Glæsilegt Bikarmót í hópfimleikum í Dalhúsum
28/02/2022Fimleikar,Félagið okkar
Helgina 26. – 27. febrúar fór fram Bikarmót í hópfimleikum, keppt var í efri flokkum og meistaraflokki. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í glæsilegri umgjörð og mikilli stemmingu. Þetta var fysta fimleikamótið í um tvö ár þar sem ekki hafa verið einhvernskonar samkomutakmarkanir og voru þjálfarar, dómarar og áhorfendur alveg í skýjunum með grímulaust líf. Fjölnir átti 3 lið á mótinu og stóðu þau sig öll frábærlega. Liðið okkar í 1. flokki var örstutt frá því að tryggja sér keppnisrétt á Norðurlandamóti unglinga. En liðið er ungt og efnilegt og verður gaman að fylgjast með þeim vaxa. Á sunnudeginum var svo bein útsending á RÚV frá keppni í meistaraflokkum. En þar bar hæst sigur Stjörnunnar í kvennaflokki.
Metsöfnun og seinkun á afhendingu í fjáröflun
Góðan daginn,
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að seinka afhendingu á vörum til fimmtudagsins 10. mars milli kl. 16 og 18 við austurenda Fjölnishallar (parketsalurinn í Egilshöll).
Við biðjumst velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem mögulega verða til.
Það er þó ánægjulegt að segja frá því að um 180 iðkendur seldu fyrir metfjárhæð eða rúmar 12 milljónir.
Pappírslaust er á landinu og þar á bæ hafa þau ekki séð eins flottar tölur í 7 ár.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar

Þrír drengir frá Fjölni í úrvalshóp unglinga
Landsliðsþjálfari unglinga í áhaldafimleikum, Róbert Kristmannsson, hefur tilnefnt 13 drengi til þátttöku í Úrvalshópi drengja keppnisárið 2022.
Í ár eru þrír drengir frá Fjölni í hópnum og erum við einstaklega stolt af okkar stráknum. Til hamingju strákar og Zoltán.
- Davíð Goði Jóhannsson
- Elio Mar Rebora
- Sigurður Ari Stefánsson
Aðalfundir deilda
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.
Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.
Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.
Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.
Tímasetning funda er eftirfarandi:
· Knattspyrna: 2. febrúar kl. 18:00-19:15
· Tennis: 3. febrúar kl. 19:45-20:45 í Tennishöllinni í Kópavogi
· Fimleikar: 7. febrúar kl. 18:00-19:00
· Frjálsar: 7. febrúar kl. 20:00-21:00
· Sund: 8. febrúar kl. 20:00-21:00
· Listskautar: 9. febrúar kl. 18:00-19:00
· Skák: 9. febrúar kl. 20:00-21:00
· Íshokkí: 10. febrúar kl. 18:00-19:00
· Karate: 16. febrúar kl. 20:00-21:00
· Körfubolti: 23. febrúar kl. 17:30-18:30
· Handbolti: 28. febrúar kl. 18:00-19:00
Boðað er til framhalds aðalfundar hjá eftirfarandi deildum þar sem dagskrá er kjör formanns:
- Sund: 22. febrúar kl. 19:30
- Frjálsar: 22. febrúar kl. 20:00
Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?
Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.
Helstu verkefni stjórna eru:
- Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
- Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
- Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
- Uppsetning æfingagjalda
- Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
- Sækja um styrki fyrir deildina
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
- Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.
Gjaldkeri
Gjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.
Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.
Skrifstofa Fjölnis sér um:
- Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
- Allar fjárreiður
- Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í Nóra
- Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
- Skráningar og aðstoð við skráningar
- Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
- Yfirferð og afstemming á bókhaldi
- Búningasamninga
- Samskipti í erfiðum málum
Keppnistímabilið er hafið
Um helgina fóru fram fyrstu fimleikamót ársins 2022.
Í Laugardalnum í fimleikasal Ármanns fór fram Þrepamót 2 í áhaldafimleikum. Mótið gekk vel og iðkendur spenntir að sýna sínar æfingar.
Það var líka mikið fjör á Akranesi því þar fór fram Haustmót í Stökkfimi og GK mót í hópfimleikum. Það var mikil spenna í loftinu en engin mót voru haldin á haustönn 2021. Mótið var glæsilegt og stóðu lið Fjölnis sig frábærlega.
Keppendur Fjölnis á RIG
Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikana fer fram sunnudaginn 6. febrúar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þar mun keppa fremsta íþróttafólk landsins í hinum ýmsu greinum. Þeir keppendur sem var boðin þátttaka á mótinu frá Fjölni eru eftirfarandi:
Guðmundur Ágúst Thoroddsen 200m
Bjarni Anton Theódórsson 400m
Kjartan Óli Ágústsson 800m
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 400m
Guðný Lára Bjarnadóttir 800m
Helga Þóra Sigurjónsdóttir Hástökk
Við erum einnig með keppanda í undir 16 ára hlutanum af mótinu:
Pétur Óli Ágústsson 60m og 600m
Spennandi verður að sjá hvernig þessu duglega íþróttafólki mun ganga á mótinu. Keppnin hefst kl 12:50 og verður sýnt á RÚV kl 16-18 á sunnudaginn.
Ungmennaráð Fjölnis
Ungmennaráð Fjölnis er nýr hópur sem skipaður verður fulltrúum á aldrinum 15-25 ára. Markmið ungmennaráðsins eru að efla starfsemi félagsins enn frekar og virkja þátttöku frá unglingsaldri í félagsstarfi. Starfsemi ungmennaráðsins veitir ungmennum félagsins tækifæri á að láta í sér heyra og koma fram þeim þörfum og væntingum sem ungt fólk hefur. Ekki er gerð krafa um að meðlimir séu iðkendur félagsins, en kostur ef þeir þekkja til félagsins.
Hvað felst í því að vera meðlimur ungmennaráðsins?
- Mæta á reglulega fundi
- Taka þátt í að byggja upp öflugt félagsstarf ungmenna
- Koma fram sínum hugmyndum um málefni ungmenna
- Auka tengsl félagsins við ungmenni
Smelltu hér til að sækja um!
Umsóknarfrestur er til 6. febrúar
Júlíus og Theodór framlengja
Það er Knattspyrnudeild Fjölnis mikil ánægja að tilkynna að meistaraflokksþjálfarar kvenna, þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Theodór Sveinjónsson, hafa framlengt samningum sínum við félagið.
Þeir Júlli og Teddi, eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, tóku við meistaraflokki kvenna fyrir síðasta tímabil þar sem þeim tókst að fara með liðið upp úr 2. deildinni á fyrsta tímabili.
Júlli er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til kvennaboltans en hann gegndi starfi aðalþjálfara meistaraflokks kvenna Aftureldingar frá árinu 2015-2020 þar sem hann stýrði liðinu meðal annars upp úr 2. deild árið 2017. Að auki hefur hann sinnt þjálfun hjá Gróttu í tæp 20 ár við góðan orðstír þar sem hann stýrði meðal annars meistaraflokki karla en hann var einnig sigursæll þjálfari þau 10 ár sem hann var við störf hjá Breiðablik. Júlli hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu.
Tedda þekkjum við Fjölnismenn vel þar sem hann stýrði nokkrum yngri flokkum félagsins hér á árum áður og meistaraflokki kvenna í Landsbankadeildinni árið 2008. Fyrir endurkomuna í Grafarvoginn hafði Teddi þjálfað yngri flokka Víkings með góðum árangri og var jafnframt í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna Víkings. Áður var hann þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, Þrótti og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals sem varð Íslandsmeistari á árunum 2006 og 2007. Teddi hefur einnig lokið UEFA-A þjálfaragráðu.
Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við þá félaga og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabilum.

Getraunakaffi Fjölnis hefst á laugardaginn
13/01/2022KnattspyrnaFjölnir,Knattspyrna,Getraunir,Kaffi,Grafarvogur,KVK,KK,Egilshöll
Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 15. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 19. mars. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.
Þetta er nýr 10 vikna hópleikur þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.
ATH – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog
Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir! #FélagiðOkkar

Námskeið í boði fyrir unglinga og fullorðna
Nú er starfið að fara af stað aftur á vorönn og má hér fyrir neðan sjá úrval námskeiða og æfinga sem eru í boði fyrir unglinga og fullorðna.
Námskeiðin henta vel fyrir byrjendur í greininni sem og þá sem hafa einhverja reynslu eða jafnvel lengra komna. Við bjóðum alla áhugasama velkomna til okkar í starfið.
Skráning á öll námskeið fer fram á fjolnir.felog.is
Hægt er að nýta frístundastyrk fyrir unglinga upp að 18 ára aldri fyrir æfingagjöldum. Einnig bendum við á að þeir sem greiða í stéttarfélög geta sótt um íþróttastyrk hjá sínu stéttarfélagi.
Fullorðinsfimleikar
Boðið er upp á fimleikanámskeið fyrir 18 ára og eldri. Lögð áhersla á góðar þrek- og teygjuæfingar og svo þær fimleikaæfingar sem henta getu hvers og eins. Reynsla af fimleikum er ekki skilyrði fyrir þátttöku heldur reynum við að koma til móts við þarfir hvers og eins. Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja sig og liðka og hafa gaman af í leiðinni.
Æfingar eru tvisvar í viku og er notast við 10 skipta klippikort sem má nota þegar hentar. 10 skipta klippikort kostar 17.000 kr.
Mánudagur 19:30-21:00
Miðvikudagur 19:30-21:00

Frjálsíþróttaæfingar fyrir unglinga
Boðið er upp frjálsíþróttaæfingar fyrir unglinga þar sem hægt er að velja um að æfa 1-2x í viku eða oftar. Æfingar fara fram í Laugardalshöll og Fjölnishellinum í Egilshöll. Æfingatöfluna má finna á heimasíðu Fjölnis undir Frjálsíþróttadeild.
Frjálsíþróttaæfingar fyrir fullorðna – Gullmolar
Gullmolar er hópur fyrir 25 ára og eldri sem æfa frjálsar undir stjórn Óskars Hlynssonar, yfirþjálfara deildarinnar. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30-20:00 og á laugardögum kl 10-12. Allar æfingar eru í Laugardalshöll á veturna. Vorönn Gullmola kostar 20.000
Hlaupahópur
Hlaupahópurinn er fyrir 16 ára og eldri og tekur vel á móti nýjum skokkurum í hópinn. Skokkað er fjórum sinnum í viku.
Mánudagar og Miðvikudagar kl. 17:30-19:00 / Egilshöll – lagt af stað frá austurenda (Fjölnishellinum)
Fimmtudagar kl. 17:15-19:00 Laugardalshöll (á veturna)
Laugardagar kl. 09:30 Gullinbrú (tækin)
Vorönn í hlaupahópnum kostar 10.000 kr og er árgjaldið 25.000.

Handboltastarf unglinga
Í boði eru handboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 18 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á mótum. Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Handbolti.

Hokkískóli Fullorðinna
Hokkískóli Fullorðna er fyrir alla sem langar að byrja að æfa íshokkí á aldrinum 18 ára og eldri. Engin krafa er gerð um að kunna að skauta og er hægt að fá allan búnað lánaðan hjá félaginu. Mælum með að iðkendur mæti ca. 20 mínútum fyrir æfingu til að finna búnað og klæða sig. Gott er að vera í íþróttafötum undir íshokkígallanum.
Æfingar eru 2x í viku, miðvikudaga kl. 21:55 – 22:55 og sunnudaga kl. 19:55 – 20:50.

Karate fyrir unglinga
Byrjendanámskeið í karate fyrir unglinga upp að 16 ára aldri (10. bekkur) þar sem kennd eru undirstöðuatriði í karate.
Æfingar eru tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:45-18:30.

Knattspyrnustarf fyrir unglinga
Í boði eru fótboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 19 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á Reykjavíkurmóti og Íslandsmóti. Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Knattspyrna.

Körfubolti fyrir unglinga
Í boði eru körfuboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 19 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á mótum.Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Körfubolti.
Oldboys í körfubolta
Oldboys er hópur fullorðinna sem kemur saman til körfuboltaæfinga tvisvar í viku. Æfingar eru á mánudögum kl. 21:00-22:30 í Rimaskóla og kl. 20:30-22:00 í Fjölnishöll. Nánari upplýsingar um Oldboys hópinn má finna hér.

Listskautaæfingar fyrir unglinga og fullorðna
Æfingar fyrir unglinga og fullorðna henta fyrir byrjendur og þá sem hafa grunnfærni í íþróttinni. Hópnum er skipt upp í tvennt á æfingum. Kennd eru undirstöðuatriði og einfaldar æfingar, snúningar og hopp. Æfingar eru tvisvar í viku, í boði er að kaupa klippikort fyrir þá sem vilja ekki æfa báða daga. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum og laugardögum. Nánari upplýsingar um æfingatíma og verð má sjá undir Listskautar á heimasíðunni.

Sundæfingar fyrir fullorðna
Garpar eru fullorðins æfingar 1-2 x í viku þar sem áhersla er lögð á allar tegundir sunds. Æft er í Grafarvogslaug á Mánudögum og miðvikudögum kl. 19:30-20:30 og kostar vornámskeiðið 25.000 kr.

Skákæfingar unglinga
Skákæfingar fyrir unglinga upp að 16 ára aldri (10. bekkur). Æfingarnar eru ætlaðar krökkum sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Æfingarnar fara fram í tómstundasal Rimaskóla og það er gengið inn um íþróttahús.
Æfingar eru á fimmtudögum kl. 16:30-18:00. Ekkert kostar að æfa skák hjá Fjölni.

Tennisæfingar fyrir unglinga og fullorðna
Tennisdeild Fjölnis býður upp á tennisæfingar fyrir byrjendur á fimmtudögum kl. 17:30 í Tennishöllinni í Kópavoginum. Hægt er að fá búnað lánaðan á staðnum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Carolu yfirþjálfara.

Þríþraut
Nýjasta deild félagsins er þríþrautardeild. Í félagsaðild felst keppnisréttur undir merkjum Fjölnis og almenn félagsaðild. Ekki er gerð krafa um að æfa með félaginu. Í boði eru sundæfingar með Garpahóp sunddeildar Fjölnis og hlaupahópi Fjölnis. Nánar um þríþrautardeildina má lesa hér.

Korpúlfar – leikfimi eldri borgara
Korpúlfar bjóða upp á leikfimi alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11 í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll. Eftir leikfimina er boðið upp á kaffi í félagsaðstöðu Fjölnis. Um leikfimina sér Margrét Eiríksdóttir. Leikfimin er öllum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá sig hjá Korpúlfunum með því að senda póst til Birnu umsjónarkonu.
