MOMOLA ADESANMI MEÐ Í SUMAR
Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samið við bandaríska varnarmanninn Momola Adesanmi, eða Mo eins og hún er kölluð, út tímabilið 2022. Mo, sem er 23 ára, kemur til okkar frá hinum virta háskóla University of Missouri þar sem hún útskrifaðist fyrr á árinu. Hún er þekkt fyrir hraða sinn og styrk og mun nýtast liðinu mjög vel í baráttunni í Lengjudeildinni í sumar.
Knattspyrnudeild Fjölnis væntir mikils af samstarfinu og býður Mo hjartanlega velkomna í Grafarvoginn.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ
Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ voru í umsjón Fjölnis þetta árið. Spilaðir voru samtals 19 leikir sem allir fóru fram í Dalhúsum.
Úrslitaleikirnir eru hápunktur hvers tímabils þar sem iðkendur uppskera eftir veturinn. Keppt er til Íslandsmeistaratitils í 1. deildum 9.fl.dr. og st., 10.fl.dr. og st., drengjaflokki, stúlknaflokki og unglingaflokki. Einnig er keppt um meistaratitil í hverri deild (2. til 4. deild). Keppendur eru frá 15 ára aldri og upp úr.
Drengjaflokkur Fjölnis er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik en lokatölur voru 110-83. Karl Ísak Birgisson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum og 10 fráköstum.
Drengirnir okkar í 9. flokki eru Meistarar 4. deildar 🙌🙌💛 Þeir spiluðu úrslitaleik við Val. Leikur Fjölnis og Vals endaði 65-54 Fjölni í vil. Sindri Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins en hann var með 19 stig, 10 fráköst og 28 í framlag 💪🏀
Stelpurnar okkar í 9. flokki lutu í lægra haldi gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins 🏀 þær hafa því lokið keppni á þessu tímabili en þær enduðu deildarkeppnina í 3. sæti 1. deildar 🏀 Jafn og skemmtilegur leikur en skildi að rétt undir leikslok þannig að lokatölur voru 56:45 🏀 Stelpurnar okkar eiga góða framtíð fyrir sér í körfuboltanum og verður gaman að fylgjast áfram með þeim 💛
#FélagiðOkkar




Alda Ólafsdóttir með í sumar
Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2022. Alda, sem er fædd árið 1996, kemur til okkar að láni frá Aftueldingu þar sem hún hefur leikið síðustu ár. Áður var hún á mála hjá FH. Á síðasta tímabili var Alda frá vegna barneigna en sneri aftur á völlinn með Fjölni í vor.
Alda hefur leikið 126 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Þar að auki á hún sex yngri landsleiki, tvo með U18 og fjóra með U17. Það er mikið fagnaðrefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Fjölnishlaupið 2022
Æfingabúðir Listskautadeildar
Æfingabúðir Fjölnis 2022 / Fjölnir Summer Camp 2022
Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2022!
Æfingabúðirnar henta styttra komnum sem og lengra komnum iðkendum á keppnisstigi. Raðað verður í hópa eftir getu. Umsjón og skipulag sér Benjamin Naggiar yfirþjálfari deildarinnar um ásamt teymi sínu í samstarfi við Ilaria Nogaro og gestaþjálfara.
Um er að ræða heilsdagsprógram sem samanstendur af 3 æfingum á ís og 2 æfingum í dansi, styrk, þol. Einnig verður möguleiki á einkatímum til viðbótar. Aðalþjálfarar í búðunum munu tala ensku en einnig verða íslenskir þjálfarar.
Fjölnir would like to welcome you to our 2022 summer camp!
The camp is aimed to all levels from beginner to elite skaters. The Group division will be based on level. The camp is hosted by Fjölnir and organised and directed by our Head coach Benjamin Naggiar and his team with the participation of Ilaria Nogaro and Guest coaches.
The camp will consist in a full day program with 3 on ice sessions and 2 off ice sessions. The official language of the camp will be English but Icelandic speaking coaches will be present.
Óskar sæmdur gullmerki FRÍ
Frjálsíþróttahreyfingin kom saman á Selfossi um helgina þar sem FRÍ hélt sitt 63. ársþing. Á þinginu voru heiðraðir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir frjálsíþróttahreyfinguna undanfarin ár eða áratugi. Þrír einstaklingar frá Fjölni fengu heiðursviðurkenningu á þinginu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar var sæmdur gullmerki FRÍ fyrir sitt frábæra starf. Áður hafði hann verið sæmdur silfurmerki (2014) og bronsmerki (2008). Formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis, Þorgrímur H. Guðmundsson var sæmdur bronsmerki og Auður Ólafsdóttir ritari deildarinnar var einnig sæmd bronsmerki.
Mótaröðin á Akureyri
29/03/2022Fimleikar,Félagið okkar
Um helgina fór fram mótaröðin á Akureyri. Fjölnir sendi 1.flokk á mótið en á mótaröðinni gefst liðum tækifæri til að keppa með fleiri í hverri umferð. Félög geta sent keppendur úr 2.flokki og alveg upp í meistaraflokk.
Eftir langt og strangt ferðalag stóð 1.flokkur sig vel. Þær enduðu í 10 sæti þar sem gólfæfingar var þeirra besta áhald. Það voru mörg ný stökk á mótinu hjá liðinu enda kjörið tækifæri til að sýna það sem þær hafa æft í vetur.
Fimleikadeildin þakkar Fimak fyrir flott mót og frábæra gestrisni.
Bikarmót í þrepum
21/03/2022Fimleikar,Félagið okkar
Bikarmót í 1.-3.þrepi
Um helgina fór fram Bikarmót í þrepum, þetta mót er frábrugðið öðrum áhaldafimleikamótum þar sem keppt er í liðum.
Mótið var haldið í Ármanni og var keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.
Stúlkur úr Fjölni og fimleikadeild Keflavíkur mynduðu saman glæsilegt lið sem keppti í 2.þrepi og náðu þær öðru sæti á mótinu.
Virkilega skemmtilegt mót, til hamingju stelpur og þjálfarar.
Liðið mynduðu stelpurnar
Jóhanna Ýr, Keflavík
Íris Björk, Keflavík
Júlía Ísold, Fjölnir
Kolfinna Hermannsdóttir. Fjölnir