Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi
15/03/2022Fimleikar,Félagið okkar
Eftir langa bið þá var nú loksins komið að fyrsta móti vetrarins hjá okkar yngri iðkendum í hópfimleikum en líkt og hjá mörgum öðrum féll allt mótahald niður á haustönn. Nú var komið að Bikarmóti í hópfimleikum og stökkfimi. Gerpla sá um mótahaldið og voru mótin haldin í Digranesi síðustu helgi. Mótið var virkilega flott og eiga mótshaldarar mikið hrós skilið.
Bikarmót í Stökkfimi
Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Bikarmót í stökkfimi og varð annanð liðið Bikarmeistarar í 3.flokk, A-deild. Virkilega flottur árangur hjá öllum okkar iðkendum á þessum hluta.
Bikarmót í Hópfimleikum
Fjögur lið frá Fjölni voru svo skráð til leiks á Bikarmót í hópfimleikum allt frá 5.flokk – 3.flokk.
Liðin stóðu sig ótrúlega vel og ekki á þeim að sjá að það sé langt síðan þau hafi stigið síðast á keppnisgólfið. Svo má ekki gleyma að dömurnar í 5.flokk voru að keppa á sínu fyrsta hópfimleikamóti.
Tvö lið frá Fjölni enduðu á palli
4.flokkur A – 3.sæti
3.flokkur A – 3.sæti
Öll úrslit helgarinnar má skoða Hér
Happdrættisvinningar frá Þorrablóti
Góðan dag,
dregið hefur verið í Happdrættinu frá Þorrablótinu og má sjá vinningaskrá hér fyrir neðan:
Vinningaskrá | Vinningsnúmer |
Icelandair 25.000 kr gjafabréf | 2242 |
Icelandair 25.000 kr gjafabréf | 183 |
Northern Light Inn – gisting fyrir 2 í standard herbergi með morgunmat | 466 |
N1 – 10.000 kr gjafabréf | 140 |
N1 – 10.000 kr gjafabréf | 504 |
Aurora Floating – Flot fyrir 2 og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins | 1907 |
Vítamínpakki: C vítamín, Kalk-magn-zink, D3 vítamín, hárkúr, multi vít, omega 3, B-súper | 1249 |
Eldhestar – Reiðtúr 3C Hestar og heitir hverir fyrir tvo | 393 |
Apotek Restaurant – Afternoon tea fyrir 2 | 905 |
Fjallkonan/SætaSvínið/Tapas/Sushi/Apotek – 15.000 kr gjafabréf | 1257 |
Sæta Svínið 10.000 kr gjafabréf | 2 |
Fjallkonan 10.000 kr gjafabréf í Brunch | 1140 |
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags | 1145 |
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags | 197 |
Smáralind – 10.000 kr gjafabréf | 1170 |
Gjafapoki – Danól | 663 |
Gjafapoki – Danól | 2121 |
Dimmalimm snyrtistofa – ávaxtasýrumeðferð | 563 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 874 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 562 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 435 |
Gjafapoki – Innnes | 2439 |
Gjafapoki – Innnes | 187 |
Hagkaup – 10.000 kr | 711 |
Hagkaup – 10.000 kr | 606 |
Manhattan hárgreiðslustofa – hárvörur að verðmæti 15.000 kr | 177 |
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake | 512 |
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake | 1220 |
Bækur og Prosecco flaska (Bækur: Heima hjá lækninum í eldhúsinu, Bjór) | 1926 |
3 mánaða kort í Hreyfingu | 1153 |
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort | 700 |
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort | 762 |
Heyrnartól – Audio Technical | 1039 |
Ferðatöskusett frá Cerruti 1881 | 648 |
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 1187 |
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 1940 |
4 bíómiðar í Sambíóin | 924 |
4 bíómiðar í Sambíóin | 1105 |
2 bíómiðar í Sambíóin | 1882 |
Snyrtistofa Grafarvogs – Andlitsmeðferð | 144 |
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo | 427 |
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo | 981 |
66 norður – bakpoki og húfa | 213 |
Vinninga skal vitja fyrir 13. apríl 2022.
Aðalfundur Fjölnis - Fundarboð
Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 15. mars kl. 17:30. Fundurinn verður í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.
Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 10. mars.
Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 10. mars.
Dagskrá aðalfundar verður:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál
8. grein
Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:
- a) kosning formanns til eins árs,
- b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,
- c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.
Varamenn taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Bjóði meðstjórnandi sig fram til formanns áður en kjörtímabili hans líkur, tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.
Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.
Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.
Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.
Stórglæsilegur árangur Fjölnis á Stockholm Trophy
Nítján skautarar úr listskautadeild Fjölnis héldu til Stokkhólms í vikunni til að taka þátt á skautamótinu Stockholm Trophy sem fram fór í Nacka Ishall í Stokkhólmi. Alls voru 223 keppendur frá fimm löndum skráðir á mótið. Keppt var í 19 flokkum og átti Fjölnir fulltrúa í 8 keppnisflokkum. Með þeim í för voru þjálfararnir Benjamin og Helga Karen ásamt fararstjórum og foreldrum.
Keppnin hófst á fimmtudag, en þá keppti meirihluti Fjölnisstúlkna. Í flokki Springs C voru alls 12 keppendur og áttum við sex fulltrúa, það voru: Arna Dís Gísladóttir, Elisabeth Rós Giraldo Ægisdóttir, Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir, Sóley Björt Heimisdóttir og Una Lind Otterstedt. Þar mátti sjá bætingu hjá þeim öllum frá seinasta móti. Arna Dís endaði í 2. sæti og Perla Gabriela í 3. sæti.
Í flokki Debs C voru alls 10 keppendur og áttum við fjóra fulltrúa, Edil Mari Campos Tulagan, Lilju Harðardóttur, Liva Lapa og Selmu Kristínu S. Blandon. Þær áttu einnig góðan dag og koma heim reynslunni ríkari.
Í flokki Novice C voru 5 keppendur og áttum við þar þrjá fulltrúa, það voru: Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, Íris María Ragnarsdóttir og Ísabella Jóna Sigurðardóttir. Þær áttu allar góðan dag og bættu sig frá seinasta móti og enduðu á að taka öll sætin á verðlaunapallinum. Íris María var í 1. sæti, Ásta Lovísa í 2. sæti og Ísabella Jóna í 3. sæti.
Í flokki Junior C voru alls þrír keppendur en þar kepptu Rakel Sara Kristinsdóttir og Andrea Marín Einarsdóttir sem áttu stórgóðan dag. Rakel Sara tók 1. sætið í flokknum og Andrea Marín 2. sætið.
Á föstudeginum áttum við þrjá keppendur í þremur flokkum. Elín Katla Sveinbjörnsdóttir keppti í flokki Springs B en þar voru 27 keppendur. Elínu gekk vel og bætti sig frá seinasta móti og endaði í 13. sæti með 22,27 stig. Berglind Inga Benediktsdóttir keppti í flokki Debs B en þar voru 20 keppendur. Berglind átti mjög góðan dag og skautaði gott prógram sem skilaði henni 1. sæti í sínum flokki með 38,23 stig. Tanja Rut Guðmundsdóttir keppti í flokki Junior B en þar voru 14 keppendur. Tanja skautaði vel sem skilaði henni 5. sætinu með 31,80 stig.
Á laugardegi áttum við aðeins einn keppanda, Elvu Ísey Hlynsdóttur sem keppti í Advanced Novice stuttu prógrami, en þar voru 25 keppendur. Þetta er annað mót Elvu í flokki Advanced Novice. Elva átti góðan dag og sat í 19. sæti með 22,49 stig eftir stutta prógramið. Á sunnudeginum keppti Elva í frjálsu prógrami og átti einnig góðan dag en fyrir frjálsa prógramið fékk hún 36,83 stig og endaði í 21. sæti með samanlagt 59,32 stig fyrir bæði prógröm. Elva gerði nýtt persónulegt stigamet í báðum prógrömum en hún bætti sig um rúm 11 stig í heildareinkunn.
Þetta er frábær árangur hjá okkar iðkendum og erum við afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu. Við óskum keppendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Við búum yfir efnilegum skauturum sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni!
Berglind Inga Benediktsdóttir í 1. sæti

Arna Dís Gísladóttir í 2. sæti og Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir í 3. sæti

Íris María Ragnarsdóttir í 1. sæti, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir í 2. sæti og Ísabella Jóna Sigurðardóttir í 3. sæti

Rakel Sara Kristinsdóttir í 1. sæti og Andrea Marín Einarsdóttir í 2. sæti

Fjölnishópurinn

Klappliðið

Glæsilegt Bikarmót í hópfimleikum í Dalhúsum
28/02/2022Fimleikar,Félagið okkar
Helgina 26. – 27. febrúar fór fram Bikarmót í hópfimleikum, keppt var í efri flokkum og meistaraflokki. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í glæsilegri umgjörð og mikilli stemmingu. Þetta var fysta fimleikamótið í um tvö ár þar sem ekki hafa verið einhvernskonar samkomutakmarkanir og voru þjálfarar, dómarar og áhorfendur alveg í skýjunum með grímulaust líf. Fjölnir átti 3 lið á mótinu og stóðu þau sig öll frábærlega. Liðið okkar í 1. flokki var örstutt frá því að tryggja sér keppnisrétt á Norðurlandamóti unglinga. En liðið er ungt og efnilegt og verður gaman að fylgjast með þeim vaxa. Á sunnudeginum var svo bein útsending á RÚV frá keppni í meistaraflokkum. En þar bar hæst sigur Stjörnunnar í kvennaflokki.
Metsöfnun og seinkun á afhendingu í fjáröflun
Góðan daginn,
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að seinka afhendingu á vörum til fimmtudagsins 10. mars milli kl. 16 og 18 við austurenda Fjölnishallar (parketsalurinn í Egilshöll).
Við biðjumst velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem mögulega verða til.
Það er þó ánægjulegt að segja frá því að um 180 iðkendur seldu fyrir metfjárhæð eða rúmar 12 milljónir.
Pappírslaust er á landinu og þar á bæ hafa þau ekki séð eins flottar tölur í 7 ár.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar

Þrír drengir frá Fjölni í úrvalshóp unglinga
Landsliðsþjálfari unglinga í áhaldafimleikum, Róbert Kristmannsson, hefur tilnefnt 13 drengi til þátttöku í Úrvalshópi drengja keppnisárið 2022.
Í ár eru þrír drengir frá Fjölni í hópnum og erum við einstaklega stolt af okkar stráknum. Til hamingju strákar og Zoltán.
- Davíð Goði Jóhannsson
- Elio Mar Rebora
- Sigurður Ari Stefánsson
Aðalfundir deilda
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.
Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.
Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.
Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.
Tímasetning funda er eftirfarandi:
· Knattspyrna: 2. febrúar kl. 18:00-19:15
· Tennis: 3. febrúar kl. 19:45-20:45 í Tennishöllinni í Kópavogi
· Fimleikar: 7. febrúar kl. 18:00-19:00
· Frjálsar: 7. febrúar kl. 20:00-21:00
· Sund: 8. febrúar kl. 20:00-21:00
· Listskautar: 9. febrúar kl. 18:00-19:00
· Skák: 9. febrúar kl. 20:00-21:00
· Íshokkí: 10. febrúar kl. 18:00-19:00
· Karate: 16. febrúar kl. 20:00-21:00
· Körfubolti: 23. febrúar kl. 17:30-18:30
· Handbolti: 28. febrúar kl. 18:00-19:00
Boðað er til framhalds aðalfundar hjá eftirfarandi deildum þar sem dagskrá er kjör formanns:
- Sund: 22. febrúar kl. 19:30
- Frjálsar: 22. febrúar kl. 20:00
Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?
Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.
Helstu verkefni stjórna eru:
- Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
- Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
- Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
- Uppsetning æfingagjalda
- Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
- Sækja um styrki fyrir deildina
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
- Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.
Gjaldkeri
Gjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.
Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.
Skrifstofa Fjölnis sér um:
- Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
- Allar fjárreiður
- Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í Nóra
- Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
- Skráningar og aðstoð við skráningar
- Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
- Yfirferð og afstemming á bókhaldi
- Búningasamninga
- Samskipti í erfiðum málum