Íslandsmeistaramót unglinga

Í dag fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata og átti Fjölnir tvo þátttakendur. Þau Gabríel Sigurð Pálmason og Eydís Magnea Friðrikssdóttir.Gabríel endaði með silfur i flokki 14 ára pilta og Eydís með brons í flokki 16-17 ára stúlkna. Eins og stundum verður á svona mótum þá var heimildamaður Fjölnis ekki við völlinn sem Gabríel var á og á því ekki myndir frá viðureignum hans. En þeim mun fleiri myndir frá viðureign Eydísar.

Til hamingju með krakkar!

 

Eydís með brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

 

 

Eydís með brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

 

 

 

 

 


Evrópumót í hópfimleikum 2021

Evrópumótið í hópfimleikum 2021 verður haldið 1. – 4. desember 2021 í Porto í Portúgal. Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö fullorðinslið á mótið, kvennalið og karlalið og tvö unglingalið, stúlknalið og blandað lið unglinga.
Nú í vikunni tilkynnti Fimleikasambandið að þau væru búin að manna allar landsliðsþjálfarastöður. Tveir þjálfarar frá Fjölni voru ráðnir í verkefnið, þau Benedikt Rúnar og Katrín Pétursdóttir munu bæði þjálfa blandað til unglinga.
Við erum afsakaplega stolt af þeim og heppin að hafa þau í okkar teymi.

Hér má sjá fréttina í heild sinni á vef fimleikasambandsins

Landsliðsþjálfarar fyrir EM 2021


Knattspyrnudeildin er mætt á Facebook

Knattspyrnudeild Fjölnis er nú loksins mætt á Facebook. Þar munum við sýna frá starfi deildarinnar, allt frá yngstu iðkendunum yfir í meistaraflokka félagsins.

Á síðunni má einnig koma til með að sjá tilkynningar og auglýsingar er varða leiki, viðburði og fleira.

Við hvetjum alla til að setja like á síðuna og fylgjast með Fjölni en það má með sanni segja að það sé spennandi knattspyrnusumar fram undan.

 

Samfélagsmiðlar knattspyrnudeildar

Facebookfacebook.com/fjolnirfc
Instagraminstagram.com/fjolnir_fc
Twittertwitter.com/Fjolnir_FC
Snapchat - umf.fjolnir


Engar æfingar 1.maí

Laugardaginn 1.maí er frídagur verkamanna.
Íþróttahúsin verða lokuð og því engar æfingar hjá okkar deildum þennan dag.

Njótið dagsins.


Fjölmennt skákmót Fjölnis á sumardaginn fyrsta

Frábær þátttaka var á Sumarskákmóti Fjölnis í Rimaskóla þar sem 75 efnilegir skáksnillingar á grunnskólaaldri fögnuðu sumrinu við skákborðið.
Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf líkt og áður alla verðlaunagripi á sumarskákmótið en alla vinninga og glaðning gáfu Hagkaup, EmmEssís, Pizzan, Bókabúð Grafarvogs, CoCo´s tískuverslun og Ekran.
Vegna fjölda þátttakenda og sóttvarnatakmarkanna var keppendum skipt á tvö svæði. Stúlknaflokkurinn alls 30 skádrottningar tefldi í fjölnýtistofu á meðan að  45 drengir kepptu í hátíðarsal skólans í eldri og yngri flokki.
Flestir þátttakendur voru frá Skákdeild Fjölnis en á meðal strákanna voru allir sterkustu skákmenn TR og Breiðabliks mættir.
Rimaskólastelpur hafa aldrei verið fjölmennari né beittari við skákborðið en núna í vetur og kom það greinilega í ljós á sumarskákmótinu þegar þær þær lentu í 10 af 11 efstu sætunum. Fjölnisstrákar höfðu minna að gera í gestina frá TR og Breiðablik og urðu að gefa þeim eftir efstu sætin.
Þeir Eiríkur Emil Hákonarson í eldri flokk og Kamil Roman Klimaszewski í yngri flokk stóðu sig best af Fjölnisstrákum en þær Hrafndís Karen Óskarsdóttir og Emilía Embla B. Berglindardóttir í hópi stúlkna.

Allir keppendur sem voru á aldrinum 6 – 16 ára gengu glaðir út í sumarið að loknu velheppnuðu skákmóti


Heimaleikjakortin eru komin í sölu

Heimaleikjakortin eru komin í sölu og þau eru öll rafræn. Hægt að ganga frá kaupunum með einföldum hætti í gegnum vefverslunina eða á fjolnir.is/arskort

Í boði eru þrjár tegundir:

  • Ungmennakort
    • Verð: 4.900 kr.
    • Gildir fyrir einn inn á völlinn. Aldur 16-25 ára
  • Árskort
    • Verð: 15.000 kr.
    • Gildir fyrir einn inn á völlinn
  • Gullkort
    • Verð: 25.000 kr.
    • Gildir fyrir einn inn á völlinn
    • Veitir aðgang að veitingum fyrir leik og í hálfleik

Öll heimaleikjakort eru rafræn og afhendast í gegnum appið Stubbur sem er sótt í símann.

Vekjum sérstaka athygli á ungmennakortinu sem er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og er einstaklega góðu verði.
Kortin gilda á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna Fjölnis.

Samstaða er lykilatriði.

Eins og allir vita þá hafa verið uppi sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu um þessar mundir. Íþróttafélög eiga undir mikið högg að sækja og stór skörð eru höggin í tekjustofna þeirra. Fjölnir er þar engin undantekning. Til að mynda þá reiðir knattspyrnudeildin sig nær eingöngu á styrki og velvild fyrirtækja, einstaklinga, tekjur af ársmiðasölu og öðrum viðburðum.

Það er mikilvægt að Fjölnissamfélagið standi saman nú sem aldrei fyrr. Þau ykkar sem hafið tök á biðjum við vinsamlegast um að ganga frá kaupum á heimaleikjakorti við fyrsta tækifæri.

Takk fyrir þinn stuðning – hann skiptir máli!


Mikilvægar dagsetningar næstu vikurnar

Athugið neðangreindar dagsetningar og hvernig þær hafa áhrif á þínar æfingar, eða æfingar þinna iðkenda.

Þetta er sett fram með fyrirvara um að óbreyttar sóttvarnaraðstæður í samfélaginu.

  • Fimmtudaginn 22.apríl, Sumardagurinn fyrsti – frí
  • Mánudaginn 3.maí, beltapróf byrjenda í æfingatíma. Þetta eru þau sem æfa á mánudögum og miðvikudögum.
  • Laugardaginn 8.maí, beltapróf fyrir brún beltara – hefðbundin kennsla fellur niður
  • Sunnudaginn 9.maí, beltapróf fyrir svart beltara
  • Fimmtudaginn 13.maí, Uppstigningardagur – frí
  • Laugardaginn 15.maí, íslandsmeistaramót unglinga í Kata
  • Sunnudaginn 16.maí, íslandsmeistaramót barna í Kata
  • Mánudaginn 24.maí, annar í hvítasunnu – frí
  • Miðvikudaginn 26.maí, síðasta kennslustund byrjenda
  • Laugardaginn 29.maí, beltapróf framhalds iðkenda og síðasti tími annarinnar
  • Laugardaginn 29.maí, íslandsmeistaramót fullorðinna í Kata
  • Sunnudaginn 30.maí : sumarfrí til 30.ágúst

Tveir leikmenn framlengja við Fjölni

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna það að Guðrún Helga Guðfinnsdóttir og Laila Þóroddsdóttir hafa framlengt samningum sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis.

 

Guðrún Helga Guðfinnsdóttir er 19 ára varnarmaður sem leikið hefur 25 leiki fyrir meistaraflokk kvenna. Guðrún sem gegndi lykilhlutverki á síðasta tímabili, er uppalin hjá okkur í Grafarvoginum og sinnir einnig þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Hér er mikil Fjölniskona á ferðinni sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.

 

Laila Þóroddsdóttir er tvítugur varnarmaður sem leikið hefur 23 leiki í meistaraflokki kvenna, þar af 12 fyrir Fjölni og skorað í þeim eitt mark. Laila er öflug viðbót við hópinn en hún kom til okkar fyrir síðasta tímabil. Áður hafði hún leikið með Álftanesi í meistaraflokki og upp alla yngri flokka hjá Stjörnunni.

 

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fjölni að semja við þessa ungu leikmenn en Knattspyrnudeildin væntir mikils af þeim á komandi tímabilum. #FélagiðOkkar


Æfingar heimilar á ný

Uppfært 13.04.2021 kl. 20:30:

Stjórnvöld kynntu tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á fundi sínum í dag sem taka gildi frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Nánar má lesa um aðgerðinar með því að smella HÉR.

Allt æfinga og mótahald er HEIMILT frá og með 15. apríl en í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur m.a. fram að:

„Það er fagnaðarefni að fólk geti nú farið að reima á sig íþróttaskóna og finna til sundfötin – hreyfing er okkur gríðarlega mikilvæg og ég veit að margir eru mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingar. Það er lýðheilsumál að halda Íslandi á hreyfingu og þó íþróttastarf verði ákveðnum takmörkunum háð áfram er þetta afar jákvætt skref.“ 

Hvaða þýðir þetta fyrir okkur?

• Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi fullorðinna miðast við 50 manns en fjöldi barna við hliðstæðan fjölda í skólastarfi. Keppnir verða heimilar með allt að 100 skráðum áhorfendum. Sjá nánar HÉR.

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis opnar fimmtudaginn 15. apríl. Æfingar fara fram samkvæmt stundatöflu nema annað sé tekið fram hjá deildunum.

#FélagiðOkkar