Óskar sæmdur gullmerki FRÍ
Frjálsíþróttahreyfingin kom saman á Selfossi um helgina þar sem FRÍ hélt sitt 63. ársþing. Á þinginu voru heiðraðir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir frjálsíþróttahreyfinguna undanfarin ár eða áratugi. Þrír einstaklingar frá Fjölni fengu heiðursviðurkenningu á þinginu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar var sæmdur gullmerki FRÍ fyrir sitt frábæra starf. Áður hafði hann verið sæmdur silfurmerki (2014) og bronsmerki (2008). Formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis, Þorgrímur H. Guðmundsson var sæmdur bronsmerki og Auður Ólafsdóttir ritari deildarinnar var einnig sæmd bronsmerki.
Mótaröðin á Akureyri
29/03/2022Fimleikar,Félagið okkar
Um helgina fór fram mótaröðin á Akureyri. Fjölnir sendi 1.flokk á mótið en á mótaröðinni gefst liðum tækifæri til að keppa með fleiri í hverri umferð. Félög geta sent keppendur úr 2.flokki og alveg upp í meistaraflokk.
Eftir langt og strangt ferðalag stóð 1.flokkur sig vel. Þær enduðu í 10 sæti þar sem gólfæfingar var þeirra besta áhald. Það voru mörg ný stökk á mótinu hjá liðinu enda kjörið tækifæri til að sýna það sem þær hafa æft í vetur.
Fimleikadeildin þakkar Fimak fyrir flott mót og frábæra gestrisni.
Bikarmót í þrepum
21/03/2022Fimleikar,Félagið okkar
Bikarmót í 1.-3.þrepi
Um helgina fór fram Bikarmót í þrepum, þetta mót er frábrugðið öðrum áhaldafimleikamótum þar sem keppt er í liðum.
Mótið var haldið í Ármanni og var keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.
Stúlkur úr Fjölni og fimleikadeild Keflavíkur mynduðu saman glæsilegt lið sem keppti í 2.þrepi og náðu þær öðru sæti á mótinu.
Virkilega skemmtilegt mót, til hamingju stelpur og þjálfarar.
Liðið mynduðu stelpurnar
Jóhanna Ýr, Keflavík
Íris Björk, Keflavík
Júlía Ísold, Fjölnir
Kolfinna Hermannsdóttir. Fjölnir
Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi
15/03/2022Fimleikar,Félagið okkar
Eftir langa bið þá var nú loksins komið að fyrsta móti vetrarins hjá okkar yngri iðkendum í hópfimleikum en líkt og hjá mörgum öðrum féll allt mótahald niður á haustönn. Nú var komið að Bikarmóti í hópfimleikum og stökkfimi. Gerpla sá um mótahaldið og voru mótin haldin í Digranesi síðustu helgi. Mótið var virkilega flott og eiga mótshaldarar mikið hrós skilið.
Bikarmót í Stökkfimi
Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Bikarmót í stökkfimi og varð annanð liðið Bikarmeistarar í 3.flokk, A-deild. Virkilega flottur árangur hjá öllum okkar iðkendum á þessum hluta.
Bikarmót í Hópfimleikum
Fjögur lið frá Fjölni voru svo skráð til leiks á Bikarmót í hópfimleikum allt frá 5.flokk – 3.flokk.
Liðin stóðu sig ótrúlega vel og ekki á þeim að sjá að það sé langt síðan þau hafi stigið síðast á keppnisgólfið. Svo má ekki gleyma að dömurnar í 5.flokk voru að keppa á sínu fyrsta hópfimleikamóti.
Tvö lið frá Fjölni enduðu á palli
4.flokkur A – 3.sæti
3.flokkur A – 3.sæti
Öll úrslit helgarinnar má skoða Hér
Happdrættisvinningar frá Þorrablóti
Góðan dag,
dregið hefur verið í Happdrættinu frá Þorrablótinu og má sjá vinningaskrá hér fyrir neðan:
Vinningaskrá | Vinningsnúmer |
Icelandair 25.000 kr gjafabréf | 2242 |
Icelandair 25.000 kr gjafabréf | 183 |
Northern Light Inn – gisting fyrir 2 í standard herbergi með morgunmat | 466 |
N1 – 10.000 kr gjafabréf | 140 |
N1 – 10.000 kr gjafabréf | 504 |
Aurora Floating – Flot fyrir 2 og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins | 1907 |
Vítamínpakki: C vítamín, Kalk-magn-zink, D3 vítamín, hárkúr, multi vít, omega 3, B-súper | 1249 |
Eldhestar – Reiðtúr 3C Hestar og heitir hverir fyrir tvo | 393 |
Apotek Restaurant – Afternoon tea fyrir 2 | 905 |
Fjallkonan/SætaSvínið/Tapas/Sushi/Apotek – 15.000 kr gjafabréf | 1257 |
Sæta Svínið 10.000 kr gjafabréf | 2 |
Fjallkonan 10.000 kr gjafabréf í Brunch | 1140 |
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags | 1145 |
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags | 197 |
Smáralind – 10.000 kr gjafabréf | 1170 |
Gjafapoki – Danól | 663 |
Gjafapoki – Danól | 2121 |
Dimmalimm snyrtistofa – ávaxtasýrumeðferð | 563 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 874 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 562 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 435 |
Gjafapoki – Innnes | 2439 |
Gjafapoki – Innnes | 187 |
Hagkaup – 10.000 kr | 711 |
Hagkaup – 10.000 kr | 606 |
Manhattan hárgreiðslustofa – hárvörur að verðmæti 15.000 kr | 177 |
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake | 512 |
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake | 1220 |
Bækur og Prosecco flaska (Bækur: Heima hjá lækninum í eldhúsinu, Bjór) | 1926 |
3 mánaða kort í Hreyfingu | 1153 |
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort | 700 |
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort | 762 |
Heyrnartól – Audio Technical | 1039 |
Ferðatöskusett frá Cerruti 1881 | 648 |
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 1187 |
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 1940 |
4 bíómiðar í Sambíóin | 924 |
4 bíómiðar í Sambíóin | 1105 |
2 bíómiðar í Sambíóin | 1882 |
Snyrtistofa Grafarvogs – Andlitsmeðferð | 144 |
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo | 427 |
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo | 981 |
66 norður – bakpoki og húfa | 213 |
Vinninga skal vitja fyrir 13. apríl 2022.
Aðalfundur Fjölnis - Fundarboð
Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 15. mars kl. 17:30. Fundurinn verður í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.
Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 10. mars.
Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 10. mars.
Dagskrá aðalfundar verður:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál
8. grein
Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:
- a) kosning formanns til eins árs,
- b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,
- c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.
Varamenn taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Bjóði meðstjórnandi sig fram til formanns áður en kjörtímabili hans líkur, tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.
Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.
Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.
Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.
Stórglæsilegur árangur Fjölnis á Stockholm Trophy
Nítján skautarar úr listskautadeild Fjölnis héldu til Stokkhólms í vikunni til að taka þátt á skautamótinu Stockholm Trophy sem fram fór í Nacka Ishall í Stokkhólmi. Alls voru 223 keppendur frá fimm löndum skráðir á mótið. Keppt var í 19 flokkum og átti Fjölnir fulltrúa í 8 keppnisflokkum. Með þeim í för voru þjálfararnir Benjamin og Helga Karen ásamt fararstjórum og foreldrum.
Keppnin hófst á fimmtudag, en þá keppti meirihluti Fjölnisstúlkna. Í flokki Springs C voru alls 12 keppendur og áttum við sex fulltrúa, það voru: Arna Dís Gísladóttir, Elisabeth Rós Giraldo Ægisdóttir, Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir, Sóley Björt Heimisdóttir og Una Lind Otterstedt. Þar mátti sjá bætingu hjá þeim öllum frá seinasta móti. Arna Dís endaði í 2. sæti og Perla Gabriela í 3. sæti.
Í flokki Debs C voru alls 10 keppendur og áttum við fjóra fulltrúa, Edil Mari Campos Tulagan, Lilju Harðardóttur, Liva Lapa og Selmu Kristínu S. Blandon. Þær áttu einnig góðan dag og koma heim reynslunni ríkari.
Í flokki Novice C voru 5 keppendur og áttum við þar þrjá fulltrúa, það voru: Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, Íris María Ragnarsdóttir og Ísabella Jóna Sigurðardóttir. Þær áttu allar góðan dag og bættu sig frá seinasta móti og enduðu á að taka öll sætin á verðlaunapallinum. Íris María var í 1. sæti, Ásta Lovísa í 2. sæti og Ísabella Jóna í 3. sæti.
Í flokki Junior C voru alls þrír keppendur en þar kepptu Rakel Sara Kristinsdóttir og Andrea Marín Einarsdóttir sem áttu stórgóðan dag. Rakel Sara tók 1. sætið í flokknum og Andrea Marín 2. sætið.
Á föstudeginum áttum við þrjá keppendur í þremur flokkum. Elín Katla Sveinbjörnsdóttir keppti í flokki Springs B en þar voru 27 keppendur. Elínu gekk vel og bætti sig frá seinasta móti og endaði í 13. sæti með 22,27 stig. Berglind Inga Benediktsdóttir keppti í flokki Debs B en þar voru 20 keppendur. Berglind átti mjög góðan dag og skautaði gott prógram sem skilaði henni 1. sæti í sínum flokki með 38,23 stig. Tanja Rut Guðmundsdóttir keppti í flokki Junior B en þar voru 14 keppendur. Tanja skautaði vel sem skilaði henni 5. sætinu með 31,80 stig.
Á laugardegi áttum við aðeins einn keppanda, Elvu Ísey Hlynsdóttur sem keppti í Advanced Novice stuttu prógrami, en þar voru 25 keppendur. Þetta er annað mót Elvu í flokki Advanced Novice. Elva átti góðan dag og sat í 19. sæti með 22,49 stig eftir stutta prógramið. Á sunnudeginum keppti Elva í frjálsu prógrami og átti einnig góðan dag en fyrir frjálsa prógramið fékk hún 36,83 stig og endaði í 21. sæti með samanlagt 59,32 stig fyrir bæði prógröm. Elva gerði nýtt persónulegt stigamet í báðum prógrömum en hún bætti sig um rúm 11 stig í heildareinkunn.
Þetta er frábær árangur hjá okkar iðkendum og erum við afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu. Við óskum keppendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Við búum yfir efnilegum skauturum sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni!
Berglind Inga Benediktsdóttir í 1. sæti

Arna Dís Gísladóttir í 2. sæti og Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir í 3. sæti

Íris María Ragnarsdóttir í 1. sæti, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir í 2. sæti og Ísabella Jóna Sigurðardóttir í 3. sæti

Rakel Sara Kristinsdóttir í 1. sæti og Andrea Marín Einarsdóttir í 2. sæti

Fjölnishópurinn

Klappliðið
