Landslið Sundsambandsins
VITA og Fjölnir
Ferðaskrifstofan VITA og knattspyrnudeild Fjölnis gera með sér samstarfssamning til þriggja ára.
Það er einkar ánægjulegt að tilkynna að VITA verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Fjölnis og styður þar með við mikilvægt íþróttastarf í hverfinu.
Markmið VITA er að bjóða upp á fjölbreytt úrval ferða frá Íslandi, góða þjónustu, úrval hótela og flugkost á samkeppnishæfu verði. VITA býður upp á margskonar ferðir vítt og breitt um heiminn. Má þar m.a. nefna:
- Sólarlandaferðir til Costa del Sol, Tenerife, Kanarí, Krítar, Portúgal, Lanzarote, Almeria og Alicante.
- Borgarferðir, skemmtiferðasiglingar, skíðaferðir, sérferðir og ævintýraferðir víða um heim.
- Æfingaferðir fyrir fótboltafélög, Ferðir á leiki í enska boltanum, Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg, Gothia Cup o.fl.
- Golfferðir til Spánar, Tenerife, Portúgal og Madeira.
- Viðskiptaþjónusta VITA gefur út flugmiða með nánast öllum flugfélögum í heiminum.
Þess má geta að VITA hlaut nýverið viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2020. VITA er til húsa í Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík.
Þú getur úrval ferða hjá þeim á vita.is.
Á myndinni eru Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, og Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis.
#FélagiðOkkar
Ný námskeið í boði í listhlaupadeild
Í vikunni fara af stað æfingar unglinga og fullorðinna og hefjast námskeið fyrir unglinga- og fullorðinshópa á miðvikudaginn 13. janúar. Námskeiðin eru fyrir byrjendur í íþróttinni og þá sem eru styttra komnir. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.
Hópur fyrir 3-5 ára byrjendur hófst laugardaginn 9. janúar og gekk vel. Æfingar munu vera í hádeginu á laugardögum. Æfingin byrjar á dans/leikfimi 11:30-12:05 og 12:20-13:00 er æft á svellinu. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.
Mohawks er nýr hópur fyrir lengra komna iðkendur sem hafa náð ákveðinni færni í íþróttinni en eru ekki að stefna að því að keppa. Iðkendur þurfa að hafa góð tök á öllum einföldum stökkum og eru að vinna í Axel og tvöföldum stökkum. Iðkendur þurfa að hafa lokið öllum stigum í Skautum Regnbogann og hafa lokið ákveðnum grunnprófum. Markmið þessa hóps er að viðhalda kunnáttu sinni ásamt því að halda áfram að æfa nýjar æfingar. Hægt er að velja um að æfa 2x, 3x, eða 4x sinnum í viku. Hópurinn er fyrir skautara 12 ára og eldri (nóg er að verða 12 ára á árinu þ.e. fædd 2009 eða fyrr).
Allir velkomnir að prófa! Þeir sem eru óvissir með hóp mega senda póst á eva@fjolnir.is

Komdu og prófaðu handbolta
Í tilefni af því að íslenska landsliðið í handbolta leikur á HM í handbolta í Egyptalandi næstu vikurnar, þá langar okkur að bjóða öllum krökkum að koma og prófa handboltaæfingar hjá okkur í Fjölni. Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum.
Áfram Fjölnir og áfram handbolti
Stundaskrá Sunddeildar Fjölnis
11/01/2021Sundsund,sundæfingar,æfingar,sundæfing

*Birt með fyrirvara um breytingar.
Hér er svo tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamans. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund
Hópur | Aldur |
Garpar | 18 ára og eldri |
A – hópur Hákarlar | 10-15 ára |
B – hópur Háhyrningar | 8-12 ára |
C – hópur Höfrungar | 7-11 ára |
D – hópur Sæljón | 7-9 ára |
Selir | 6-8 ára |
Skjaldbökur | 5-6 ára |
Sæhestar | 4-5 ára |
Síli með foreldrum | 2-3 ára |
Skautaskóli Íshokkídeildar
Íshokkí er hraðasta íþrótt í heimi!
Skautaskóli Íshokkídeildar Fjölnis er fyrir alla(r) stelpur og stráka á aldrinum 4 til 12 ára sem langar að ná færni á skautum og í íshokkí. Engin krafa er á að kunna á skauta eða íshokkí, við munum læra það í skautaskólanum.
Skautaskólinn er 2x í viku, fimmtudaga kl. 16:50 og sunnudaga kl. 11:15. Æfingar eru bæði á ís sem og einnig af ís.
Uppistaða æfinga hjá Skautaskólanum eru leikir og skemmtun til að halda börnum áhugasömum við efnið og að vera sem mest á hreyfingu.
Við notumst við kennslufræði Alþjóða íshokkísambandsins Learn to Play (LTP).
„Helstu markmið IIHF Learn to Play Program er til að veita stelpum og strákum fullkomna íshokkí upplifun. Íshokkí á þessum getustigi á að vera byggð á því að hafa gaman, hafa æfingar sem allir taka þátt í og til að byggja upp góðan grunn í íshokkí.“
Svör við algengum spurningum:
-
-
- Alltaf Frítt að prufa!
- Við lánum allan útbúnað án endurgjalds.
- Mælum með að mæta u.þ.b 20 mín fyrir auglýstan æfingartíma.
- Best ef börnin séu klædd í íþróttagalla til að klæðast undir íshokkí útbúnaði, einnig sem að við mælum með íþróttaskóm til að taka þátt í af ís æfingum.
- Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna í Skautaskóla.
- ATH! vegna sóttvarna og takmarkana er grímuskilda á alla foreldra, einnig sem að við biðjum einungis eitt foreldri forráðamann að fylgja barni.
-
Æfingargjöld fyrir skautaskóla eru 26.000kr fyrir vorönn 2021 (jan – maí). (Það er samt alltaf Frítt að prufa).
Þegar barn hefur svo öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldursflokk flytum við iðkandann upp í sinn aldursflokk og verða þá æfingar 3x í viku (ís og af ís æfingar).
Skráningu í skautaskólann má finna á heimasíðu Fjölnis Hér.
Varðandi nánari upplýsingar beinum við á Andra þjálfara hokki@fjolnir.is
Hér á myndinni fyrir neðan má sjá íshokkí búnað sem allir iðkendur klæðast.
Áhugaverðir tenglar:
Blaðagrein við þjálfara íshokkídeildar Hér:
Fjölnir íshokkí í Facebook Hér:
Fjölnir íshokkí á Instagram Hér:
Skráningar opnar og æfingar hafnar

Skráningar opna 1. janúar
Skráningar á vorönn 2021 opna föstudaginn 1. janúar.
Allar upplýsingar um fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni má finna á fjolnir.felog.is.
Aðgangur að XPS Network appinu fæst þegar skráningu er lokið.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.

Katrín Tinna og Bjarni Anton íþróttafólk frjálsíþróttadeildar 2020
Val á íþróttafólki Fjölnis fór fram 17. des sl. Að þessu sinni voru Katrín Tinna Pétursdóttir og Bjarni Anton Theódórsson valin íþróttafólk frjálsíþróttadeildarinnar:
Íþróttakona: Katrín Tinna Pétursdóttir
Katrín Tinna er 17 ára gömul frjálsíþróttakona sem hefur æft frjálsar íþróttir í nokkur ár. Hún hefur náð góðum árangri í hástökki og langstökki og einnig spretthlaupum. Hún náði að stökkva yfir 1,71m í hástökki á Stórmóti ÍR í janúar sem er glæsilegur árangur. Gefur það 936 IAAF stig. Þessi árangur setur hana í 3. sæti á listanum yfir besta árangur í hástökki á Íslandi árið 2020.
Íþróttakarl: Bjarni Anton Theódórsson
Bjarni Anton er 22 ára gamall og hefur æft frjálsar íþróttir í mörg ár. Hann hefur aðallega einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir í 100, 200 og 400 m hlaupum og náð mjög góðum árangri. Á þessu ári hljóp hann best 400m á tímanum 50,70 sek í Bikarkeppni FRÍ í mars. Gefur það 877 IAAF stig sem er frábær árangur. Þessi árangur setur hann í annað sæti á listann yfir bestu afrek í 400m hlaupi innanhúss á þessu ári. Þess má geta að Bjarni Anton tekur þátt í þjálfun yngri iðkenda deildarinnar og nýtur mikilla vinsælda hjá þeim og er góð fyrirmynd.
Óskar fær hvatningarverðlaun unglingaþjálfara
Uppskeruhátíð FRÍ var með óhefðbundnum hætti að þessu sinni vegna Covid. Veittar voru þar ýmsar viðurkenningar. Óskar Hlynsson yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis fékk hvatningaverðlaun unglingaþjálfara. Óskar hefur haldið úti flottu starfi hjá Fjölni í fleiri ár og hefur myndað þar góðan hóp efnilegra frjálsíþróttaungmenna. Hann er mikil fyrirmynd, er hvetjandi og hefur verið duglegur við það að aðstoða FRÍ í ýmsum verkefnum. Deildin óskar honum til hamingju með verðlaunin. Sjá nánar frétt á síðu FRÍ hér.