Fjölnir semur við unga leikmenn
Knattspyrnudeild Fjölnis samdi á dögunum við 4 unga og efnilega leikmenn úr 2.fl félagsins. Leikmennirnir hafa allir spilað stórt hlutverk í sínum flokkum upp yngri flokkana og bindum við vonir við að leikmennirnir brjóti sér leið inní meistaraflokkinn og spili stórt hlutverk þar í framtíðinni.
á meðfylgjandi mynd eru leikmennirnir ásamt Gunnari Má yfirþjálfari – frá hægri Aron fannar Hreinsson, Sigurður Agnar Br. Arnþórsson, Arnar Ragnars Guðjohnsen og Sölvi Sigmarsson

Sjö leikmenn framlengja við Knattspyrnudeild Fjölnis
Nýverið framlengdu sjö ungir leikmenn samninga sína við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Þetta eru þær Aníta Björg Sölvadóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Lilja Hanat, Lilja Nótt Lárusdóttir og María Eir Magnúsdóttir. Allar eiga þær sameiginlegt að vera uppaldar hjá Fjölni og munu vera mikilvægur partur af liðinu sem mun leika í 2. deild á komandi sumri. Samningar leikmannanna gilda til loka árs 2022.
Aníta Björg Sölvadóttir: 18 ára sóknarmaður / 25 KSÍ leikir í meistaraflokki
Ásdís Birna Þórarinsdóttir: 18 ára miðjumaður / 26 KSÍ leikir í meistaraflokki
Hjördís Erla Björnsdóttir: 18 ára miðjumaður / 29 KSÍ leikir í meistaraflokki / 4 leikir fyrir U17 landslið Íslands
Hrafnhildur Árnadóttir: 17 ára varnar- og miðjumaður / 39 KSÍ leikir í meistaraflokki
Lilja Hanat: 18 ára varnarmaður / 3 KSÍ leikir í meistaraflokki
Lilja Nótt Lárusdóttir 19 ára sóknarmaður / 41 KSÍ leikir í meistaraflokki
María Eir Magnúsdóttir 19 ára miðju- og sóknarmaður / 17 KSÍ leikir í meistaraflokki
Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fjölni að semja við þessa uppöldu leikmenn. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir jafnframt mikils af þessum góðu og efnilegu leikmönnum sem eiga svo sannarlega bjarta framtíð hjá félaginu.
#FélagiðOkkar

Vinavikur handboltans
Næstu tvær vikurnar býður Handknattleiksdeild Fjölnis upp á "Vinavikur Fjölnis". Þá eru iðkendur hvattir til að bjóða vinum sínum eða vinkonum frítt að prófa æfingar.
Við viljum að sem flestir njóti þeirra frábæru þjálfara og þjálfunar sem við bjóðum upp á. Þess vegna hvetjum við sem flesta til að koma og prófa æfingar hjá okkur. Þjálfararnir taka vel á móti krökkunum.
Æfingatöflu 8. - 5.flokks karla og kvenna (f. 2014-2007) má sjá á meðfylgjandi mynd.
Áfram Fjölnir !

Tillaga borgarstjóra um bætta aðstöðu knattspyrnumála í Grafarvogi
16. nóvember lagði borgarstjóri fram tillögu varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Tillagan var samþykkt en hana má sjá hér:
„Lagt er til að skoðaðir verði, með Fjölni o.fl., valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi.“
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
„Knattspyrnuaðstaða í Grafarvogi er eitt þeirra verkefna sem raðaðist hæst í forgangsröðun íþróttamannvirkja. Í þessari tillögu er samþykkt að skoðaðir verði, með Fjölni og fleiri aðilum valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Fyrir liggja hugmyndir félagsins um bætta aðstöðu við Dalhús eða Egilshöll sem nauðsynlegt er að rýna áður en ákvörðun um framhald verður tekin.“

Jóladagatal KND Fjölnis 2020
Jóladagatal KND Fjölnis 2020
Knattspyrnudeild Fjölnis er komin í jólaskap og hefur sölu á „rafrænum“ jóladagatölum í dag til að telja saman niður í jólin!
Jóladagatalið virkar einfaldlega eins og happdrætti en fólk fær úthlutað númeri fyrir 1. des í tölvupósti við kaup. Það eru 24 flottir vinningar í boði að heildarverðmæti 326.860 kr. Vinningar eru dregnir út sunnudagana 6., 13. og 20. desember og keyrðir heim að dyrum til vinningshafa.
Hægt er að styrkja deildina með kaupum á rafrænu jóladagatali með því að smella hér
Greiðsluupplýsingar eru eftirfarandi: (Þessar upplýsingar koma einnig fram í sölulinknum)
Rkn: 0114-05-060968
Kt: 631288-7589
Senda kvittun á 1×2@fjolnir.is
Við hvetjum alla til að styðja við öflugt starf deildarinnar með kaupum á jóladagatali. Þinn stuðningur skiptir máli.
Áfram Fjölnir! #FélagiðOkkar

Minna og Bjarni valin í landsliðið
Íþrótta- og afreksnefnd, afreksstjóri og verkefnisstjóri A-landsliðsmála hafa valið landsliðshóp Íslands í frjálsum fyrir komandi ár 2021 með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2020. Að þessu sinni á Fjölnir tvo einstaklinga í landsliðinu. Það eru þau Vilhelmína Þór Óskarsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson. Þau hafa bæði staðið sig mjög vel í styttri vegalengdum og í boðhlaupum.
Árið 2021 verður mjög spennandi og dagskráin þétt en stærsta verkefni landsliðsins er án efa Evrópubikarkeppni landsliða. Ísland keppir að þessu sinni í 2. deild eftir glæsilegan sigur liðsins í 3. deild í Skopje 2019.
Hugleiðingar markaðsfulltrúa
Höfundur starfar sem markaðsfulltrúi Fjölnis.
Kæru Grafarvogsbúar,
Mig langar að segja ykkur frá frábærum viðburði sem við munum standa fyrir laugardaginn 28. nóvember. Fyrst ætla ég aðeins að þræða söguna.
Það er eflaust sagan endalausa að íþróttafélög þurfi að leita til fólksins í hverfinu. Starfið stendur og fellur með dulegum sjálfboðaliðum hvort sem er í stjórnar- og/eða nefndarstörfum eða þjálfun barnanna okkar. Foreldrar eru svo annar angi en öflugt foreldrastarf skilar sér beint til iðkenda. En í þessu starfi myndast einnig mikil vinátta, alveg eins og gerist í skóla eða vinnu. Það er því gríðarlega dýrmætt að gefa af sér til hverfisfélagsins.
Ég er uppalinn Grafarvogsbúi og Fjölnismaður, í húð og hár og geri mér grein fyrir að það eru ekki allir sem dýrka og dá hverfisfélagið eða hafa áhuga á að koma að starfinu öðruvísi en að vera foreldri eða einfaldlega íbúi í hverfinu. Enn fremur reyni ég eftir fremsta megni að virða afstöðu þeirra sem hafa engan áhuga á starfi hverfisfélagsins en það er oft erfitt að hugsa út fyrir íþróttabúbbluna 😅😅
Nú sjáum við vonandi fyrir endann á veirunni og það er mjög gleðilegt að starfið sé farið af stað, þó ekki að fullu. Það skiptir bara öllu máli að sjá líf og fjör í Egilshöll og Dalhúsum og þannig viljum við hafa það.
———————
Ef við komum okkur svo að tilgangi og markmiði færslunnar þá höfum við seinustu 2 ár lagt mikið upp úr því að nýta tæknina, kynna félagið vel á miðlunum okkar og láta hverfið vita hvað sé á döfinni. Við erum stórt og flott hverfi sem hefur allar burði til að vera hverfi sem styður óendanlega vel við hverfisfélagið sitt, hvort sem er í formi sjálboðaliða, foreldra, iðkenda eða áhorfenda á leikjum, mótum og viðburðum.
Þorrablótið hefur fest sig rækilega í sessi og við getum hreinlega ekki beðið eftir því að hitta ykkur í troðfullum sal í stanslausu stuði. Í framhaldi af árangri þorrablótsins höfum við verið að byggja upp októberfest sem annan af stóru viðburðum félagsins ár hvert. Við gerum okkur grein fyrir því að það mun taka tíma og í ár erum við að standa frammi fyrir stærstu mögulegu hindrun, þ.e við getum ekki haldið fisískan viðburð. Það tókst mjög vel til í fyrra, sem var fyrsta útgáfan af svokölluðu októberfesti. Þetta er viðburður sem hefur alla möguleika til að sameina hverfið, sannkallaður hverfisviðburður. Frábær matur, góð tónlist og stanslaust stuð! Við getum ekki beðið um meira, eða hvað?
Ég vil með þessari færslu hvetja ykkur, kæru Grafarvogsbúar, til að kaupa miða á rafræna októberfestið okkar og styðja við áframhaldandi öflugt starf hverfisfélagsins.
Innifalið í 5.000 kr miðaverði á mann er:
- Matur heim að dyrum frá Múlakaffi
- Beint streymi frá frábærum tónleikum með Magna í Á móti sól og fleiri frábærum tónlistarmönnum
Allt fyrir #FélagiðOkkar 💛
Arnór Ásgeirsson
Handboltinn aftur af stað !
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra frá því á föstudaginn mun handboltastarf Fjölnis hjá krökkum og unglingum fæddum 2005 og síðar hefjast á miðvikudaginn. Það eru mikil gleðitíðindi !
Allir iðkendur í 4. - 8.flokki karla og kvenna geta því mætt aftur á æfingar. Allir þjálfarar hafa sett inn færslur inn í facebook-hópa hjá flokkunum sínum um æfingabyrjunina en einnig kemur nákvæm dagskrá inn í XPS.
Við vonum að allir krakkarnir sem æfðu hjá okkur fyrir æfingabannið mæti til baka og fleiri til enda frábært starf sem unnið er hjá deildinni. Allar upplýsingar um starfið er hægt að finna á heimasíðu Fjölnis, fjolnir.is en einnig er hægt að senda tölvupóst á handbolti@fjolnir.is ef frekari upplýsinga er þörf.
Engir klefar verða í boði, þannig að iðkendur geta geymt fötin sín við veggina í íþróttahúsunum. Inngangurinn inn í Fjölnishöllina er að aftan (austanmegin).
Sjáumst í handbolta, áfram Fjölnir !