Val á íþróttafólki Fjölnis fór fram 17. des sl. Að þessu sinni voru Katrín Tinna Pétursdóttir og Bjarni Anton Theódórsson valin íþróttafólk frjálsíþróttadeildarinnar:

Íþróttakona: Katrín Tinna Pétursdóttir

Katrín Tinna er 17 ára gömul frjálsíþróttakona sem hefur æft frjálsar íþróttir í nokkur ár. Hún hefur náð góðum árangri í hástökki og langstökki og einnig spretthlaupum. Hún náði að stökkva yfir 1,71m í hástökki á Stórmóti ÍR í janúar sem er glæsilegur árangur. Gefur það 936 IAAF stig. Þessi árangur setur hana í 3. sæti á listanum yfir besta árangur í hástökki á Íslandi árið 2020.

Íþróttakarl: Bjarni Anton Theódórsson

Bjarni Anton er 22 ára gamall og hefur æft frjálsar íþróttir í mörg ár. Hann hefur aðallega einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir í 100, 200 og 400 m hlaupum og náð mjög góðum árangri. Á þessu ári hljóp hann best 400m á tímanum 50,70 sek í Bikarkeppni FRÍ í mars. Gefur það 877 IAAF stig sem er frábær árangur. Þessi árangur setur hann í annað sæti á listann yfir bestu afrek í 400m hlaupi innanhúss á þessu ári. Þess má geta að Bjarni Anton tekur þátt í þjálfun yngri iðkenda deildarinnar og nýtur mikilla vinsælda hjá þeim og er góð fyrirmynd.