Fullorðnir 18 ára og eldri


Æfingar fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem vilja læra að skauta. Einnig einstaklingar sem hafa æft áður og vilja viðhalda skautakunnáttu sinni.

Fullorðnir

Æfingar á svelli

Miðvikudagar 20:55-21:40

Sunnudagar 19:00-20:00

Fullorðnir

Afísæfingar

Sunnudagar 18:00-18:45

Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline

Lorelei Murphy

Yfirþjálfari

Alexander Medvedev

Þrekþjálfari

Sólbrún Erna Víkingsdóttir

Þjálfari

Helga Karen Pedersen

Þjálfari

Hildur Bjarkadóttir

Þjálfari

Æfingagjöld listskautadeildar má finna hér.

Æfingar

Markmið að læra undirstöðuatriði íþróttarinnar og ná góðum tökum á jafnvægi og hraða. Eftir því sem skautari nær betri tökum verður lögð áhersla á spor, brúnir, krossa, einföld stökk og snúninga.

Undirstöðuatriði íþróttarinnar eru:

 • Líkamsburður og líkamshalli
 • Notkun á hnjám (að beygja hnén)
 • Notkun á ökklum
 • Rennsli
 • Brúnir, notkun brúna og notkun líkamsþyngdar
 • Taktur og samhæfing
 • Aukning á hraða og takti smám saman
 • Rétt spyrna

Fyrir lengra komna skautara er markmið að viðhalda skautakunnáttu sinni og tengslum við íþróttina.

Fatnaður

Á æfingum eiga skautarar að vera í hlýjum og teygjanlegum fatnaði, t.d. flísbuxum og flíspeysu og vera í fingravettlingum. Ekki má mæta í víðum fatnaði með löngum reimum, hettupeysum né með trefil. Á afís á að vera í íþróttafötum og strigaskóm.

Æfingar utan hefðbundinna æfingatíma

Ekki er boðið upp á æfingar yfir sumarmánuðina.

Mót

Iðkendur Skautaskólans taka ekki þátt á mótum.

 • Axel Örn Sæmundsson
 • Þrymill Þursi Arason
 • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér