Fjölnir Open 2021

Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 21. ágúst n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn fjórða árið í röð.

Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.

Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:
Texas scramble - verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Teiggjöf - fyrir alla.
Dregið úr skorkortum.

Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Dæmi: Ef aðili er ekki með forgjöf þá er skráð 24 í karlaflokki en 28 í kvennaflokki.
Verðlaunaafhending fer fram að móti loknu í golfskálanum.

Þátttökugjald:
6.990.- með grilluðum hamborgara og drykk.

Venjan er að skrá heillt holl í einu en einnig er í boði að skrá stök sæti og þá er viðkomandi paraður með öðrum spilara.

Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið leifur33@gmail.com

Rita skal ,,Fjölnir Open 2021” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt símanúmeri og netfangi. Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl.

Sjá hér Facebook event: https://www.facebook.com/events/229548645653394
Mótið er öllum opið og við lofum góðri skemmtun og blíðskaparveðri.

Takið daginn frá!

#FélagiðOkkar


Sundnámskeið í júlí

Næsta námskeið hefst 12. júlí.

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug fyrir börn 4 – 10 ára. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Vekjum athygli á að: Börnum á aldrinum 7-10 ára er boðið að koma og taka þátt með þeim formerkjum að hægt er að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.


Júlía Sylvía valin í landsliðsverkefni

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix mótaröðinni í ár. Hún mun keppa í Ljubljana í Slóveníu 22. – 25. september næstkomandi.

Mótaröðin samanstendur af sjö mótum og einu úrslitamóti. Á mótaröðinni keppa skautarar í junior flokki sem eru á hraðri uppleið í skautaheiminum og gefur skauturum sem eru á aldrinum 13 til 19 ára tækifæri til þess að keppa á háu getustigi alþjóðlega.

Júlía er 16 ára og hefur æft hjá félaginu frá unga aldri. Hún hefur átt gott tímabil í ár og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með henni í vetur. Félagið er mjög stolt af því að eiga fulltrúa á sterku móti eins og JGP. Við óskum Júlíu góðs gengis með undirbúning og þátttöku á mótinu.


Nýir leikmenn og þjálfarar í handknattleiksdeild

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við IH styrk ehf. sem samanstendur af þeim Hinriki Val og Inga Rafni til að sjá um styrktarþjálfun hjá handknattleiksdeildinni. Við munum bjóða uppá sérhæfða styrktarþjálfun frá 5.fl. upp í 3.fl. næsta vetur undir handleiðslu þeirra. Einnig hefur handknattleiksdeild Fjölnis samið við þá um að sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna. Styrktarþjálfun í handbolta er mikilvæg forvörn fyrir meiðsli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að iðkendur okkar fái sem besta styrktarþjálfun. Við teljum þetta samstarf muni einnig hjálpa okkar iðkendum í framtíðinni til að ná árangri í handboltanum og að læra inn á mikilvægi styrktarþjálfunar almennt.

 

Við hlökkum til þessa aukna samstarfs næsta tímabil og væntum mikils af þeim.“

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Hörpu Elínu Haraldsdóttur um að leika með meistaraflokki Fjölnis/Fylkis næstu árin. Harpa kemur til okkar frá Fram en hún er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður á vellinum en þó aðallega sem skytta og miðja. Við erum verulega ánægð að fá hana til liðs við okkur og okkar unga meistaraflokk.

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Leif Óskarsson sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis/Fylkis ásamt þriðjaflokk kvenna. Leifur kemur til okkar frá HK en þar þjálfaði hann ungmennalið HK ásamt 3.flokk kvenna. Við bindum miklar vonir við Leif en hann mun mynda flott þjálfarateymi með Gunnari, aðalþjálfara meistaraflokk kvenna.


Sumarnámskeið 2021

Sumarnámskeið 2021

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Úrvalið hefur aldrei verið jafn glæsilegt og til viðbótar við stök námskeið bjóðum við upp á heildræna dagskrá yfir allan daginn í Fjölni. Þar gefst forráðamönnum barna fædd 2011-2014 (árgangur 2015 bætist við í ágúst) tækifæri á að setja saman skemmtilega dagskrá yfir allan daginn með vali um heita máltíð. Við hlökkum til að sjá barnið þitt á námskeiðum hjá okkur í allt sumar.

Skráningar á námskeiðin fer fram í vefsölunni okkar – smelltu HÉR!

Upplýsingar um öll námskeið – smelltu HÉR!

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn þinn. Börn fædd 2011-2014
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2011-2015
  • Handboltanámskeið
  • Sundnámskeið
  • Tennisæfingar
  • Listskautabúðir
  • Íshokkínámskeið
  • Karatenámskeið


Gott gengi Fjölnis á Meistaramóti Íslands um helgina

95. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um helgina, 12.- 13. júní á Akureyri. Á mótið voru skráðir til leiks 154 keppendur frá sautján félögum og áttum við þar 14 keppendur. Gaman er að segja frá því að boðhlaupssveitirnar okkar tóku sitthvor gullverðlaunin á mótinu. Í 4 X 400 m boðhlaupssveit kvenna voru: Vilhelmína Þór, Guðný Lára, Helga Þóra og Sara. Í 4 X 400 m boðhlaupssveit karla voru Guðmundur, Daði, Kjartan Óli og Bjarni Anton. Einnig unnu Fjölniskeppendur til ferna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. 

Silfurverðlaun fengu:

Helga Þóra Sigurjónsdóttir fyrir Hástökk.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fyrir 100m hlaup

Bjarni Anton Theodórsson fyrir 400 m hlaup

Kjartan Óli Ágústsson fyrir 800m hlaup

Bronsverðlaun fékk:

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fyrir  400m hlaup.


Frítt hópfimleika námskeið

Dagana 14.- 16. júní ætlar Fimleikadeild Fjölnis að bjóða uppá hópfimleikanámskeið fyrir stelpur fæddar 2013-2014 endurgjaldslaust.
Námskeiðið verður kynnig fyrir hópfimleika og eina sem þarf að gera til þess að taka þátt er að skrá sig í gegnum þetta skráningarfrom https://forms.gle/knnRTuvDJRSLDLY99 

Virkilega flott þjálfarateymi mun sjá um námskeiðið og er engin krafa um grunn í fimleikum.

Mánudaginn 14.júní kl 10:30-12:00
Þriðjudaginn 15.júní kl 10:30-12:00
Miðvikudaginn 16.júní kl 10:30-12:00

Námskeiðinu lýkur kl 12.00 alla dagana og þá er hægt að skrá þau í hádegismat og jafnvel annað námskeið eftir hádegi á vegum Fjölnis ef það er áhugi fyrir því. Hægt að sjá úrval námskeiða og skrá hér https://fjolnir.is/felagid-okkar/sumarnamskeid-2021/ 

Athuga að það er takmarkað pláss, ekki gleyma að skrá ykkar stelpu.


Knattspyrnudeildin semur við efnilega leikmenn

Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.

Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3. flokks, margar þegar byrjaðar að spila fyrir 2. flokk félagsins og stutt í framhaldið að þær verði hluti af meistaraflokki Fjölnis.

Það voru þeir Arngrímur Jóhann Ingimundarson yfirþjálfari yngri flokka kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Marinó Þór Jakobsson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.

Leikmenn sem samið var við eru: Rósa Lind Víkingsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Sigrún Heba Mánadóttir, Embla María Möller, Inga Júlíana Jónsdóttir, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og Arna Steina Eiríksdóttir.

#FélagiðOkkar


Adna Mesetovic kölluð í landsliðsverkefni

Adna Mesetovic, leikmaður meistaraflokks kvenna, hefur verið kölluð inn í A-landsliðshóp Bosníu og Hersegóvínu sem nú undirbýr sig fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins nú í haust.

Hún hefur nú þegar haldið utan til æfinga en þar að auki mun landslið Bosníu og Hersegóvínu leika vináttuleik við Búlgaríu.

Adna er framsækin miðjumaður sem uppalin er hjá Fjarðabyggð en gekk til liðs við okkur í Fjölni fyrir þetta tímabil.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum sterka leikmanni á komandi misserum.

 

#FélagiðOkkar


Sara Montoro valin í U19 landslið kvenna

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, hefur valið landsliðshóp sem æfir þessa vikuna á Selfossi.

22 leikmenn eru í hópnum og koma frá 12 félögum, þar á meðal Sara Montoro leikmaður okkar í meistaraflokki Fjölnis.

Þetta val er mikil viðurkenning fyrir Söru sem og kvennaknattspyrnuna í Fjölni, en Sara hefur farið vel af stað í sumar og er komin með 9 mörk í 4 leikjum í Íslandsmótinu.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari frábæru fyrirmynd í sumar og á komandi tímabilum.

Sjá frétt af heimasíðu KSÍ

#FélagiðOkkar