Þríþrautardeild

Þríþrautadeild Fjölnis var stofnuð árið 2021. Aðalstjórn félagsins fer með stjórn deildarinnar.

Félagsaðild meðlima er 6.500 kr.* fyrir árið, en tímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

Skráning fer fram á fjolnir.felog.is.

Í félagsaðild felst keppnisréttur undir merkjum Fjölnis og almenn félagsaðild. Ekki er gerð krafa um að æfa með félaginu.

Í boði eru sundæfingar með Garpahóp sunddeildar Fjölnis en þar er æft 1-2 sinnum í viku þar sem árhersla er lögð á allar tegundir sunds.

  • Vorönn 01.01.22-31.05.22 – 25.000 kr.

Í boði eru æfingar með hlaupahópi Fjölnis en hlaupahópurinn hleypur saman 3-4 sinnum í viku, ýmist er hlaupið frá Egilshöll eða Gullinbrú.

  • Vorönn 01.01.22-30.04.22 – 10.000 kr.
  • Árgjald 01.01.22-31.12.22 – 25.000 kr.

*Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeið í sundi og með hlaupahópi. Æfingar eru ekki innifaldar í félagsaðild.

Unnið er að hjólaæfingum og verður það auglýst síðar.

Þríþrautarsamband Íslands hefur gefið út drög að keppnisdagskrá fyrir 2022.

Sjá hér: triathlon.is/frettir/drog-ad-keppnisdagskra-2022.

Við stefnum að því að halda Fjölnisjaxlinn laugardaginn 11. janúar.

Allar frekari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á netfangið skrifstofa@fjolnir.is.