Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Æfingar eru hafnar með sama hætti og síðasta ár endaði. Það er að segja, boðið er upp á hefðbunda þjálfun fyrir 16 ára og yngri og zoom kennsla fyrir eldri iðkendur. Við vonum að það verði hægt að keyra kennslu fyrir eldri iðkendur í gang sem allra fyrst.
Búið er að opna fyrir skráningar í Nori og halda allir sem voru að æfa í byrjendahóp á mánudögum og miðvikudögum áfram að æfa í byrjendahóp á sömu dögum og tímum sem áður.
Framhaldsiðkendur halda áfram að æfa á þriðjudögum/fimmtudögum/laugardögum og munu eldri framhaldsiðkendur sömuleiðis æfa þá daga þegar fer að liðkast um Covid 19 fjöldatakmarkanir.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í Egilshöll sem flest sem allra fyrst
Dagskrá æfinga karatedeildar