Í vikunni hefjast ný sundnámskeið í Grafarvogs- og Dalslaug. Námskeiðin henta bæði byrjendum og lengra komnu sundfólki.

Hvað er í boði?

Síli (krílahópur) – Foreldrar með ofan í – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku er 1×40 mínútur (tvö námskeið yfir önnina). Viðmiðunaraldur er 2 ára og er fjöldi hópa 1 í hvorri laug.
 • Staður: Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal.

Krossfiskar (Byrjendahópur 1. stig) – Foreldrar með ofaní – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 1×40 mínútur (tvö námskeið á hvorri önn)
 • Viðmiðunaraldur: 3-4 ára, Fjöldi hópa: 2
 • Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug í Úlfarsárdal

Sæhestar (Sundskóli 2. stig) – Án foreldra – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 1×40 mínútur
 • Viðmiðunaraldur: 4-5 ára, Fjöldi hópa: 2
 • Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug Úlfarsárdal.

Skjaldbökur (Sundskóli 3. stig) – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 2×40 mínútur. Skráning er í önnum.
 • Viðmiðunaraldur: 5-6 ára, Fjöldi hópa: 2
 • Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug í Úlfarsárdal.

Selir (Byrjenda Æfingahópur) – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 2x40mínútur. Skráning er í önnum
 • Viðmiðunaraldur: 6-8ára, Fjöldi hópa: 2, Selir 1 byrjenda- og Selir 2 framhaldshópur
 • Staður: Innilaug í Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal. Selir 2 eru eingöngu í Grafarvogslaug og eru bæði í inni og útilaug í Grafarvogi.

Kolkrabbar 1 og 2 sjá hér

 • Fjöldi æfinga í viku : 1x 45 mínútur
  Nýr hópur sérsniðinn fyrir börn í 1.-4. bekk sem vilja bæta sundfærni sína.
  VIðmiðunaraldur: 1. -4. Bekkur
  Staður: Innilaug í Dalslaug

Garpar – sjá hér

 • Garpar eru fullorðins æfingar 1-2 x í viku þar sem árhersla er lögð á allar tegundir sunds. Einnig er hægt að skrá sig á skriðsundsnámskeið og eru þau auglýst sérstaklega.