Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Fjölnis
Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Fjölnis
Samstarf Fjölnis og Fylkis í meistaraflokki kvenna í handbolta verður ekki framlengt, en félögin komust að sameiginlegri niðurstöðu eftir að tímabilinu í Grill 66 deild kvenna lauk. Meistaraflokkur kvenna mun á ný keppa undir merkjum Fjölnis frá og með næsta tímabili.
Samstarf félaganna hófst fyrir tímabilið 2020-2021 og stóð yfir í þrjú keppnistímabil.
Við viljum þakka Fylki fyrir samstarfið undanfarin ár.
Áframhaldandi samstarf félaganna í 3. og 4. flokki karla og kvenna er í vinnslu og vonumst við eftir því að geta kynnt það á næstu vikum.
#FélagiðOkkar

Fjölnir og Samskip
Nú hafa meistaraflokkar knattspyrnudeildar Fjölnis spilað sína fyrstu leiki í nýjum búningum frá Puma. Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila, Samskip, en merki þeirra er á baki allra búninga knattspyrnudeildarinnar; meistaraflokka og yngri flokka.
Samningurinn við Samskip var gerður til að heiðra minningu Sævars Reykjalín en hann var starfsmaður Samskipa og formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis. Samningurinn var gerður til þriggja ára. Við þökkum Samskipum kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk og hlökkum til samstarfsins næstu þrjú árin.
Á efri myndinni hér til hliðar má sjá Guðmund Lúðvík Gunnarsson, framkvæmdarstjóra Fjölnis ásamt Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, forstöðumanni markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.
Á þeirri neðri má sjá bakhliðina á nýju búningunum.
Páskamót Grunnhópa
Þann fyrsta 1. apríl var mikið líf og fjör í salnum þegar Páskamót grunnhópa fór fram.
Okkar flottu iðkendur stóðu sig frábærlega og virkilega gaman að geta boðið fjölskyldum að fylgjast með hvað þau eru búin að vera dugleg að æfa sig í vetur.
Viljum þakka öllum fyrir komuna og vonandi fóru iðkendur heim með bros á vör.
Ósóttir happdrættisvinningar!
Ótrúlegt en satt þá á enn eftir að sækja nokkra vinninga úr happdrætti Þorrablótsins!
Við hvetjum fólk eindregið til þess að koma og sækja vinningana sína en frestur til þess að sækja vinninga er til og með 29. apríl 2023.
Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Opnunartími skrifstofu er frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga. Ef þið komist ekki á þeim tíma má senda póst á hildur@fjolnir.is
Hér til hliðar má sjá vinningaskrána
Númer miða | Vinningur |
---|---|
223 | Handknattleiksbókin - Saga handknattleiksins á Íslandi |
2246 | Bók: Bjór – umhverfis jörðina |
1205 | Bók: Heima hjá lækninum í eldhúsinu |
384 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
255 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
1204 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
985 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
882 | Tveir eins dags lyftumiðar í Hlíðarfjall á Akureyri |
2192 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
2007 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1217 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1225 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1122 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
250 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
221 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1117 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
579 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1510 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1649 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
814 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1513 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1631 | Hans og Gréta – 5.000 kr. gjafabréf |
316 | Húsasmiðjan / Blómaval - 15.000 kr. gjafabréf |
535 | Ölgerðin - Gosglaðningur |
1060 | AKS Ljósmyndun - 30 mínútna myndataka + 4x 13x18 útprentaðar myndir |
701 | Margt Smátt – 30.000 kr. gjafabréf fyrir Fjölnisvarningi |
397 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabréf |
583 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabéf |
183 | Þrír frakkar hjá Úlfari – Gjafabréf í hádegisverð fyrir tvo |
2289 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
184 | Hótel Frón – Gisting fyrir tvo í eina nótt í stúdíóíbúð með morgunmat |
257 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
1740 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1749 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1065 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1732 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1077 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
2492 | Galato Gaeta ísbúð, Mathöll Höfða - 3.000 kr. gjafabréf |
574 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
966 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
96 | Hótel Örk – Gjafabréf fyrir gistingu fyrir tvo með morgunverð í superior herbergi |
2226 | Laugarvatn Fontana – Aðgangur fyrir tvo ásamt drykk |
808 | Minigarðurinn – Gjafabréf í minigolf fyrir fjóra |
2321 | Perlan – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn á allar sýningar sem Perlan hefur upp á að bjóða |
665 | Arctic Rafting – Gjafabréf fyrir 2 í rafting |
131 | Elding – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna í hvalaskoðun í RVK eða AK – Andviðri 24.980 kr. |
1067 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
2278 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
284 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
1658 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
251 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
390 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
901 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
823 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
2458 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
380 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
909 | Hótel Húsafell – Gjafabréf í Giljaböðin |
768 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1370 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1693 | Icelandair – 50.000 kr. gjafabréf |
668 | Himbrimi - Gin |
741 | MS – Kassi af hleðslu |
1199 | MS – Kassi af hleðslu |
1080 | MS – Kassi af hleðslu |
2368 | MS – Kassi af hleðslu |
1405 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
444 | Sælan – 5.000 kr. gjafabréf |
317 | Hreyfing – Gjafabréf |
217 | Hreyfing – Gjafabréf |
2328 | Hreyfing – Gjafabréf |
18 | Hreyfing – Gjafabréf |
252 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
383 | Northern Light Inn - Gjafabréf í flot í Aurora Floating + 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo |
1776 | Northern Light Inn - Gjafabréf í 2ja manna standard herbergi m/ morgunmat |
Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
11/04/2023Fimleikar,Knattspyrna,Handbolti,Körfubolti,Tennis,Sund,Listskautar,Íshokkí,Skák,Frjálsar,Karate,Félagið okkar
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!

Skert þjónusta við skautafólk
03/04/2023Listskautar,Íshokkí,Félagið okkar
Frímann Ari Ferdinandsson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur fært Ungmennafélaginu Fjölni þau ótíðindi að menningar- íþrótta- og tómstundaráð hafi ákveðið að loka fyrir aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll í júní næstkomandi.
Undirrituð eru forviða yfir þessari fregn og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna hennar. Ákvörðunin kemur eins og reiðarslag í andlit forsvarsmanna og iðkenda þar sem gengið var út frá því að þjónusta við þá yrði eins og verið hefur undanfarin ár. Það er álit undirritaðra að gangi lokunin eftir sé verið að mismuna iðkendum einstakra íþróttagreina.
Það er mat undirritaðra að sparnaður sé takmarkaður í ljósi þess að svellinu þarf að halda frosnu í sumar hvort sem æft er á því eða ekki, því er óraunhæft að telja þetta sem hagræðingu. Fyrir Fjölni yrði lokunin mikið tekjutap þegar æfingagjöld falla niður og þjálfarar nýtast ekki til þeirrar vinnu sem þeir eru ráðnir til.
Niðurskurður mun hafa mikil áhrif á starfsemi Fjölnis til æfinga og á sumarnámskeiða fyrir listskauta og íshokkí. Undanfarin sumur hefur Fjölnir haldið úti sumarbúðum fyrir eldri iðkendur í framhaldshópum, ásamt því að sumarstarfið hefur laðað til sín áhugasama úr öðrum félögum. Á sumarnámskeiði fyrir iðkendur í 1. – 4. bekk hefur verið boðið upp á heildstæða dagskrá sem hefur reynst vel og verið mjög eftirsótt. Fyrir utan hversu mikil forvörn felst í góðum anda og samskiptum þátttakenda.
Listskautadeild Fjölnis hefur með markvissri uppbyggingu á starfseminni náð góðum árangri, nú síðast í vor þegar bikarmeistaratitli var náð.
Ólíkt öðrum íþróttum þá er ekki hægt að vera utandyra að sumri til. Við gætum því boðið iðkendum SR í sumarbúðir okkar ásamt því að eldri iðkendur hafa tök á því að æfa sína íþrótt.
Undirrituð fara þess hér með á leit að menningar- íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur
dragi ákvörðun sína um lokun til baka þannig að iðkendur listskauta og íshokkí geti stundað sína íþrótt eins og áformað hefur verið. Meðfylgjandi er mynd af framhaldshópum Fjölnis sem urðu bikarmeistarar ÍSS fyrir 2 vikum á Akureyri í fyrsta skipti síðan félagið var stofnað.
Virðingarfyllst,
formaður Fjölnis
Jón Karl Ólafsson
varaformaður Listskautadeildar Fjölnis
Tinna Arnardóttir
framkvæmdastjóri Fjölnis
Guðmundur L. Gunnarsson
íþróttastjóri Fjölnis
Arnór Ásgeirsson
Halldór Snær á leið með U19 á lokakeppni EM
29/03/2023Knattspyrna,Félagið okkar
Íslenska U19 ára landsliðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer á Möltu 3-16.júlí.
U19 landsliðið gerði sér lítið fyrir og vann riðillinn sinn með 7 stig. Þeir gerðu jafntefli við Tyrki 1-1, unnu Englendinga 1-0 og í gær unnu þeir Ungverjaland 2-0 en okkar maður Hilmir Rafn, uppalinn Fjölnismaður sem er nú leikmaður Venezia en á láni hjá Tromsø, skoraði annað mark Íslenska liðsins og gulltryggði sigurinn og í leiðinni miðann á EM!
Halldór og Hilmir eru mikilvægir hlekkir í U19 landsliðinu og er Knattspyrnudeild Fjölnis gífurlega stolt af þeim báðum og þeirra framförum!
Til hamingju Halldór og Hilmir og til hamingju Ísland!
#FélagiðOkkar 💛💙
Kveðja til þín Addi!
–> Birt með leyfi frá fjölskyldu Adda ❤️
Kveðja frá handknattleiksdeild Fjölnis,
Kæra fjölskylda og vinir Stefáns Arnars Gunnarssonar.
Kæri Addi!
Þú komst til félagsins vorið 2014. Þitt hlutverk var að taka við ungu liði sem saman stóð að mestu af uppöldum Fjölnismönnum og stýra liðinu upp á næsta stig. Það tókst þér svo sannarlega að gera. Það eru enn rifjuð reglulega upp úrslitaeinvígin sem háð voru vorin 2015 og 2016, þvílík var stemningin, þvílíkt var fjörið. Vorið 2017 vann liðið svo Grill deildina og tryggði sér sæti í Olís deildinni í fyrsta sinn og ekki var gleðin minni þá.
Þú lést oft í þér heyra, hvort sem var innan vallar eða utan, við leikmenn eða stjórn deildarinnar. Þú gagnrýndir það sem ekki var nógu gott, barðist fyrir betri aðstöðu fyrir deildina og hafðir gríðarlegan metnað fyrir liðinu. Það féll ekki vel í kramið hjá öllum eins og gerist og gengur.
Þú varst að sama skapi mikill leiðbeinandi fyrir unga og upprennandi handknattleiksmenn, jafnt innan vallar sem utan. Þeir hugsa til þín með hlýju og eru eftirfarandi ummæli leikmanna um þig, dæmi um það:
• Addi var frábær þjálfari, drífandi metnaðarfullur og með mikla leiðtogahæfileika.
• Addi lagði ekki bara metnað sinn í það að við Fjölnismenn værum góðir handboltamenn hvort sem það væri tæknilega eða hversu sterkir við værum heldur óskaði hann þess heitast að við næðum árangri í lífinu.
• Hann vildi að við myndum leggja allan okkar metnað í að stunda námið okkar og kom ekkert annað til greina hjá honum en að við kláruðum skólann meðfram handboltanum.
• Addi var fljótur að grípa inn í þegar hann sá að okkur leið illa eða áttum erfiða daga og hvatti okkur til dáða að halda áfram og einbeita okkur að styrkleikum og vinna í veikleikunum.
• Addi var einstaklega góður hlustandi og reyndist okkur öllum mjög vel í persónulegum verkefnum.
• Addi samgladdist okkur líka vel og innilega þegar okkur gekk vel og hurfum jafnvel á braut í annað félag og heyrði reglulega í okkur til að kanna hvernig við hefðum það.
Þá hugsa foreldrar líka til þín með hlýju og er eftirfarandi haft eftir móður leikmanns sem þú þjálfaðir:
• „Ég mun líklega aldrei gleyma því þegar Addi hafði samband á laugardegi um verslunarmannahelgi og tjáði mér að hann hefði áhyggjur af því að tveir leikmenn væru að leggja son minn í einelti. Addi sagðist myndu fylgjast með þessu á og í kringum æfingar og leiki en vildi upplýsa mig um stöðuna. Addi tæklaði þetta mál svo með samtölum við piltana svo úr leystist farsællega.“
Brotthvarf þitt frá félaginu var því miður ekki til fyrirmyndar. Það varð uppþot sem margir í handboltaheiminum muna sjálfsagt eftir. Þú lentir þar í hringiðu sem gerði starf þitt klárlega mun erfiðara en það hefði þurft að vera. Orð voru sögð, ákvarðanir teknar sem særðu og þykir okkur það afskaplega miður.
En við sem störfuðum með þér vitum líka að þú ert gríðarleg tilfinningavera en hefur, til að verja þig, reist í kringum þig girðingu sem þú hleyptir ekki mörgum í gegnum en eftir veru þína hjá félaginu eignaðist þú þó vini sem hafa alla tíð staðið með þér.
Við hjá handknattleiksdeild Fjölnis sendum þér hlýju og þökkum fyrir tímann okkar saman. Þú ert einstakur. Handboltaheimurinn verður fátækari án þín.
Kæra fjölskylda og vinir Adda, við hugsum til ykkar á þessum erfiða tíma. Gangi ykkur sem allra best að takast á við þá miklu óvissu og sorg sem ríkir. Við erum öll ríkari að hafa kynnst Adda.
Ljósmynd: Þorgils G / Fyrsti sigur liðsins í Olís deildinni, 26. nóvember 2017
#FélagiðOkkar
Listskautadeild Fjölnis bikarmeistarar 2023
Vormót ÍSS í listskautum fór fram á Akureyri um helgina. Keppendurnir okkar stóðu sig mjög vel og óskum við þeim öllum til hamingju 👏
Í Intermediate Woman náðu Fjölnisstelpurnar Rakel Sara 3. sæti og Tanja 1. sæti.
Í flokknum Basic Novice náðum við öllum 3 sætunum en Arna Dís varð í 3. sæti, Berglind Inga í 2. sæti og Elín Katla í 1. sæti.
Í Junior Women varð Lena Rut í 1. sæti
Í Senior Women varð Júlía Sylvía í 1. sæti
Einnig var keppt í fyrsta skipti í flokknum Senior Men en það var Alessandro Fadini sem nýlega gekk til liðs við Fjölni. En heildarstig hans um helgina voru 169,86.
Í lok Vormóts ÍSS í dag varð ljóst hvaða félag hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2023 og var það listskautadeild Fjölnis sem fangaði þann titil.
Einnig var keppt í félagalínu en þar hreppti Edil Mari í 1. sæti í flokki 12 ára og yngri.