Fjölnir og Ármann í samstarfi um sundæfingar í Grafarvogslaug

Íþróttafélagið Fjölnir og Ármann hafa tekið höndum saman og bjóða áfram upp á sundæfingar og sundnámskeið fyrir börn í Grafarvogslaug. Með þessu samstarfi er tryggt að boðið verði upp á fjölbreytt og öflugt sundstarf í Grafarvogi, þar sem börnum í hverfinu gefst kostur á að stunda sund í heimahverfi sínu.

Sunddeild Ármanns sér áfram um skipulag og faglega þjálfun námskeiðanna í samstarfi við Fjölni. Byggt er á reynslu og þekkingu þjálfara sem hafa áralanga reynslu af sundkennslu og þjálfun barna.

Fjölnir leggur mikla áherslu á að íbúar Grafarvogs hafi aðgang að fjölbreyttu íþróttastarfi í nærumhverfinu, og sundið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem félagið býður upp á. Með samstarfi Fjölnis og Ármanns er tryggt að sundstarf í Grafarvogi haldi áfram að þróast og dafna.

Félögin vonast til að enn fleiri börn í hverfinu sjái sér fært að taka þátt í sundnámskeiðum og að sundið verði áfram sterkur hluti af íþróttalífi svæðisins.

Allar nánari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna hér: https://www.abler.io/shop/armann/sund

UM DEILDINA

Sunddeild Fjölnis var stofnuð 16. júní 1998 og hefur farið ört vaxandi og telur nú yfir 200 áhugasama iðkendur á aldrinum 2-25 ára.

Nánari upplýsingar

HAFA SAMBAND

Starfsmenn skrifstofu veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið skrifstofa@fjolnir.is

Nánari upplýsingar

ÆFINGAGJÖLD

Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils.

Nánari upplýsingar

Fjölnir og Ármann – sundæfingar og námskeið fyrir yngstu iðkendurna

Samstarf Ármanns og Fjölnis – Sundæfingar og námskeið fyrir yngstu iðkendurna! 🏊‍♀️✨ Ármann og Fjölnir hafa tekið höndum saman og bjóða nú upp á…

Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna – Skráning hafin!

🏊‍♀️ Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna Langar þig að læra skriðsund frá grunni eða fínpússa tækni og takt? Fjölnir býður upp á öflugt námskeið…

Ungbarnasund hjá Fjölni – skráning hafin

👶💦 Ungbarnasund hjá Fjölni 💙 Við bjóðum upp á skemmtilegt og öruggt ungbarnasund fyrir börn á aldrinum 0–18 mánaða í innilaug Grafarvogslaugar!…

Ný sundnámskeið: Ungbarnasund og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna

Sundnámskeið fyrir alla – Skráning hafin hjá Fjölni! 🏊‍♂️💦 Fjölnir býður upp á spennandi sundnámskeið fyrir bæði foreldra með ung börn og fullorðna…

Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað. Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í…

Landsátak í sundi 1.-28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2023. Syndum er…

Sumarnámskeið Sunddeildar 2023

Sunddeild Fjölnis býður upp á sundnámskeið fyrir börn fædd 2013-2019 í útilaug Grafarvogslaugar í sumar! Námskeiðið fer fram alla virka daga og…

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Translate »