Æfingar hefjast að nýju 2022 - upplýsingar um skráningu
- Framhaldsnámskeið hefjast þriðjudaginn 4.janúar.
- Byrjendanámskeið hefst miðvikudaginn 5.janúar.
Aukinn símatími í janúar
Ákveðið hefur verið að fjölga símatímum í janúar. Opið verður í símatíma mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Hægt er að ná í okkur í síma 578-2700.
Frítt skautanámskeið fyrir stráka
Í janúar verður í boði frítt skautanámskeið fyrir stráka á öllum aldri. Umsjón námskeiðsins verður í höndum Lars Davíðs Gunnarssonar, þjálfara listskautadeildarinnar. Lars æfði sjálfur skauta hjá okkur í mörg ár og hefur verið að þjálfa undanfarið.
Æfingar verða á miðvikudögum kl. 16:20-17:00. Fyrsta æfingin er 12. janúar og er námskeiðið 7 skipti og lýkur 23. febrúar.
Skráning á námskeiðið er hafin á fjolnir.felog.is
Æfingarnar fara fram á Skautasvellinu í Egilshöll sem er á annarri hæð hússins. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma í höllinni fyrir þá sem ekki eiga. Gott er að koma í hlýjum og teygjanlegum fötum, t.d. flísbuxum, flíspeysu, húfu/eyrnaband, koma skal með fingravettlinga. Best er að vera kominn um 15 mínútum fyrr til að hafa tíma til að klæða sig í skautana áður en tíminn hefst.

Skráning á vorönn hefst 1. janúar
Skráning á vortímabil hefst þann 1. janúar á fjolnir.felog.is og verður þá hægt að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2022.
Þeir sem eiga eftir að klára að ganga frá skráningu og gjöldum á haustmisseri eru hvattir til að ganga frá því sem fyrst. Seinasti dagur til að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2021 er 31. desember.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofa@fjolnir.is til að fá aðstoð við skráningu eða til að fá svör við fyrirspurnum.
Símatími í janúar verður mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Aníta framlengir til 2024
Aníta Björg Sölvadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Aníta, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 28 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Aníta er öflugur sóknarmaður sem getur leyst hinar ýmsu stöður framarlega á vellinum. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt áberandi hlutverki í bæði 2. flokk og meistaraflokki félagsins.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Hlaupahópur Fjölnis óskar eftir þjálfara
Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í nær 30 ár. Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hlaupahópurinn starfar innan frjálsíþróttadeildar Fjölnis.
Nú leitar frjálsíþróttadeildin að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem er tilbúinn að leiða áframhaldandi starf hópsins og hefur metnað til frekari uppbyggingar og nýliðun hjá hópnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun í langhlaupum auk þess að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Kostur er að viðkomandi hafi menntun í íþrótta- og þjálfunarfræðum. Möguleiki er að tveir þjálfarar skipti með sér verkum. Gert er ráð fyrir þremur föstum æfingum á viku sem fela í sér hlaupaþjálfun auk styrktarþjálfunar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir eru hvattir til að skila inn umsókn til formanns frjálsíþróttadeildar Fjölnis á netfangið: toggi@vov.is, sem fyrst. Ráðið verður í stöðuna eins fljótt og kostur er.
Nánari upplýsingar veita formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis; Þorgrímur Guðmundsson í síma 861 6131 eða í pósti toggi@vov.is og hjá meðlimi hlaupahópsins Bragi Birgisson sími 669-0888 (bragi.birgisson@gmail.com).
Hjördís Erla framlengir til 2024
Hjördís Erla Björnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Hjördís, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt sjötta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 42 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim tvö mörk. Hjördís er öflugur miðjumaður sem hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt stóru hlutverki í bæði 2. flokki og meistaraflokki félagsins. Árið 2019 lék Hjördís fjóra leiki með U17 landsliði Íslands.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Laila framlengir til 2024
Laila Þóroddsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Laila, sem er fædd árið 2001, er að hefja sitt þriðja tímabil í Grafarvoginum og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í meistaraflokknum síðan hún gekk til liðs við Fjölni. Laila hefur leikið 41 KSÍ leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hún er sterkur varnarmaður sem spilar öllu jafnan í hjarta varnarinnar.
Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan öfluga leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Jólavörur Fjölnis
Pöntunarblöð má finna hér
https://forms.office.com/r/1zVQ6rgin1
Pöntunarblað fyrir Fjölniskúluna má finna hér


Anna María semur við Fjölni
Fjölnir hefur samið við Önnu Maríu Bergþórsdóttur til 2024. Anna María, sem er fædd árið 2003, kemur frá Selfossi þar sem hún er uppalin. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki og hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki í Pepsi Max deild kvenna og bikarkeppni KSÍ, þar af 10 á nýafstöðnu tímabili. Anna María er sterkur miðjumaður sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður á vellinum.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga leikmann sem mun koma til með að styrkja liðið og gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til næstu tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
