Listhlaup á skautum á Reykjavíkurleikunum
Um helgina var keppt í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum. Keppnin fór fram á skautasvellinu í Laugardal. Tíu Fjölnisstúlkur tóku þátt á mótinu í 6 keppnisflokkum.
Á laugardeginum hófst keppni í Advanced Novice þar sem keppendur sýndu stutta prógramið sitt. Tanja Rut Guðmundsdóttir fór fyrst á ísinn, fékk 17,01 stig og var hún í 3. sæti eftir daginn. Næst hófst keppni í Junior en í þeim flokki keppa tvær stúlkur úr Fjölni, Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Lena Rut Ásgeirsdóttir. Júlía Sylvía hóf keppni, fékk 34,35 stig og var í 2. sæti eftir daginn og Lena Rut sem var þriðja á ísinn, fékk 22,32 stig og var í 4. sæti.
Í flokki Basic Novice keppti Elva Ísey Hlynsdóttir en hún var tíunda í röðinni á ísinn. Hún bætti sitt persónulega stigamet, fékk 26,17 stig og var hún í 2. sæti. Síðasti flokkurinn sem Fjölnir átti keppendur í á laugardeginum var Intermediate Novice en í þeim flokki kepptu 3 stúlkur úr Fjölni; Andrea Marín Einarsdóttir, Rakel Sara Kristinsdóttir og Sandra Hlín Björnsdóttir. Rakel Sara hóf keppni, sló sitt persónulega stigamet, fékk 24,65 stig og lenti hún í 1. sæti. Sandra Hlín fékk 21,87 stig og var í 4. sæti og Andrea Marín sem bætti sitt persónulega stigamet, fékk 18,40 stig og var í 5. sæti.
Á sunnudeginum hófst keppni í yngstu keppnisflokkunum, Chicks og Cubs. Ermenga Sunna Víkingsdóttir keppti í Chicks og Elín Katla Sveinbjörnsdóttir og Arína Ásta Ingibjargardóttir kepptu í Cubs. Ekki eru veitt verðlaun fyrir þessa flokka en þær stóðu sig allar með mikilli prýði.
Keppni á Reykjavíkurleikunum lauk svo á frjálsa prógrami í flokkum Advanced Novice, Junior og Senior. Tanja Rut fékk 36,12 stig fyrir frjálsa prógramið og samanlagt 53,13 stig og var hún í 3. sæti samanlagt í flokki Advanced Novice. Lena Rut fékk 41,97 stig og samanlagt 64,29 stig og var hún í 4. sæti í flokki Junior. Júlía Sylvía fékk 68,30 stig og samanlagt 102,65 stig og var hún í 2. sæti í flokki Junior.
Eftir mótið er Fjölnir í 2. sæti í bikarmótaröðinni á eftir Skautafélagi Akureyrar sem er í 1. sæti.
Aðalfundir deilda
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.
Tillaga að formanni þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Tímasetning funda er eftirfarandi:
- Tennis: 4. febrúar kl. 19:30-21:00 (Tennishöllin)
- Körfubolti: 9. febrúar kl. 17:45-19:30
- Sund: 9. febrúar kl. 20:00-21:30
- Íshokkí: 10. febrúar kl. 20:00-21:30
- Knattspyrna: 11. febrúar kl. 17:45-19:15
- Fimleikar: 11. febrúar kl. 19:30-21:00
- Karate: 15. febrúar kl. 20:00-21:30
- Skák: 16. febrúar kl. 17:30-19:00
- Listskautar: 16. febrúar kl. 19:30-21:00
- Frjálsar: 17. febrúar kl. 20:00-21:30
- Handbolti: 18. febrúar kl. 18:00-19:30
Meistaraflokkur Fjölnis unnu 9-1 sigur gegn SR
27/01/2021Uncategorized,Íshokkí
26.1 2021
Fjölnir/Björninn tók á móti SR í Egilshöll í fyrsta leik Hertz deildar kvenna eftir langt hlé vegna Covid 19.
Bjarnar stelpur mættu ferskar til leiks og einbeiting liðsheildarinnar var í fyrirrúmi allt frá byrjun til enda leiksins.
Liðin tvö voru að keppa á móti hvor öðru í fyrsta sinn í langann tíma. Síðustu ár hafa liðin tvö teflt fram sameiginlegu liði undir merkjum Reykjavíkur.
Það var því við búist að skemmtilegur leikur væri framundan þar sem bæði lið vildu sýna sitt besta andlit. Mikil stemming var í kringum leikinn þó svo að áhorfendur séu ekki leifðir í bili.
Stemmingin fór þó ekki fram hjá neinum sem horfðu á, hvort heldur sem er í gegnum netið eða á staðnum.
Eftir 15 min og 45 sek kom fyrsta mark leiksins, markið skoraði Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7). Staðan Björninn 1- SR 0.
Var þetta eina mark fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti fór hratt af stað og mörkin duttu inn eitt af öðru.
Annað mark Bjarnarins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17) Staðan Björnin 2 SR 0
Stuttu eftir það minnkaði SR muninn niður í eitt mark þegar Arna Friðjónsdóttir (10) skoraði fyrir SR með stoðsendingu frá Brynhildi Hjaltested (9). Björninn 2- SR 1
Bjarnarstelpur léku á alls oddi og skoruðu 5 mörk í viðbót í öðrum leikhluta, mörkin skoruðu:
Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24) Björninn 3- SR 1
Kristín Ingadóttir (17) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7)
Björninn 4- SR 1
Maríanna Birgisdóttir (99) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17)
Björninn 5-SR 1
Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Karen Þórisdóttur (22)
Björninn 6- SR 1
Og Steinunn Sigurgeirsdóttir (10)
Björninn var mikið í sókn og spiluðu af mikilli leiksgleði.
Í þriðja leikhluta var ekkert gefið eftir, SR vörðust sem aldrei fyrr en Björninn náði þó að bæta tveim mörkum við.
Fyrra markið kom á 44 min og 54 sek en markið skoraði Sigrún Árnadóttir (7) og þá búin að skora 3 mörk, Björninn 8- SR 1
Síðasta markið skoraði einnig Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24)
Eftir 57 min og 26 sek fék Sigrún Árnadóttir (7) leikmaður Bjarnarinns 2 min brottvísun fyrir Slashing og Björninn því einum færri þar til 34 sek voru eftir af leiknum. Það breytti ekki stöðunni.
Lokastaða Björninn 9- SR 1
Bæði lið gáfu allt í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Eitt er víst að gaman verður að fylgjast áfram með þessum liðum í vetur.
Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Kristján V. Þórmarsson
Myndir hér að ofan eru skjáskot tekin úr streymi af leiknum.
Fyrir áhugasama sem misstu af leiknum þá má horfa á leikinn hér
Frítt að prófa handbolta
Landslið Sundsambandsins
VITA og Fjölnir
Ferðaskrifstofan VITA og knattspyrnudeild Fjölnis gera með sér samstarfssamning til þriggja ára.
Það er einkar ánægjulegt að tilkynna að VITA verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Fjölnis og styður þar með við mikilvægt íþróttastarf í hverfinu.
Markmið VITA er að bjóða upp á fjölbreytt úrval ferða frá Íslandi, góða þjónustu, úrval hótela og flugkost á samkeppnishæfu verði. VITA býður upp á margskonar ferðir vítt og breitt um heiminn. Má þar m.a. nefna:
- Sólarlandaferðir til Costa del Sol, Tenerife, Kanarí, Krítar, Portúgal, Lanzarote, Almeria og Alicante.
- Borgarferðir, skemmtiferðasiglingar, skíðaferðir, sérferðir og ævintýraferðir víða um heim.
- Æfingaferðir fyrir fótboltafélög, Ferðir á leiki í enska boltanum, Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg, Gothia Cup o.fl.
- Golfferðir til Spánar, Tenerife, Portúgal og Madeira.
- Viðskiptaþjónusta VITA gefur út flugmiða með nánast öllum flugfélögum í heiminum.
Þess má geta að VITA hlaut nýverið viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2020. VITA er til húsa í Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík.
Þú getur úrval ferða hjá þeim á vita.is.
Á myndinni eru Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, og Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis.
#FélagiðOkkar
Ný námskeið í boði í listhlaupadeild
Í vikunni fara af stað æfingar unglinga og fullorðinna og hefjast námskeið fyrir unglinga- og fullorðinshópa á miðvikudaginn 13. janúar. Námskeiðin eru fyrir byrjendur í íþróttinni og þá sem eru styttra komnir. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.
Hópur fyrir 3-5 ára byrjendur hófst laugardaginn 9. janúar og gekk vel. Æfingar munu vera í hádeginu á laugardögum. Æfingin byrjar á dans/leikfimi 11:30-12:05 og 12:20-13:00 er æft á svellinu. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.
Mohawks er nýr hópur fyrir lengra komna iðkendur sem hafa náð ákveðinni færni í íþróttinni en eru ekki að stefna að því að keppa. Iðkendur þurfa að hafa góð tök á öllum einföldum stökkum og eru að vinna í Axel og tvöföldum stökkum. Iðkendur þurfa að hafa lokið öllum stigum í Skautum Regnbogann og hafa lokið ákveðnum grunnprófum. Markmið þessa hóps er að viðhalda kunnáttu sinni ásamt því að halda áfram að æfa nýjar æfingar. Hægt er að velja um að æfa 2x, 3x, eða 4x sinnum í viku. Hópurinn er fyrir skautara 12 ára og eldri (nóg er að verða 12 ára á árinu þ.e. fædd 2009 eða fyrr).
Allir velkomnir að prófa! Þeir sem eru óvissir með hóp mega senda póst á eva@fjolnir.is

Komdu og prófaðu handbolta
Í tilefni af því að íslenska landsliðið í handbolta leikur á HM í handbolta í Egyptalandi næstu vikurnar, þá langar okkur að bjóða öllum krökkum að koma og prófa handboltaæfingar hjá okkur í Fjölni. Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum.
Áfram Fjölnir og áfram handbolti
Stundaskrá Sunddeildar Fjölnis
11/01/2021sundæfingar,æfingar,sundæfing,Sundsund

*Birt með fyrirvara um breytingar.
Hér er svo tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamans. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund
Hópur | Aldur |
Garpar | 18 ára og eldri |
A – hópur Hákarlar | 10-15 ára |
B – hópur Háhyrningar | 8-12 ára |
C – hópur Höfrungar | 7-11 ára |
D – hópur Sæljón | 7-9 ára |
Selir | 6-8 ára |
Skjaldbökur | 5-6 ára |
Sæhestar | 4-5 ára |
Síli með foreldrum | 2-3 ára |
Skautaskóli Íshokkídeildar
Íshokkí er hraðasta íþrótt í heimi!
Skautaskóli Íshokkídeildar Fjölnis er fyrir alla(r) stelpur og stráka á aldrinum 4 til 12 ára sem langar að ná færni á skautum og í íshokkí. Engin krafa er á að kunna á skauta eða íshokkí, við munum læra það í skautaskólanum.
Skautaskólinn er 2x í viku, fimmtudaga kl. 16:50 og sunnudaga kl. 11:15. Æfingar eru bæði á ís sem og einnig af ís.
Uppistaða æfinga hjá Skautaskólanum eru leikir og skemmtun til að halda börnum áhugasömum við efnið og að vera sem mest á hreyfingu.
Við notumst við kennslufræði Alþjóða íshokkísambandsins Learn to Play (LTP).
„Helstu markmið IIHF Learn to Play Program er til að veita stelpum og strákum fullkomna íshokkí upplifun. Íshokkí á þessum getustigi á að vera byggð á því að hafa gaman, hafa æfingar sem allir taka þátt í og til að byggja upp góðan grunn í íshokkí.“
Svör við algengum spurningum:
-
-
- Alltaf Frítt að prufa!
- Við lánum allan útbúnað án endurgjalds.
- Mælum með að mæta u.þ.b 20 mín fyrir auglýstan æfingartíma.
- Best ef börnin séu klædd í íþróttagalla til að klæðast undir íshokkí útbúnaði, einnig sem að við mælum með íþróttaskóm til að taka þátt í af ís æfingum.
- Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna í Skautaskóla.
- ATH! vegna sóttvarna og takmarkana er grímuskilda á alla foreldra, einnig sem að við biðjum einungis eitt foreldri forráðamann að fylgja barni.
-
Æfingargjöld fyrir skautaskóla eru 26.000kr fyrir vorönn 2021 (jan – maí). (Það er samt alltaf Frítt að prufa).
Þegar barn hefur svo öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldursflokk flytum við iðkandann upp í sinn aldursflokk og verða þá æfingar 3x í viku (ís og af ís æfingar).
Skráningu í skautaskólann má finna á heimasíðu Fjölnis Hér.
Varðandi nánari upplýsingar beinum við á Andra þjálfara hokki@fjolnir.is
Hér á myndinni fyrir neðan má sjá íshokkí búnað sem allir iðkendur klæðast.
Áhugaverðir tenglar:
Blaðagrein við þjálfara íshokkídeildar Hér:
Fjölnir íshokkí í Facebook Hér:
Fjölnir íshokkí á Instagram Hér: