Unglingar 11-18 ára (2003-2008)
Unglingar (11-18 ára) sem eru byrjendur eða unglingar sem hafa grunnfærni í íþróttinni og æfa tvisvar í viku. Kennd eru undirstöðuatriði og einfaldar æfingar, snúningar og hopp.
Unglingar
Æfingar á svelli
Miðvikudagar 20:55-21:40
Laugardagar 11:40-12:20
Unglingar
Afísæfingar
Laugardagar:
Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline

Lorelei Murphy
Yfirþjálfari

Sólbrún Erna Víkingsdóttir
Þjálfari

Helga Karen Pedersen
Þjálfari

Kamila Melo
Dans- og þrekþjálfari
Æfingagjöld listskautadeildar má finna hér.
Æfingar
Markmið að læra undirstöðuatriði íþróttarinnar og ná góðum tökum á jafnvægi og hraða. Eftir því sem skautari nær betri tökum verður lögð áhersla á spor, brúnir, krossa, einföld stökk og snúninga.
Undirstöðuatriði íþróttarinnar eru:
- Líkamsburður og líkamshalli
- Notkun á hnjám (að beygja hnén)
- Notkun á ökklum
- Rennsli
- Brúnir, notkun brúna og notkun líkamsþyngdar
- Taktur og samhæfing
- Aukning á hraða og takti smám saman
- Rétt spyrna
Fyrir lengra komna skautara er markmið að viðhalda skautakunnáttu sinni og tengslum við íþróttina.
Fatnaður
Á æfingum eiga skautarar að vera í hlýjum og teygjanlegum fatnaði, t.d. flísbuxum og flíspeysu og vera í fingravettlingum. Ekki má mæta í víðum fatnaði með löngum reimum, hettupeysum né með trefil. Á afís á að vera í íþróttafötum og strigaskóm.
Æfingar utan hefðbundinna æfingatíma
Ekki er boðið upp á æfingar yfir sumarmánuðina.
Mót
Iðkendur Skautaskólans taka ekki þátt á mótum.
- Axel Örn Sæmundsson
- Þrymill Þursi Arason
- Guðfastur Brjánn Pétursson
Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér