Lúkas Logi til Empoli FC

Lúkas Logi til Empoli FC

Knattspyrnudeild Fjölnis og Empoli FC hafa náð samkomulagi um að Lúkas Logi Heimisson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Empoli FC rétt á að kaupa leikmanninn.

Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að veita fleirum af okkar ungu og efnilegu leikmönnum tækifæri til að spila erlendis og elta drauma sína. Lúkas Logi er annar leikmaður Fjölnis sem fer til Ítalíu á skömmum tíma en fyrr í sumar fór Hilmir Rafn til Venezia FC.

Lúkas Logi er 18 ára gamall sóknarmaður sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og er meðal annars hluti af hinum sterka 2. flokki sem eru í baráttu um að verða Íslandsmeistarar. Lúkas Logi hefur skorað 5 mörk í 24 leikjum með meistaraflokki. Þá á hann einnig samtals 5 landsleiki að baki fyrir U19 ára og U16 ára landslið Íslands.

Við óskum Lúkasi Loga alls hins best á Ítalíu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Fjölnir Open 2021

Fjölnir Open 2021 lauk um helgina. Spilað var í góðu golfveðri í Þorlákshöfn. Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi. Eftir mótið, sem heppnaðist frábærlega, voru grillaðir hamborgarar í golfskálanum og skemmtu allir sér vel.

Efstu þrjú sætin í Fjölnir Open 2021 skipuðu eftirfarandi:
1. sæti Alexander Aron og Dagur Ingi Axelsson (70.000 kr. gjafabréf Örninn)
2. sæti Ragnar Sigurðsson og Stefán Andri Lárusson (40.000 kr. gjafabréf Örninn)
3. sæti Georg Fannar Þórðarson og Finnbogi Jensen (20.000 kr. gjafabréf Örninn)
Fjölnir Open farandsbikarinn verður settur í merkingu og komið til sigurvegara sem fá að halda bikarnum fram að næsta móti.
Þá voru gefin nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautirnar og dregið úr skorkortum.
Við þökkum öllum styrktaraðilum og velviljurum mótsins sem lögðu hönd á plóg.

Sérstakar þakkir til Golfklúbbs Þorlákshafnar fyrir frábæran völl og góðar móttökur.

Hlökkum strax til mótsins á næsta ári

#FélagiðOkkar


"Lestur er mikilvægur" - Ósk Hind

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Ósk Hind Ómarsdóttir í meistaraflokki kvenna í handbolta segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Sigurður Ari hvetur iðkendur til lesturs

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Sigurður Ari Stefánsson afreksmaður úr fimleikadeild segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Áfram lestur með Söru Montoro

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna í fótbolta segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Hilmir Rafn til Venezia FC

Knattspyrnudeild Fjölnis og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að Hilmir Rafn Mikaelsson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Venezia rétt á að kaupa leikmanninn. Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að koma okkar ungu og efnilegu leikmönnum til erlendra félaga.

Hilmir Rafn er 17 ára gamall framherji sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og var meðal annars hluti af hinum sterka 3. flokki sem urðu bikarmeistarar á síðasta ári og höfnuðu í 2. sæti í Íslandsmótinu. Hilmir vakti töluverða athygli á sér fyrr á þessu ári þegar hann hlaut eldskírn sína með meistaraflokki og hefur stimplað sig vel inn með 4 mörkum í 13 leikjum. Þar að auki skoraði hann 2 mörk í 2 leikjum með U19 landsliði Íslands fyrr í sumar.
Við óskum Hilmi alls hins best á Ítalíu.

#FélagiðOkkar


Karl Ísak hvetur iðkendur til að taka þátt

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Karl Ísak Birgisson leikmaður meistaraflokks karla í körfubolta ríður á vaðið og segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Umsjónaraðili íþróttaskólans

Fjölnir óskar eftir starfsfólki til að hafa umsjón með íþróttaskóla Fjölnis. Sjá auglýsingu


Skráningar haustönn

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á haustönn 2021 og árið 2021-2022 hjá deildum sem bjóða upp á árgjöld.

Allar skráningar eru gerðar rafrænt í Nóra skráningakerfi félagsins, https://fjolnir.felog.is/

Ef ykkur vantar aðstoð við skráningar eða hafið einhverjar spurningar endilega sendið póst á skrifstofa@fjolnir.is

Vinsamlegast athugið að vegna sumarleyfa starfsmanna getum við ekki lofað að svara öllum tölvupóstum samdægurs en við munum svara öllum póstum við fyrsta tækifæri.