Meistaraflokkur Fjölnis kvenna er nýkominn úr frábærri æfingarferð frá Pinatar á Spáni

Meistaraflokkur Fjölnis kvenna er nýkominn úr frábærri æfingarferð frá Pinatar á Spáni. Liðið æfði í 26 gráðu hita og sól vikuna 10 til 17.mars. Ferðin var vel nýtt, æfingar voru daglega frá því að lent var á Spáni og stundum tvisvar á dag þar sem ítarlega skipulagaðar æfingar voru í allt að tvær klukkustundir í einu. Æfingarnar fóru fram á glæsilegum æfinga- og keppnisvöllum Pinatar. Þá var einnig nýliðavíxla, skemmtanakvöld, go-kart kappaksturskeppni, strandarferð, verslunarferð og lokakvöldið fóru allir út að borða saman. Glæsilegur 20 manna hópur meistaraflokks ásamt þjálfurum sótti ferðina en þó nokkrir leikmenn meistaraflokksins náðu ekki að koma með vegna háskólanáms og annarra anna. Aðbúnaður var hinn besti, fjöldi æfingavalla, keppnisvöllur, glæsilegt hótel, kokkar elduðu matinn í allar máltíðir sem stundum var aðeins of hollur, flott og rúmgóð herbergi, góð sólbekkjaraðstaða og sundlaug, stutt á stöndina og á veitingastaði. Í alla staði fullkomið fyrir meistaraflokkinn.
Efsta röð: Gunnar Hauksson, Magnús Haukur Harðarson Kristinn Jóhann Laxdal . Miðröð: Marta Björgvinsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Petra Hjartardóttir, Eva María Smáradóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir og Oddný Sara Helgadóttir. Fremsta röð: Tinna Þórsdóttir, Alda Ólafsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Harpa Sól Sigurðardóttir, Anna María Bergþórsdóttir og Guðrún Bára Sverrisdóttir.
ÁFRAM FJÖLNIR

TVÆR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í kvöld þegar Fjölnir mætti ÍH í æfingaleik félaganna sem endaði með Fjölnis sigri 6-4.

Stúlkurnar Sara Sif Builinh Jónsdóttir og María Sól Magnúsdóttir eru báðar uppaldar hjá Fjölni.

Leikurinn var  æfingaleikur hjá meistaraflokknum og var mjög spennandi og jafn leikur þar til Fjölnis stúlkur kláruðu leikinn á loka mínútunum.

Fyrsta mark Fjölnis skoraði Alda Ólafsdóttir, þá fylgdi Marta Björgvinsdóttir eftir með annað mark liðsins, því næst Aníta Björg Sölvadóttir, þá Harpa Sól Sigurðardóttir með fjórða mark liðsins og var þá jafnt 4-4 þar til Aníta Björg Sölvadóttir kom með sitt annað mark í leiknum og færði Fjölni yfir í 5-4. Tinna Sól Þórsdóttir kom svo með lokamark leiksins og lauk leik 6-4 í verðskulduðum Fjölnis sigri. Bæði liðin munu spila í 2. deild í sumar og er stefna Fjölnis að sjálfsögðu að komast upp í Lengjudeildina.

Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Adna Mestovic, Alda Ólafsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Petra Hjartardóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Þórunn Eva Ármann og Vala Katrín Guðmundsdóttir.

ÁFRAM FJÖLNIR


Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023

Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023.

Meistaraflokkur kvenna vann 4-2 sigur gegn ÍR í Egilshöll í gærkvöldi.

Mörk liðsins skoruðu þær Anna María Bergþórsdóttir á 9.mínútu, Aníta Björg Sölvadóttir á 68 mínútu, Harpa Sól Sigurðardóttir á 90 mínútu og Adna Mesetovic á uppbótatíma 91.mínútu.

Lið Fjölns: Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Hrafnhildur Árnadóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Oddný Sara Helgadóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður). Ísabella Sara Halldórsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Alda Ólafsdóttir, Adna Mesetovic, Harpa Sól Sigurðardóttir, Þórunn Eva Ármann og Freyja Dís Hreinsdóttir.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni

Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2024. Alda, sem er fædd árið 1996 er uppalin FH-ingur, hefur leikið 146 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Alda mun einnig verða hluti af þjálfarateymi liðsins en hún mun stýra styrktarþjálfun. Þá á Alda yngri landsleiki að baki með U17 og U18.

Það er mikið fagnaðarefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

ÁFRAM FJÖLNIR

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023

Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023.

Meistaraflokkur kvenna vann góðan þriggja marka sigur gegn KR í Egilshöll í gærkvöldi.
Mörk liðsins skoruðu Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir á 26.mínútu, Oddný Sara Helgadóttir á 60.mínútu og Anna María Bergþórsdóttir á 85.mínútu.

Lið Fjölnis: Lovísa María Hermannsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Elvý Rut Búadóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður), Aldís Tinna Traustadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ársgeirsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir. Varamenn: Anna María Bergþórsdóttir, Odný Sara Helgadóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Petra Hjartardóttir, Þórunn Eva Ármann, Freyja Dís Hreinsdóttir og Alda Ólafsdóttir.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!

Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!

Fjölnisstúlkan Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman 18.-20. janúar!

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, tilkynnti valið í hópinn í upphafi mánaðarins. Liðið mun æfa saman í Miðgarði í Garðabæ.

Við óskum Aldísi Tinnu góðs gengis með landsliðshópnum!

Fjölnir Knattspyrna #FélagiðOkkar


SPILAÐI SINN FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

Inga Júlíana Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í kvöld, þegar Fjölnir mætti Grindavík í æfingaleik félagana.

Inga Júlíana kom inn á í seinni hluta leiksins og var fljót að grípa sína stöðu og koma af krafti inn í leikinn. Inga Júlíana hefur æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins og er hraður og öflugur miðvörður.

Leikurinn var annar æfingaleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna og var nokkuð jafn leikur á móti Lengjudeildarliði Grindavíkur þó mótherjarnir hefðu haft betur í kvöld. Fjölnir mun spila í 2. deild í sumar og er stefnan að sjálfsögðu tekin að komast upp í Lengjudeildina.

Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Hrafnhildur Árnadóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir, Þórunn Eva Ármann, Hjördís Erla Björnsdóttir, Oddný Sara Helgadóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir og María Eir Magnúsdóttir.

ÁFRAM FJÖLNIR


TVÆR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag þegar Fjölnir mætti FH í æfingaleik félaganna sem endaði með sigri mótherjanna.

Stúlkurnar Bríet Rut Þórðardóttir og Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir komu báðar inn á í seinni hálfleik og áttu fínustu tilþrif og stóðu sína vakt vel í leiknum. Bríet er að byrja sitt annað ár með Fjölni en Ólöf hefur æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins.

Leikurinn var fyrsti æfingaleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna og var á brattann að sækja á móti nýliðum Bestu deildarinnar þeim FH stúlkum. Fjölnir mun spila í 2. deild í sumar og er stefnan að sjálfsögðu tekin að komast upp í Lengjudeildina.

Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, Adna Mestovic, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Petra Hjartardóttir, Eva María Smáradóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir og Þórunn Eva Ármann.

ÁFRAM FJÖLNIR


U20/2.FLOKKUR KVENNA ERU DEILDARMEISTARAR 2022!!🏆

U20/2.FLOKKUR KVENNA ERU DEILDARMEISTARAR 2022!!🏆

Stelpurnar unnu glæsilegan 4-1 sigur gegn ÍBV í dag og urðu því deildarmeistarar með 39 stigum úr 14 leikjum sumarsins.

Frábær árangur sem félagið er stolt af. Innilega til hamingju!

Fyrirliðar liðsins í sumar hafa verið þrír, Hrafnhildur Árnadóttir, Tinna Haraldsdóttir og Sóley Vivian og hafa skipt því hlutverki á milli sín á tímabilinu. Markahæstar í sumar hafa verið þær Emilía Sævarsdóttir með 20 mörk og Aníta Björk Sölvadóttir með 17 mörk. Markmaður liðsins er Elínóra Ýr Kristjánsdóttir.

Lið sumarsins og deildarmeistarar 2022:

Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Silja Fanney Angantýsdóttir, Tinna Haraldsdóttir, Laila Þóroddsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Bríet Rut Þórðardóttir, Eva María Smáradóttir, Auður Dís Kristjánsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Lilja Hanat, Marta Björgvinsdóttir, Sara Montoro, Anna María Bergþórsdóttir, Sunna Gló Helgadóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, Adna Mesetovic, Aldís Tinna Traustadóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Gréta Lind Jökulsdóttir, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Hlín Heiðarsdóttir, Hrefna Margrét Guðmundsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Sóley Vivian Eiríksdóttir, Sóllilja Harðardóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir og Ísabella Sara Halldórsdóttir.

Þjálfarar liðsins og liðsstjórar: Júlíus Ármann Júlíusson, Theódór Sveinjónsson, Arna Björgvinsdóttir og Kristbjörg Harðardóttir

#FélagiðOkkar


ANNIINA SANKOH MEÐ Í SUMAR

Finnski framherjinn, Anniina Sankoh, hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna fyrir baráttuna sem framundan er í Lengjudeildinni. Anniina, sem er 25 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún hefur leikið síðustu ár við góðan orðstír en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Hún á einnig landsleiki með U17 landsliði Finnlands. Anniina er tæknilega mjög góð og getur leyst allar fremstu stöður vallarins en hún hefur raðað inn mörkum í bandaríska háskólaboltanum upp á síðkastið. Við væntum því mikils af samstarfinu og bjóðum Anniina hjartanlega velkomna í Voginn fagra.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen