Litríkur og spennandi fyrsti leikur Fjölnis kvenna

26.9 2020

Fyrsti leikur nýskipaðs liðs Bjarnarins hjá meistaraflokks kvenna í Fjölni fór fram í gær þegar þær mættu SA í Egilshöll.

Bæði lið mættu ákveðin til leiks og úr varð spennandi leikur sem hélt áhorfendum á tánum.

SA skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins 1 mín og 24 sek voru búnar af leiknum. Mikil barátta var inn á svellinu en fyrsti leikhluti endaði  0-2 fyrir SA þar sem annað mark þeirra var skorað þegar 14 min og 29 sek voru búnar af leiknum.

Stelpurnar stilltu strengi sína í fyrsta leikhléi og mættu ákveðnar inn í annann leikhluta. SA náði þó að skora fyrsta mark þess leikhluta þegar 21 min og 16 sek voru búnar af leiknum.

Bjarnarstelpurnar skoruðu þó næstu tvö mörk .

Fyrra markið var skorað eftir 32 min og 30 sek, markið skoraði leikmaður nr 10, Steinunn Sigurgeirsdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 12 Hörpu Kjartansdóttur.  

Seinna markið kom eftir 34 min og 57 sek, markið skoraði leikmaður nr 7 Sigrún Árnadóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 13 Laura Murphy.

Staðan því orðin 2-3 fyrir SA eftir æsispennandi leikhluta.

Ljóst var að í þriðja leikhluta gæti allt gerst.

Liðin tvö mættu í síðasta leikhluta og augljóst var að bæði lið ætluðu að gefa allt í þennann leik.

Fyrstu tvö mörk leikhlutans skoruðu SA, fyrra eftir 41 min og 03 sek og seinna eftir 47 min og 54 sek.

Staðan því orðin 5-2 SA í vil.

Bjarnarstelpurnar héldu baráttu sinni áfram og skoruðu þriðja mark sitt eftir 55 min og 29 sek, markið skoraði leikmaður nr 99 Maríana Birgisdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 10 Steinunni Sigurgeirsdóttur.

Að leikslokum var staðan Björninn 3 – SA 5.

Leikurinn var litríkur og skemmtilegur og fengu áhorfendur að sjá frábæra takta inn á svellinu.

Ljóst er að framundan er spennandi leiktíð í Hertz deild kvenna þar sem gaman verður að fylgjast með þessu nýskipaða Bjarnarliði frá Fjölni.

 

hægt er að horfa á leikinn hér:
https://www.youtube.com/watch?v=K7sFNR2SRLk


Upphitun: FH - Fjölnir

Pepsi Max deild karla
18. umferð
FH - Fjölnir
Sunnudaginn 27. september kl. 14:00 í Kaplakrika

Næst liggur leið okkar Fjölnismanna í Kaplakrika. Fjölnir situr á botni deildarinnar með sex stig, níu stigum frá Víkingi sem er í næsta örugga sæti. Sex leikir eru eftir af mótinu. Vonin um að Fjölnir haldi sæti sínu í deild þeirra bestu veikist með hverjum leik sem ekki vinnst. Veika vonin lifir á meðan enn er tölfræðilegur möguleiki á að lifa af. Fyrst og síðast þarf Fjölnir að spila upp á stoltið í þeim leikjum sem eftir eru. Aðeins einu sinni áður hefur lið lokið tímabili með innan við tíu stig í tólf liða A-deild, það var lið Keflavíkur sem féll fyrir tveimur árum síðan með fjögur stig.

FH er í öðru sæti deildarinnar. Bæði lið töpuðu á heimavelli í síðustu umferð, Fjölnir fyrir ÍA, 1-3, og FH fyrir Val, 1-4. Fyrri leik FH og Fjölnis í sumar lauk með 0-3 sigri Hafnfirðinga. Nánar er vikið að fyrri viðureignum liðanna í upphitunarpislti fyrir leik liðanna í ár. Enginn leikmanna Fjölnis verður í leikbanni á sunnudag. FH-ingurinn Guðmann Þórisson verður hins vegar í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik.

Sjáumst á vellinum. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson


Sunddeild Fjölnis hefur gert samning við Aquasport

Sunddeild Fjölnis hefur skrifað undir styrktarsamning við Aquasport sem gefur iðkenndum sund íþróttar góð kjör og styrki hjá Aquasport en þeir eru innflutnings aðili að sundfatnaði frá TYR sem er eitt af leiðandi merkjum sundfatnaðar í heiminum.


Upphitun: Fjölnir - ÍA

Pepsi Max deild karla
10. umferð
Fjölnir - ÍA
Fimmtudaginn 24. september kl. 16:15 Extra vellinum

Á fimmtudag Fjölnir og ÍA í Pepsi Max deild karla. Enn leita Fjölnismenn að fyrsta sigrinum í ár. Fjölnir situr á botni deildarinnar með sex stig, níu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Skagamenn sitja í áttunda sæti með sautján stig. Um er að ræða frestaðan leik. Leikurinn átti að fara fram í 10. umferð. Bæði lið hafa leikið fimmtán leiki. Fjölnir gerði 1-1- jaftefli við KA um helgina og ÍA lagði Gróttu 3-0 á mánudag.

Félögin hafa mæst átta sinnum í A-deild. Fjölnir hefur unnið helming viðureignanna. Skagamenn hafa unnið tvo leiki og tveir hafa endað með jafntefli. Búast má við markaleik. Í viðureignum Fjölnis og ÍA í efstu deild hafa verið skoruð 3,5 mörk að meðaltali í leik.

Engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk í sumar en Fjölnir og ÍA. Skagamenn hafa skorað næst flest mörk í deildinni í ár. Því miður hafa aðeins tvö lið skorað færri mörk en Fjölnir í sumar. Viktor Jónsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Stefán Teitur Þórðarson hafa að mestu séð um markaskorun Skagamanna. Markahæsti leikmaður Fjölnis í sumar er Jóhann Árni Gunnarsson með fjögur mörk. Þjálfari Skagamanna er Jóhannes Karl Guðjónsson.

Leikið er á einkennilegum tíma vegna birtuskilyrða. Stuðnignsmönnum er heimilt að mæta a völlinn. Fjöldatakmarkanir miðast við 200 einstaklinga í hverju sóttvarnarhólfi. Fjölnir býður upp á tvo hólf. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Jeffery Monakana

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

80 - Nicklas Halse

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson


Upphitun: Fjölnir - KA

Pepsi Max deild karla
17. umferð
Fjölnir – KA
Laugardaginn 19. september kl. 14:00 á Extra vellinum

Leiðin var löng frá Seltjarnarnesi í Grafarvog eftir 2-2 jafntefli Fjölnis og Gróttu síðastliðið mánudagskvöld. Fjölnir er með fimm stig á botni deildairnnar, níu stigum frá þeim þremur liðum sem eru í næstu sætum fyrir ofan fallsvæðið. KA situr í níunda sæti deildarinnar, með betri markatölu en ÍA en lakari en Víkingur. Leik Fjölnis og KA í fyrri umferðinni lauk með 1-1 jafntefli. Báðar fyrri viðureignir liðanna í efstu deild í Grafarvogi hafa endað með jafntefli. Nánar er vikið að fyrri viðureignum liðanna og tengingum á milli félaganna í upphitunarpistli fyrir leik liðanna í sumar.

KA er það lið í deildinni sem hefur náð í fæst stig á útivelli í sumar. Aftur á móti er Fjölnir með lakasta heimavallarárangur A-deildarliða það sem af er móti. Ekkert lið hefur skorað færri mörk í sumar en KA og ekkert fengið lið fengið á sig fleiri mörk en Fjölnir. Ekkert annað lið en FH og Stjarnan hefur fengið á sig færri mörk en KA í sumar. Af fjórtán stigum KA í sumar hafa átta þeirra komið með jafnteflum. Öll fimm stig Fjölnis í sumar hafa fengist með jafnteflum.

Guðmundur Karl Guðmundsson afplánaði leikbann í síðasta leik og reikna má með því að hann komi aftur inn í liðið. Nicklas Halse lék sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn Gróttu. Jeffery Monakana gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Fjölni á laugardag.

Útlitið er ekki bjart sem stendur en á meðan möguleiki er fyrri hendi á að halda sætinu í deildinni má ekki leggja árar í bát.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Grétar Atli Davíðsson


Breyttur símatími skrifstofu

Þriðjudaginn 7. september fór símatími skrifstofu úr fjórum dögum í einn. Eftir miklar vangaveltur síðustu mánuði var sú ákvörðun tekin að fækka dögum og er það okkar markmið að veita betri þjónustu þann tíma sem síminn er opinn. Við vonum að þessi breyting muni skila sér í betri og hraðari svörun.

Símatími skrifstofu er opinn þriðjudaga milli kl. 09:00 og 12:00.

  • Beinn sími skrifstofu er 578 2700 og þegar hringt er inn bjóðum við upp á tvo valmöguleika:
    • Velja 1 fyrir almennar fyrirspurnir og skráningar (Nóri og XPS/Sideline) og fá þá samband við Arnór eða Fríðu.
    • Velja 2 fyrir fimleikadeild og fá þá samband við Berglindi, Írisi eða Steinunni.

Skrifstofa félagsins er áfram opin mánudaga til fimmtudaga milli kl. 09:00 og 12:00 og kl. 13:000 og 16:00.

Við bendum einnig á póstinn okkar, skrifstofa@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Átakið #BreytumLeiknum

Handknattleikssamband Íslands hóf í síðustu viku átakið Breytum leiknum sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum.

Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja að æfa handbolta, og stunda íþróttir lengur og skapa þannig heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eigi sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með átakinu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð.

Einungis 4% af allri íþróttaumfjöllun í heiminum er um konur sem vekja óneitanlega upp margar spurningar. Þær einskorðast ekki einungis við íþróttavöllinn, heldur eiga rætur að rekja til stærra samfélagslegs samhengis og rótgróinna venja.

Fjórtán ára stelpur eru tvisvar sinnum líklegri til að hætta í íþróttum en strákar og þegar þær ná sautján ára aldri er helmingur stelpna alveg hættur að æfa, samkvæmt erlendri tölfræði. Um 78% af þeim stelpum sem hættu sáu ekki neina framtíð fyrir sér í íþróttum eða töldu sig ekki nægilega góðar.

Samfélagslegur ávinningur af aukinni þátttöku stelpna í íþróttum er mikill. Rannsóknir sýna að íþróttir ýta undir sterkari sjálfsímynd krakka og eru mikilvæg forvörn gegn neyslu vímuefna. Jákvæð tengsl eru jafnframt á milli íþrótta og góðrar andlegrar heilsu, þær byggja upp aga og félagsfærni en nýlegar kannanir benda til þess að þar séu íslensk börn eftirbátar annarra.

https://www.youtube.com/watch?v=XbCMXq84_FE


Upphitun: Grótta - Fjölnir

Pepsi Max deild karla
16. umferð
Grótta – Fjölnir
Mánudaginn 14. september kl. 19:15 á Vivaldivellinum

Fjölnir fer á Seltjarnarnes í næstu umferð og etur kappi við Gróttu. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 0-3 sigri Gróttu. Fjölnir situr á botni deildarinnar með fjögur stig eftir þrettán leiki. Grótta er í næstneðsta sæti deildarinnar, hefur leikið jafn marga leiki og Fjölnir en fengið tveimur stigum meira en Fjölnir. Með sigri fer Fjölnir úr botnsæti deildarinnar. Fjölnir er sjö stigum á eftir KA sem situr í næsta sæti fyrir ofan fallsætin tvö. Allir aðrir leikir 16. umferðar fara fram á sunnudag og mun staða liða því eitthvað breytast áður en flautað verður til leiks á Seltjarnarnesi.

Nú er að duga eða drepast fyrir Fjölni. Á eftir leiknum við Gróttu kemur KA í Grafarvog. Það er því gott tækifæri til þess að snúa við gengi liðsins í þessum tveimur sex stiga leikjum sem framundan eru.

Guðmundur Karl Guðmundsson verður í leikbanni gegn Gróttu vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Búast má við því að Jón Gísli Ström komi aftur inn í leikmannahóp Fjölnis eftir að hafa tekið út leikbann í síðustu umferð í tapinu gegn Breiðabliki. Enginn leikmanna Gróttu verður í leikbanni á mánudag. Grótta lék síðast í deildinni í lok ágúst er liðið tapaði 0-2 fyrir Fylki.

Tveir leikmenn fengu félagaskipti í Fjölni áður en félagaskiptaglugganum lokaði í byrjun september. Reikna má með því að hinn danski Nicklas Halse verði í liðinu gegn Gróttu. Nicklas er 23 ára léttleikandi miðjumaður sem kemur frá Roskilde. Englendingurinn Jeffery Monakana verður ekki með Fjölni gegn Gróttu. Jeffery er nýkominn til lansins og er í sóttkví.

Áhorfendatakmarkanir miðast nú við hámark 200 einstaklinga fædda fyrir árið 2005 og er hólfaskipting heimiluð. Undirrituðum er ekki kunnugt um hversu mörg sótttvarnarhólf Seltirningar bjóða upp á. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Grétar Atli Davíðsson


Fjölnisjaxlinn 2020

Ert þú það öflugur íþróttamaður/öflug íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ – FJÖLNISJAXLINN 2020

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við Frjálsíþróttadeild og Sunddeild félagsins ætla að halda  „Fjölnisjaxlinn 2020“ og skora á alla íþróttaiðkendur félagsins að skrá sig til leiks!
– Takmarkaður þátttökufjöldi –

Einstaklingsáskorun og Liðaáskorun
(Í liðaáskorun syndir einn, annar hjólar og þriðji hleypur)

Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir unglinga og fullorðna, hentar vel 15 ára og eldri – sund 400 metrar, hjól 10 km, hlaup 3 km.
Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir krakka og fullorðna, hentar vel 14 ára og yngri og sem skemmtun fyrir fullorðna – sund 200 metrar, hjól 3 km, hlaup 1 km.

Laugardaginn 26. september kl. 10:00. Fjölskyldur og iðkendur 14 ára og yngri verða ræst af stað milli kl. 10:00 og 10:30 (einstaklings og liða) og 15 ára og eldri verður ræst milli kl. 11:00-12:00 (einstaklings og liða). Mæting er 15 mínútur áður, en nákvæmur upphafstími verður gefin út þegar nær dregur.

Skráning á heimasíðu Fjölnis eða meðfylgjandi link: https://fjolnir.felog.is/verslun.

Lokafrestur til að skrá sig er til kl. 23:59 sunnudaginn 20. september n.k.

Skráningargjöld: Einstaklingsþátttaka (3.000 kr. fyrir 14 ára og yngri, 4.500 kr. fyrir 15 ára og eldri) Liðaþátttaka einungis fyrir fjölskyldur og krakka/unglinga 7.500 kr. fyrir liðið í heild.

Þátttakendur fá keppnisbol og hressingu að keppni lokinni. Allir sem klára keppni fá þátttöku-medalíu með viðurkenningunni að hafa klárað „Fjölnisjaxlinn 2020“

(Vegna Covid áskilur félagið sér rétt til að halda eftir hluta af skráningargjaldi ef viðburð þarf að fella niður vegna óvæntra breytinga til að koma móts við kostnað sem til fellur við skipulag).

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtuninni!

Smelltu HÉR til að skrá þig í Fjölnisjaxlinn.

#FélagiðOkkar


Æfingahelgi landsliða SSÍ

Fyrsta æfingahelgi landsliða SSÍ verður haldin dagana 26-27. september nk. Æfingahelgin fer fram í Reykjanesbæ og verður hópurinn við æfingar í Vatnaveröld og gistir á Hótel Keflavík.
Hópurinn er valinn út frá þvi hverjir tóku þátt í landsliðsverkefnum á þessu ári, þ.e.a.s Tenerife æfingabúðum og mælingum með Ragnari Guðmundssyni í febrúar auk þeirra sem komin voru með lágmörk á EM, EMU og NÆM á árinu. Þá var það sundfólk valið sem náð hafði lágmörkum í 50m laug í framtíðarhópinn frá 1. janúar 2020.
Eyleifur Jóhannesson, yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ, Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB og Arna Þórey Sveinbjörnsdótttir, yfirþjálfari Breiðabliks stjórna æfingum.
Sunddeild Fjölnis á tvo frábæra fulltrúa í þessum hópi þá Ingvar Orra Jóhannesson og Kristinn Þórarinsson