GK mótið í hópfimleikum 2021

Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.

Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.

Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:

2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s

Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA

 


Öðruvísi en skemmtilegt mótahald

Helgina 13 – 14. febrúar var mikið um að vera hjá Fimleikadeild Fjölnis en þá helgi voru haldin tvö Fimleikasambandsmót. Bikarmót unglinga var haldið í Vallarskóla á Selfossi og Þrepamót í 1. – 3. þrepi fór fram íþróttahúsi Bjarkanna í Hafnarfirði. Fjölnir átti fjöldann allann af keppendum á báðum mótum og var árangurinn glæsilegur. Þó að mótahald sé hafið þá eru engir áhorfendur leyfðir í bili og setur það óneitanlega stóran svip á stemminguna í húsunum en okkar keppendur létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu. Okkar þjálfara hafa hins vegar lagt mikið á sig til að koma videóum af keppendum til foreldra sem verða að láta sér það duga á þessum fordæmalausu tímum sem nú eru.

 

Á Bikarmóti unglinga átti Fjölnir keppendur í 3. og 4. flokki.
Í 3. flokki átti Fjönir eitt lið í keppni og endaði það í þriðja sæti.
Í 4. flokki var telft fram tveimur liðum og endaði lið 1 í þriðja sæti og lið 2 endaði í því nítjánda.

Á Þrepamóti í 1. – 3. þrep var árangur Fjölnisstúlkna einnig glæsilegur en þar átti Fjölnir keppendur í 3. og 1. þrepi.
Þær stúlkur sem náðu sínum þrepum voru Júlía Ísold Sigmarsdóttir og Lúcía Sóley Óskarsdóttir í 3. þrepi og Lilja Katrín Gunnarsdóttir í 1. þrepi.

 

Við óskum öllum okkar keppendum til hamingju með þeirra árangur um helgin og bíðum spennt eftir næstu mótum.

 

Áfram Fjölnir


Sundfólk Reykjavíkur 2020

Sundfólk Reykjavíkur 2020 útnefnt af Sundráði Reykjavíkur
Sundkona Reykjavíkur:
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Fjölni (Jacky Pellerin tók við verðlaunum fyrir hana)
Sundkarl Reykjavíkur:
Kristinn Þórarinsson, Fjölni
Sundkona Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
Sundkarl Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Kristján Helgi Jóhannsson, Fjölni

Mótatímabilið í áhaldafimleikum hófst um helgina

Mótatímabilið hófst loksins um helgina og ríkti mikil spenna meðal keppenda. Fjölnis stúlkurnar stóðu sig mjög vel og nutu þess    keppa á  

Þær stúlkur sem náðu 5. þrepi voru: María Kristín, Nicole, Dagbjört, Elísa Ósk, Laufey Björk, Andrea, Diljá Harpa og Svandís Eva.  

Þær stúlkur sem náðu 4. þrepi voru: Sigrún Erla, Ída María, Telma Guðrún, Laufey Birta og Guðrún. 

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

   


Fjölskyldutímar í tennis / Parent-child tennis classes

Enn er hægt að skrá sig í fjölskyldutíma í tennis sem eru fyrir foreldri og barn sem eru á dagskrá á sunnudögum kl. 17:30. Tíminn er hugsaður fyrri yngri börn á byrjendastigi. Örfá pláss í boði.

Þjálfari: Sindri
Verð: 22 þúsund fyrir parið

Frekari upplýsingar hjá Carolu yfirþjálfara tennisdeildarinnar: brazilian_2001@hotmail.com

////

There are still a few available slots in the new PARENT-CHILD group for parents with young children (at beginner level). The classes are given on Sundays in Tennishöllin.

Coach: Sindri
Price: 22.000 kr. per pair

More info: Carola at brazilian_2001@hotmail.com


Fjáröflun Fjölnis 1. - 12. febrúar

Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.

Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.

Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.

Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.

Þeir iðkendur sem halda sjálfir utan um sölu frá 500 kr af hverri seldri vöru. Sölublað og skjöl má finna neðst.

 

Sölutímabilið stendur yfir frá og með mánudeginum 1. febrúar til og með föstudeginum 12. febrúar.

 

Afhending á vörum fer fram fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 16-18 við Egilshöll. Starfsfólk skrifstofu, þjálfarar og sjálfboðaliðar munu sjá til þess að afhenda þér vörurnar beint í bílinn.

 

Við bjóðum einnig upp á heimsendingu á pöntunum yfir 10.000 kr. gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.

 

Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.

 

rknr. 0133-15-200689

kt. 631288-7589

skýring: nafn kaupanda

kvittun á skrifstofa@fjolnir.is

 

Skjöl

Sölublað docx – tinyurl.com/2nr3rwzs

Vöruúrval pdf – tinyurl.com/7k3vcxg8

Vöruúrval png – tinyurl.com/1txfq3y9

Fjáröflun á netinu – tinyurl.com/33nlwj9n

 

#FélagiðOkkar


Listhlaup á skautum á Reykjavíkurleikunum

Um helgina var keppt í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum. Keppnin fór fram á skautasvellinu í Laugardal. Tíu Fjölnisstúlkur tóku þátt á mótinu í 6 keppnisflokkum.

Á laugardeginum hófst keppni í Advanced Novice þar sem keppendur sýndu stutta prógramið sitt. Tanja Rut Guðmundsdóttir fór fyrst á ísinn, fékk 17,01 stig og var hún í 3. sæti eftir daginn. Næst hófst keppni í Junior en í þeim flokki keppa tvær stúlkur úr Fjölni, Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Lena Rut Ásgeirsdóttir. Júlía Sylvía hóf keppni, fékk 34,35 stig og var í 2. sæti eftir daginn og Lena Rut sem var þriðja á ísinn, fékk 22,32 stig og var í 4. sæti.

Í flokki Basic Novice keppti Elva Ísey Hlynsdóttir en hún var tíunda í röðinni á ísinn. Hún bætti sitt persónulega stigamet, fékk 26,17 stig og var hún í 2. sæti. Síðasti flokkurinn sem Fjölnir átti keppendur í á laugardeginum var Intermediate Novice en í þeim flokki kepptu 3 stúlkur úr Fjölni; Andrea Marín Einarsdóttir, Rakel Sara Kristinsdóttir og Sandra Hlín Björnsdóttir. Rakel Sara hóf keppni, sló sitt persónulega stigamet, fékk 24,65 stig og lenti hún í 1. sæti. Sandra Hlín fékk 21,87 stig og var í 4. sæti og Andrea Marín sem bætti sitt persónulega stigamet, fékk 18,40 stig og var í 5. sæti.

Á sunnudeginum hófst keppni í yngstu keppnisflokkunum, Chicks og Cubs. Ermenga Sunna Víkingsdóttir keppti í Chicks og Elín Katla Sveinbjörnsdóttir og Arína Ásta Ingibjargardóttir kepptu í Cubs. Ekki eru veitt verðlaun fyrir þessa flokka en þær stóðu sig allar með mikilli prýði.

Keppni á Reykjavíkurleikunum lauk svo á frjálsa prógrami í flokkum Advanced Novice, Junior og Senior. Tanja Rut fékk 36,12 stig fyrir frjálsa prógramið og samanlagt 53,13 stig og var hún í 3. sæti samanlagt í flokki Advanced Novice. Lena Rut fékk 41,97 stig og samanlagt 64,29 stig og var hún í 4. sæti í flokki Junior. Júlía Sylvía fékk 68,30 stig og samanlagt 102,65 stig og var hún í 2. sæti í flokki Junior.

Eftir mótið er Fjölnir í 2. sæti í bikarmótaröðinni á eftir Skautafélagi Akureyrar sem er í 1. sæti.


Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.

Tillaga að formanni þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar deildar

d)      Kjör formanns

e)      Kjör stjórnarmanna

g)      Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög Fjölnis má finna hér

Tímasetning funda er eftirfarandi:

  • Tennis: 4. febrúar kl. 19:30-21:00 (Tennishöllin) 
  • Körfubolti: 9. febrúar kl. 17:45-19:30 
  • Sund: 9. febrúar kl. 20:00-21:30
  • Íshokkí: 10. febrúar kl. 20:00-21:30 
  • Knattspyrna: 11. febrúar kl. 17:45-19:15 
  • Fimleikar: 11. febrúar kl. 19:30-21:00 
  • Karate: 15. febrúar kl. 20:00-21:30
  • Skák: 16. febrúar kl. 17:30-19:00 
  • Listskautar: 16. febrúar kl. 19:30-21:00
  • Frjálsar: 17. febrúar kl. 20:00-21:30 
  • Handbolti: 18. febrúar kl. 18:00-19:30


Meistaraflokkur Fjölnis unnu 9-1 sigur gegn SR

26.1 2021

Fjölnir/Björninn tók á móti SR í Egilshöll í fyrsta leik Hertz deildar kvenna eftir langt hlé vegna Covid 19.

Bjarnar stelpur mættu ferskar til leiks og einbeiting liðsheildarinnar var í fyrirrúmi allt frá byrjun til enda leiksins.

Liðin tvö voru að keppa á móti hvor öðru í fyrsta sinn í langann tíma. Síðustu ár hafa liðin tvö teflt fram sameiginlegu liði undir merkjum Reykjavíkur.

Það var því við búist að skemmtilegur leikur væri framundan þar sem bæði lið vildu sýna sitt besta andlit. Mikil stemming var í kringum leikinn þó svo að áhorfendur séu ekki leifðir í bili.

Stemmingin fór þó ekki fram hjá neinum sem horfðu á, hvort heldur sem er í gegnum netið eða á staðnum.

Eftir 15 min og 45 sek kom fyrsta mark leiksins, markið skoraði Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7). Staðan Björninn 1- SR 0.

Var þetta eina mark fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti fór hratt af stað og mörkin duttu inn eitt af öðru.

Annað mark Bjarnarins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17) Staðan Björnin 2 SR 0

Stuttu eftir það minnkaði SR muninn niður í eitt mark þegar Arna Friðjónsdóttir (10) skoraði fyrir SR með stoðsendingu frá Brynhildi Hjaltested (9). Björninn 2- SR 1

Bjarnarstelpur léku á alls oddi og skoruðu 5 mörk í viðbót í öðrum leikhluta, mörkin skoruðu:

Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24) Björninn 3- SR 1

Kristín Ingadóttir (17) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7)

Björninn 4- SR 1

Maríanna Birgisdóttir (99) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17)

Björninn 5-SR 1

Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Karen Þórisdóttur (22)

Björninn 6- SR 1

Og Steinunn Sigurgeirsdóttir (10)

Björninn var mikið í sókn og spiluðu af mikilli leiksgleði.

Í þriðja leikhluta var ekkert gefið eftir, SR vörðust sem aldrei fyrr en Björninn náði þó að bæta tveim mörkum við.

Fyrra markið kom á 44 min og 54 sek en markið skoraði Sigrún Árnadóttir (7) og þá búin að skora 3 mörk, Björninn 8- SR 1

Síðasta markið skoraði einnig Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24)

Eftir 57 min og 26 sek fék Sigrún Árnadóttir (7) leikmaður Bjarnarinns 2 min brottvísun fyrir Slashing og Björninn því einum færri þar til 34 sek voru eftir af leiknum. Það breytti ekki stöðunni.

Lokastaða Björninn 9- SR 1

Bæði lið gáfu allt í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Eitt er víst að gaman verður að fylgjast áfram með þessum liðum í vetur.

 

Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Kristján V. Þórmarsson

 

Myndir hér að ofan eru skjáskot tekin úr streymi af leiknum.
Fyrir áhugasama sem misstu af leiknum þá má horfa á leikinn hér


Frítt að prófa handbolta

Vilt þú prófa handbolta?
Nýjum iðkendum gefst tækifæri á að koma á æfingar hjá Fjölni og prófa frítt í janúar. Æfingatöfluna má finna hérna: https://fjolnir.is/.../aefingatafla-handknattleiksdeildar/
Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á netfangið handbolti@fjolnir.is