Unglinganámskeið listskautadeildar 11-18 ára (2005-2012)


Unglinganámskeið (11-18 ára) er fyrir byrjendur sem og unglinga sem hafa grunnfærni í íþróttinni.

SKRÁNING HÉR

Það er frítt að prófa og hægt er að skrá sig hvenær sem er yfir önnina!

Kennd eru undirstöðuatriði og einfaldar æfingar, snúninga og hopp. Æfingar eru tvisvar sinnum í viku, í boði er að kaupa klippikort fyrir þá sem vilja bara æfa annan daginn í viku.

Þjálfarar segja til um hvaða hópur hentar hverjum skautara.

Allar æfingar fara fram á skautasvellinu í Egilshöll. Svellið er á annarri hæð hússins, gengið upp stiga hægra megin frá aðalinngangi Egilshallar gengt hárgreiðslustofunni.

Haustönn 2023 – Unglingahópur

Miðvikudagar

Svell kl. 21:00-21:40

Laugardagar

Svell kl 11:35-12:20

Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline

Aníta Lórenzdóttir

Þjálfari

Helga Karen Pedersen

Þjálfari

Verðskrá fyrir vorönn 2023

Verð fyrir unglinganámskeið er 52.000 kr. ef æft er 2x í viku en 26.000 kr. ef æft er 1x í viku

Innifalið í æfingagjöldum:

  • 1 eða 2 æfingar á viku
  • Skautanælur (Skautum regnbogann)
  • Lán á skautum og hjálm

Skráningar fara fram í gegnum https://fjolnir.felog.is/

Æfingagjöld listskautadeildar má finna hér.

Æfingar

Markmið að læra undirstöðuatriði íþróttarinnar og ná góðum tökum á jafnvægi og hraða. Eftir því sem skautari nær betri tökum verður lögð áhersla á spor, brúnir, krossa, einföld stökk og snúninga.

Undirstöðuatriði íþróttarinnar eru:

  • Líkamsburður og líkamshalli
  • Notkun á hnjám (að beygja hnén)
  • Notkun á ökklum
  • Rennsli
  • Brúnir, notkun brúna og notkun líkamsþyngdar
  • Taktur og samhæfing
  • Aukning á hraða og takti smám saman
  • Rétt spyrna

Fyrir lengra komna skautara er markmið að viðhalda skautakunnáttu sinni og tengslum við íþróttina.

Fatnaður

Á æfingum eiga skautarar að vera í hlýjum og teygjanlegum fatnaði, t.d. flísbuxum og flíspeysu og vera í fingravettlingum. Ekki má mæta í víðum fatnaði með löngum reimum, hettupeysum né með trefil. Á afís á að vera í íþróttafötum og strigaskóm.

Æfingar utan hefðbundinna æfingatíma

Ekki er boðið upp á æfingar yfir sumarmánuðina.

Mót

Iðkendur Skautaskólans taka ekki þátt á mótum.

  • Axel Örn Sæmundsson
  • Þrymill Þursi Arason
  • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér