Nú er starfið að fara af stað aftur á vorönn og má hér fyrir neðan sjá úrval námskeiða og æfinga sem eru í boði fyrir unglinga og fullorðna.

Námskeiðin henta vel fyrir byrjendur í greininni sem og þá sem hafa einhverja reynslu eða jafnvel lengra komna. Við bjóðum alla áhugasama velkomna til okkar í starfið.

Skráning á öll námskeið fer fram á fjolnir.felog.is

Hægt er að nýta frístundastyrk fyrir unglinga upp að 18 ára aldri fyrir æfingagjöldum. Einnig bendum við á að þeir sem greiða í stéttarfélög geta sótt um íþróttastyrk hjá sínu stéttarfélagi.

Fullorðinsfimleikar

Boðið er upp á fimleikanámskeið fyrir 18 ára og eldri. Lögð áhersla á góðar þrek- og teygjuæfingar og svo þær fimleikaæfingar sem henta getu hvers og eins. Reynsla af fimleikum er ekki skilyrði fyrir þátttöku heldur reynum við að koma til móts við þarfir hvers og eins. Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja sig og liðka og hafa gaman af í leiðinni.

Æfingar eru tvisvar í viku og er notast við 10 skipta klippikort sem má nota þegar hentar. 10 skipta klippikort kostar 17.000 kr.

Mánudagur 19:30-21:00
Miðvikudagur 19:30-21:00

Frjálsíþróttaæfingar fyrir unglinga

Boðið er upp frjálsíþróttaæfingar fyrir unglinga þar sem hægt er að velja um að æfa 1-2x í viku eða oftar. Æfingar fara fram í Laugardalshöll og Fjölnishellinum í Egilshöll. Æfingatöfluna má finna á heimasíðu Fjölnis undir Frjálsíþróttadeild.

Verðskrá má finna hér

Frjálsíþróttaæfingar fyrir fullorðna – Gullmolar

Gullmolar er hópur fyrir 25 ára og eldri sem æfa frjálsar undir stjórn Óskars Hlynssonar, yfirþjálfara deildarinnar. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30-20:00 og á laugardögum kl 10-12. Allar æfingar eru í Laugardalshöll á veturna. Vorönn Gullmola kostar 20.000

 

Hlaupahópur

Hlaupahópurinn er fyrir 16 ára og eldri og tekur vel á móti nýjum skokkurum í hópinn. Skokkað er fjórum sinnum í viku.

Mánudagar og Miðvikudagar kl. 17:30-19:00 / Egilshöll – lagt af stað frá austurenda (Fjölnishellinum)

Fimmtudagar kl. 17:15-19:00 Laugardalshöll (á veturna)

Laugardagar kl. 09:30 Gullinbrú (tækin)

Vorönn í hlaupahópnum kostar 10.000 kr og er árgjaldið 25.000.

Handboltastarf unglinga

Í boði eru handboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 18 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á mótum. Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Handbolti.

Hokkískóli Fullorðinna

Hokkískóli Fullorðna er fyrir alla sem langar að byrja að æfa íshokkí á aldrinum 18 ára og eldri. Engin krafa er gerð um að kunna að skauta og er hægt að fá allan búnað lánaðan hjá félaginu. Mælum með að iðkendur mæti ca. 20 mínútum fyrir æfingu til að finna búnað og klæða sig. Gott er að vera í íþróttafötum undir íshokkígallanum.

Æfingar eru 2x í viku, miðvikudaga kl. 21:55 – 22:55 og sunnudaga kl. 19:55 – 20:50.

Karate fyrir unglinga

Byrjendanámskeið í karate fyrir unglinga upp að 16 ára aldri (10. bekkur) þar sem kennd eru undirstöðuatriði í karate.

Æfingar eru tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:45-18:30.

Knattspyrnustarf fyrir unglinga

Í boði eru fótboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 19 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á Reykjavíkurmóti og Íslandsmóti. Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Knattspyrna.

Körfubolti fyrir unglinga

Í boði eru körfuboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 19 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á mótum.Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Körfubolti.

Oldboys í körfubolta

Oldboys er hópur fullorðinna sem kemur saman til körfuboltaæfinga tvisvar í viku. Æfingar eru á mánudögum kl. 21:00-22:30 í Rimaskóla og kl. 20:30-22:00 í Fjölnishöll. Nánari upplýsingar um Oldboys hópinn má finna hér.

Listskautaæfingar fyrir unglinga og fullorðna

Æfingar fyrir unglinga og fullorðna henta fyrir byrjendur og þá sem hafa grunnfærni í íþróttinni. Hópnum er skipt upp í tvennt á æfingum. Kennd eru undirstöðuatriði og einfaldar æfingar, snúningar og hopp. Æfingar eru tvisvar í viku, í boði er að kaupa klippikort fyrir þá sem vilja ekki æfa báða daga. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum og laugardögum. Nánari upplýsingar um æfingatíma og verð má sjá undir Listskautar á heimasíðunni.

Sundæfingar fyrir fullorðna

Garpar eru fullorðins æfingar 1-2 x í viku þar sem áhersla er lögð á allar tegundir sunds. Æft er í Grafarvogslaug á Mánudögum og miðvikudögum kl. 19:30-20:30 og kostar vornámskeiðið 25.000 kr.

Skákæfingar unglinga

Skákæfingar fyrir unglinga upp að 16 ára aldri (10. bekkur). Æfingarnar eru ætlaðar krökkum sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Æfingarnar fara fram í tómstundasal Rimaskóla og  það er gengið inn um íþróttahús.

Æfingar eru á fimmtudögum kl. 16:30-18:00. Ekkert kostar að æfa skák hjá Fjölni.

Tennisæfingar fyrir unglinga og fullorðna

Tennisdeild Fjölnis býður upp á tennisæfingar fyrir byrjendur á fimmtudögum kl. 17:30 í Tennishöllinni í Kópavoginum. Hægt er að fá búnað lánaðan á staðnum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Carolu yfirþjálfara.

Þríþraut

Nýjasta deild félagsins er þríþrautardeild. Í félagsaðild felst keppnisréttur undir merkjum Fjölnis og almenn félagsaðild. Ekki er gerð krafa um að æfa með félaginu. Í boði eru sundæfingar með Garpahóp sunddeildar Fjölnis og hlaupahópi Fjölnis. Nánar um þríþrautardeildina má lesa hér.

Korpúlfar – leikfimi eldri borgara

Korpúlfar bjóða upp á leikfimi alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11 í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll. Eftir leikfimina er boðið upp á kaffi í félagsaðstöðu Fjölnis. Um leikfimina sér Margrét Eiríksdóttir. Leikfimin er öllum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá sig hjá Korpúlfunum með því að senda póst til Birnu umsjónarkonu.