Íslenska U19 ára landsliðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer á Möltu 3-16.júlí.

 

U19 landsliðið gerði sér lítið fyrir og vann riðillinn sinn með 7 stig. Þeir gerðu jafntefli við Tyrki 1-1, unnu Englendinga 1-0 og í gær unnu þeir Ungverjaland 2-0 en okkar maður Hilmir Rafn, uppalinn Fjölnismaður sem er nú leikmaður Venezia en á láni hjá Tromsø, skoraði annað mark Íslenska liðsins og gulltryggði sigurinn og í leiðinni miðann á EM!

 

Halldór og Hilmir eru mikilvægir hlekkir í U19 landsliðinu og er Knattspyrnudeild Fjölnis gífurlega stolt af þeim báðum og þeirra framförum!

 

Til hamingju Halldór og Hilmir og til hamingju Ísland!

 

#FélagiðOkkar 💛💙