í Egilshöll sem er á annarri hæð hússins. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma í höllinni fyrir þá sem ekki eiga. Gott er að koma í hlýjum og teygjanlegum fötum, t.d. flísbuxum, flíspeysu, húfu/eyrnaband, koma skal með fingravettlinga. Best er að vera kominn um 15 mínútum fyrr til að hafa tíma til að klæða sig í skautana áður en tíminn hefst.

Skráning á vorönn hefst 1. janúar
Skráning á vortímabil hefst þann 1. janúar á fjolnir.felog.is og verður þá hægt að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2022.
Þeir sem eiga eftir að klára að ganga frá skráningu og gjöldum á haustmisseri eru hvattir til að ganga frá því sem fyrst. Seinasti dagur til að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2021 er 31. desember.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofa@fjolnir.is til að fá aðstoð við skráningu eða til að fá svör við fyrirspurnum.
Símatími í janúar verður mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Aníta framlengir til 2024
Aníta Björg Sölvadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Aníta, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 28 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Aníta er öflugur sóknarmaður sem getur leyst hinar ýmsu stöður framarlega á vellinum. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt áberandi hlutverki í bæði 2. flokk og meistaraflokki félagsins.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Hlaupahópur Fjölnis óskar eftir þjálfara
Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í nær 30 ár. Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hlaupahópurinn starfar innan frjálsíþróttadeildar Fjölnis.
Nú leitar frjálsíþróttadeildin að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem er tilbúinn að leiða áframhaldandi starf hópsins og hefur metnað til frekari uppbyggingar og nýliðun hjá hópnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun í langhlaupum auk þess að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Kostur er að viðkomandi hafi menntun í íþrótta- og þjálfunarfræðum. Möguleiki er að tveir þjálfarar skipti með sér verkum. Gert er ráð fyrir þremur föstum æfingum á viku sem fela í sér hlaupaþjálfun auk styrktarþjálfunar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir eru hvattir til að skila inn umsókn til formanns frjálsíþróttadeildar Fjölnis á netfangið: toggi@vov.is, sem fyrst. Ráðið verður í stöðuna eins fljótt og kostur er.
Nánari upplýsingar veita formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis; Þorgrímur Guðmundsson í síma 861 6131 eða í pósti toggi@vov.is og hjá meðlimi hlaupahópsins Bragi Birgisson sími 669-0888 (bragi.birgisson@gmail.com).