Landslið Sundsambandsins

Þessir tveir öðlingar, Ingvar Orri og Kristinn eru fulltrúar sunddeildarinnar í landsliðsverkefnum Sundsambandsins. Æfingadagur landsliða verður haldinn í Reykjanesbæ laugardaginn 16. janúar. Yfirþjálfarinn okkar mun fylgja þeim í verkefnið


Stundaskrá Sunddeildar Fjölnis

*Birt með fyrirvara um breytingar.

Hér er svo tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamans. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund

Hópur Aldur
Garpar 18 ára og eldri
A – hópur Hákarlar 10-15 ára
B – hópur Háhyrningar 8-12 ára
C – hópur Höfrungar 7-11 ára
D – hópur Sæljón 7-9 ára
Selir 6-8 ára
Skjaldbökur 5-6 ára
Sæhestar 4-5 ára
Síli með foreldrum 2-3 ára


Sunddeild Fjölnis hefur gert samning við Aquasport

Sunddeild Fjölnis hefur skrifað undir styrktarsamning við Aquasport sem gefur iðkenndum sund íþróttar góð kjör og styrki hjá Aquasport en þeir eru innflutnings aðili að sundfatnaði frá TYR sem er eitt af leiðandi merkjum sundfatnaðar í heiminum.


Æfingahelgi landsliða SSÍ

Fyrsta æfingahelgi landsliða SSÍ verður haldin dagana 26-27. september nk. Æfingahelgin fer fram í Reykjanesbæ og verður hópurinn við æfingar í Vatnaveröld og gistir á Hótel Keflavík.
Hópurinn er valinn út frá þvi hverjir tóku þátt í landsliðsverkefnum á þessu ári, þ.e.a.s Tenerife æfingabúðum og mælingum með Ragnari Guðmundssyni í febrúar auk þeirra sem komin voru með lágmörk á EM, EMU og NÆM á árinu. Þá var það sundfólk valið sem náð hafði lágmörkum í 50m laug í framtíðarhópinn frá 1. janúar 2020.
Eyleifur Jóhannesson, yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ, Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB og Arna Þórey Sveinbjörnsdótttir, yfirþjálfari Breiðabliks stjórna æfingum.
Sunddeild Fjölnis á tvo frábæra fulltrúa í þessum hópi þá Ingvar Orra Jóhannesson og Kristinn Þórarinsson

 


Laust starf í sunddeild Fjölnis

Sunddeild Fjölnis óskar eftir einstaklingi til að sjá um sundskóla sund-deildarinnar næsta vetur. Sundskólinn er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og er staðsettur í innilaug Grafarvogslaugar. Kennt er seinnipart dags alla virka daga og hefst kennsla í lok ágúst/byrjun september.

Leitað er eftir einstaklingi 20 ára og eldri og æskilegt er að viðkomandi sé með menntun á sviði þjálfunar auk þess að hafa reynslu af þjálfun barna. 

Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og senda skal umsóknir til stjórnar deildarinnar á netfangið sund@fjolnir.is. Umsóknarfrestur er til 9. júlí 2020.


Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020

                         

Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:

  Tímabil Dagafjöldi Verð
Námskeið 1 8. júní – 19. júní 9 7.740 kr.
Námskeið 2 22. júní – 3. júlí 10 8.600 kr.
Námskeið 3 6. júlí – 17. júlí 10 8.600 kr.
Námskeið 4 27. júlí – 7. ágúst 9 7.740 kr.
Námskeið 5 10. ágúst – 21. ágúst 10 8.600 kr.

 

Tími:                    Hópur: 

 

8:15– 8:55                    Frístund**

9:00-9:40                    4-10 ára

9:45-10:25                   4-10 ára*

10:40-11:20                  4-10 ára

11:25-12:05                  7-10 ára

12:10-12:50                  4-10 ára

 

Vekjum athygli á að:

 

Tíminn 11:25-12:05 er ætlaður börnum á aldrinum 7-10 ára og er þá synt í útilaug ef nægur fjöldi næst. Hægt að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

 

*Leiksskólinn Sunnufold mun vera með iðkendur í þessum tímum á fyrsta námskeiðinu
**Frístundarheimilin Tígrisbær og Kastali verða með iðkendur á fyrstu tveimur og síðasta námskeiðinu, sjá nánar á http://sumar.fristund.is

Skráningar er á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is eða á skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700

Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.


ÍBR styrkir sundfólk Fjölnis

ÍBR hefur veit Kristni Þórarinssyni og Eygló Ósk Gústafsdóttur styrk upp á 100.000 kr-. hvort, við óskum þeim til hamingju með þetta.

 

Kristinn Þórarinsson

Eygló Ósk Gústafsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Kveðja
Stjórn Sundeildar Fjölnis