Hjördís Erla framlengir til 2024
Hjördís Erla Björnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Hjördís, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt sjötta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 42 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim tvö mörk. Hjördís er öflugur miðjumaður sem hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt stóru hlutverki í bæði 2. flokki og meistaraflokki félagsins. Árið 2019 lék Hjördís fjóra leiki með U17 landsliði Íslands.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Laila framlengir til 2024
Laila Þóroddsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Laila, sem er fædd árið 2001, er að hefja sitt þriðja tímabil í Grafarvoginum og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í meistaraflokknum síðan hún gekk til liðs við Fjölni. Laila hefur leikið 41 KSÍ leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hún er sterkur varnarmaður sem spilar öllu jafnan í hjarta varnarinnar.
Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan öfluga leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Jólavörur Fjölnis
Pöntunarblöð má finna hér
https://forms.office.com/r/1zVQ6rgin1
Pöntunarblað fyrir Fjölniskúluna má finna hér


Anna María semur við Fjölni
Fjölnir hefur samið við Önnu Maríu Bergþórsdóttur til 2024. Anna María, sem er fædd árið 2003, kemur frá Selfossi þar sem hún er uppalin. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki og hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki í Pepsi Max deild kvenna og bikarkeppni KSÍ, þar af 10 á nýafstöðnu tímabili. Anna María er sterkur miðjumaður sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður á vellinum.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga leikmann sem mun koma til með að styrkja liðið og gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til næstu tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Uppskeruhátíð Fjölnis
Hin árlega Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram þann 16. desember síðastliðinn þar sem afreksfólk deilda var heiðrað og jafnframt tilkynnt um val á Íþróttakonu- og karli ársins, sem og Fjölnismanni ársins. Athöfnin fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi fyrir þá sem heima sátu af Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins setti athöfnina og fluttu systurnar og Fjölniskonurnar Auður og Hrafnhildur Árnadætur tónlistaratriði. Við þökkum Gunnari Jónatanssyni sérstaklega fyrir aðstoð sína við viðburðinn sem og ljósmyndurum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G.
Íþróttakona Fjölnis árið 2021 er Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir
Íþróttakarl Fjölnis árið 2021 er Ólafur Ingi Styrmisson
Fjölnismaður ársins 2021 er Sarah Buckley



Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð ársins og viðtöl við íþróttafólkið okkar.
Fimleikadeild

Frjálsíþróttadeild

Handknattleiksdeild

Íshokkídeild

Karatedeild

Knattspyrnudeild

Körfuknattleiksdeild

Listskautadeild

Skákeild

Sunddeild

Tennisdeild

Jóladagatal Fjölnis 2021
Dregið var fyrir 13.-24. desember í Jóladagatali KND Fjölnis í dag. Þá er búið að draga fyrir alla dagana.
Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Alla útdrætti má sjá á heimasíðu www.fjolnir.is sem og neðar í þessum pósti.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!
Hér að neðan á sjá öll vinningsnúmer í Jóladagatalinu:
Vinningsnúmer | Desember | Vinningur | Verðmæti |
146 | 1.des | Nings gjafabréf | 10,500 |
228 | 2.des | Fyririsland.is gjafabréf | 5,000 |
137 | 3.des | Plan B Burger – 2 x Fjölskyldutilboð fyrir 4 | 8,900 |
126 | 4.des | Barbarinn klipping | 5,950 |
50 | 5.des | Horfnar eftir Stefán Mána og 11.000 volt, þroskasaga Guðmundar Felix Grétarssonar eftir Erlu Hlynsdóttur – Sögur útgáfa | 14,480 |
43 | 6.des | Bókin Bjór – umhverfis jörðina á 120 tegundum | 4,790 |
225 | 7.des | Bókin Vín – umhverfis jörðina á 110 flöskum | 5,990 |
234 | 8.des | fyririsland.is gjafabréf | 5,000 |
29 | 9.des | Mjólkursamsalan pakki | 7,990 |
173 | 10.des | Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir | 13,000 |
195 | 11.des | Barbarinn klipping | 5,950 |
253 | 12.des | Gullkort knattspyrnudeildar | 25,000 |
250 | 13.des | Pizzaveisla á Natalía Pizzería | 10,000 |
77 | 14.des | Nings gjafabréf | 10,500 |
53 | 15.des | Heima hjá lækninum í eldhúsinu, matreiðslubók og Leikskólalögin 2, undirleikur Jón Ólafsson – Sögur útgáfa | 13,980 |
3 | 16.des | Húsasmiðjan gjafabréf | 15,000 |
238 | 17.des | Audio-technica M20x heyrnatól | 11,500 |
122 | 18.des | Gyðjan Snyrtistofa – fótsnyrting | 11,900 |
31 | 19.des | Pizzaveisla á Natalía Pizzería | 10,000 |
100 | 20.des | Nings gjafabréf | 10,500 |
78 | 21.des | Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir | 13,000 |
150 | 22.des | Gullkort knattspyrnudeildar | 25,000 |
127 | 23.des | Öryggismiðstöðin – Eldvarnarpakki | 19,900 |
57 | 24.des | Hreyfing – 3 mánaða kort | 39,900 |
Guðrún Helga framlengir til 2024
Guðrún Helga Guðfinnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Guðrún Helga, sem er fædd árið 2002, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 36 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Guðrún Helga er sterkur leikmaður sem getur leyst allar stöður I vörninni og hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir bæði meistaraflokk og 2. flokk á síðustu árum.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen

Ísabella semur til 2024
Ísabella Sara Halldórsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis. Ísabella, sem er fædd árið 2002, kom á láni til okkar fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu eftir að hafa leikið líka með Fylki tímabilið 2020. Þar að auki á hún leiki með Selfossi í meistaraflokk þar sem hún er uppalin. Ísabella hefur leikið samtals 23 KSÍ leiki, þar af 10 með Fjölni á síðasta tímabili. Hún er öflugur varnarmaður sem spilar yfirleitt í stöðu bakvarðar.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Jólaskautaskóli Fjölnis

Jólaskautaskóli Fjölnis 

Listskauta- og íshokkídeild Fjölnis verða með Jólaskautaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára dagana 27.-30. desember. Námskeiðið er á milli kl. 8:30-13:00. Kennd verða undirstöðuatriði skautaíþrótta á námskeiðinu ásamt því að spila íshokkí og læra listskautaæfingar.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 21. desember.

Eva María framlengir til 2024
Eva María Smáradóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Eva María, sem er fædd árið 2003, gekk til liðs við okkur fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu en hún gekk upp alla yngri flokka hjá Breiðablik. Hún hefur samtals leikið 21 KSÍ leiki en þar af 9 leiki með Fjölni. Eva María er öflugur varnarmaður sem er að koma til baka eftir meiðsli en getur líka leyst ýmsar stöður ofar á vellinum með góðu móti. Endurhæfingin lofar góðu og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen
