Uppskeruhátíð FRÍ var með óhefðbundnum hætti að þessu sinni vegna Covid. Veittar voru þar ýmsar viðurkenningar. Óskar Hlynsson yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis fékk hvatningaverðlaun unglingaþjálfara. Óskar hefur haldið úti flottu starfi hjá Fjölni í fleiri ár og hefur myndað þar góðan hóp efnilegra frjálsíþróttaungmenna. Hann er mikil fyrirmynd, er hvetjandi og hefur verið duglegur við það að aðstoða FRÍ í ýmsum verkefnum. Deildin óskar honum til hamingju með verðlaunin. Sjá nánar frétt á síðu FRÍ hér.