Íslandsmót barna- og unglingasveita í skák 2021
B sveit Fjölnis – Íslandsmeistari í B flokki
Fjölnissveitir fjölmenntu á Íslandsmótið með alls 5 skáksveitir af 22 sveitum sem skráðar voru til leiks. Aðeins Skákdeild Breiðabliks sendi fleiri skáksveitir á mótið. Fjölniskrakkarnir eru á aldrinum 8 – 14 ára gömul, 12 drengir og 11 stúlkur.
Eldri liðin tefldu í A flokki. Yngri og óreyndari liðin í B flokki. Tveir riðlar í B flokki. Í B riðli náði B sveitin einstökum árangri, hlaut 19,5 vinninga af 20 mögulegum. Sveitin tefldi síðan til úrslita við sigurvegara í A riðli, skáksveit TR, og vann einvígið örugglega 6-2.
Stelpusveitirnar komu sterkar til leiks og urðu í 2. og 3. sæti A riðils.
Fjölnir með bestan árangur meðal yngri sveita. Svakalegur áhugi og góð mæting á Fjölnisæfingar sl. vetur að skila sér.
Í sigursveitinni Fjölnir B voru þeir: Tristan Fannar, Emil Kári, Theodór, Ómar Jón og Sindri Snær.
Til hamingju Fjölniskrakkar!

Íslandsmeistarar B liða – B sveit Fjölnis. fv. Theodór Helgi, Emil Kári, Tristan Fannar, Ómar Jón og Sindri Snær

Reykjavíkurmeistarar stúlkna – D sveit Fjölnis, stóð sig frábærlega og nálægt því að komast í úrslitakeppnina.
Emilía Embla, Sigrún Tara, Tara Líf og Silja Rún

Bronssveitin, stúlkurnar í Fjölni. Heiðdís Diljá , Hrafndís Karen, María Lena og Nikola

Úrslitaeinvígi í B deild. Skákdeild Fjölnis með örugga sigra í tveimur umferðum, 3- 1 og 3-1

A sveit Fjölnisteflir við Íslandsmeistarasveit Breiðabliks.
Eiríkur Emil (fremst til hægri) á 1. borði tefldi einstaklega vel á mótinu
Fjölmennt skákmót Fjölnis á sumardaginn fyrsta
Allir keppendur sem voru á aldrinum 6 – 16 ára gengu glaðir út í sumarið að loknu velheppnuðu skákmóti



Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga kl. 16:30 í Rimaskóla
Skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju fimmtudaginn 10. september í Rimaskóla kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús. Skákæfingar Fjölnis eru ókeypis fyrir alla áhugasama grunnskólakrakka í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Ætlast er til að þátttakendur kunni að tefla, þ.e. undirstöðuatriðin í skák. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts og boðið upp á veitingar í skákhléi. Í lok hverrar æfingar fer fram verðlaunaathöfn og dregið er í happadrætti. Á skákæfingum Fjölnis er krökkunum skipt upp í 2 – 3 hópa eftir getu, aldri eða jafnvel kyni. Umsjón með skákæfingum Fjölnis á fimmtudögum hefur Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölni og honum til aðstoðar eru efnilegir skákmenn úr hópi skákdeildarinnar. Séð verður til þess að nóg af spritti sé til staðar og skákkrakkarnir minntir á að spritta sig og eða þvo sér um hendur. skak@fjolnir.is. Skráið ykkur á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis og missið ekki af neinu.
Skák er skemmtileg.
Í vetur stendur til að bjóða skákkrökkunum upp á skákbúðir yfir tvo daga og eina nótt og miðað við fyrri reynslu eru skákbúðir Fjölnis mikið og skemmtilegt ævintýri auk þess sem hæfustu skákkennarar landsins sjá um skákkennslu. Skellum okkur í skákbúðir þegar tækifæri gefst og losnar um COVID takmarkanir.
Skákheimsókn í Kelduskóla KORPU

Meistarar vetrarins krýndir á lokaskákæfingu Fjölnis

Spennandi Miðgarðsmót í skák

Dagur Ragnarsson sigurvegari MÓTEX skákhátíðarinnar 2020
Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.

Skákmeistari Reykjavíkur 2020 er Fjölnismaður
Sigurbjörn J. Björnsson Skákdeild Fjölnis sigraði glæsilega á hinu árlega Skákþingi Reykjavíkur með ótrúlegri frammistöðu. Sigurbjörn vann allar sínar 9 skákir en svo afgerandi sigur hefur ekki unnist síðan árið 1993. Sigurbjörn teflir með A sveit Fjölnis á Íslandsmóti skákfélaga og er þar „reynsluboltinn“ í annars ungri og stórefnilegri skáksveit sem endað hefur í verðlaunasæti í 1. deild á sl. þemur árum. Fjölnismenn óska Sigurbirni til hamingju með titilinn og sigurinn.

Fjölmennt á TORG - skákmóti Fjölnis
Sterkt og fjölmennt TORG – skákmót Fjölnis 2020
Fjölmennt á jólaskákæfingunni
Það má eiginlega segja að uppselt hafi verið á jólaskákæfingu skákdeildar Fjölnis fimmtudaginn 12. des. Tæplega 50 þátttakendur mættu í Rimaskóla þar sem Fjölnisæfingar fara fram. Keppt var í tveimur flokkum og tefldar voru 5 umferðir. Í skákhléi var boðið upp á myndarlega skúffuköku og börnin leyst út með veglegum jólaglaðningi í lok æfingar. Það eru hjónin Vala borgarfulltrúi og Steini, góðir Grafarvogsbúar, sem mæta til okkar hvert ár á jólaskákæfingu og skilja eftir eitthvað spennandi til að njóta og leika sér með. Skákæfingar Fjölnis eru alltaf fjölmennar og líka mjög skemmtilegar. Fyrsta æfing á nýju ári verður fimmtudaginn 9. janúar.