Um helgina fóru fram fyrstu fimleikamót ársins 2022.
Í Laugardalnum í fimleikasal Ármanns fór fram Þrepamót 2 í áhaldafimleikum. Mótið gekk vel og iðkendur spenntir að sýna sínar æfingar.

Það var líka mikið fjör á Akranesi því þar fór fram Haustmót í Stökkfimi og GK mót í hópfimleikum. Það var mikil spenna í loftinu en engin mót voru haldin á haustönn 2021. Mótið var glæsilegt og stóðu lið Fjölnis sig frábærlega.