Þorrablót 2023

Nú styttist í Þorrablótið, aðeins 51 dagur í þessa veislu!

Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.

Enn er nokkur laus borð og því um að gera að fara panta sér borð.

Svona fara borðapantanir fram:

Þú sendir tölvupóst á vidburdir@fjolnir.is með eftirfarandi upplýsingum;

  • Fullt nafn og símanúmer þess sem pantar
  • Fjölda gesta á borði
  • Númerið á borðinu sem þið óskið eftir
  • Ef þið eruð fleiri eða færri en 12 þá látið þið okkur vita og við finnum út úr því.

Hér við hliðina má sjá þau borð sem eru laus (Uppfært 1. desember 2022)


Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!

Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️

Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️

Gleðileg Fjölnisjól!


Fjölniskrakkar fjölmennastir á Fischer - Spassky mótinu um helgina

Skáksamband Íslands stóð fyrir barna- og unglingamóti á Reykjavik Hotel Natura, föstudaginn, 28. október. Mótið var haldið samhliða Heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák.

Keppt var í fjórum flokkum og aðalverðlaun mótsins í hverjum flokki stúlkna og stráka voru árituð taflborð þeirra átta stórmeistara sem kepptu um heimsmeistaratitilinn á Íslandi

  • Tristan Fannar í 4. bekk, Emilía Embla í 5. bekk og Benedikt í 2. bekk, öll í Rimaskóla, voru í hópi þeirra 8 heppnu sem unnu árituð taflborð.
  • Flestir þátttakenda komu frá Skákdeild Fjölnis og tíu þeirra unnu til verðlauna.
  • Lang, langflestar stúlkur á mótinu komu frá Skákdeild Fjölnis

Flott frammistaða hjá Fjölniskrökkum sem öll sýndu mátt sinn og megin í skáklistinni. Takk fyrir að fjölmenna Fjölniskrakkar og foreldrar.

#FélagiðOkkar

Unnur, ein af þessum áhugasömu skákstelpum í Rimaskóla sem tefla fyrir Skákdeild Fjölnis (ljósm. Lennart Ootes)
Efnilegur Fjölnisskákmaður, Alexander Filip í 2. bekk. Hann fór ekki tómhentur heim (ljósm. Lennart Ootes)
Tara Líf í flokki 5. - 6. bekkjar vann til verðlauna. ekki í fyrsta sinn (ljósm. Lennart Ootes)

Þorrablót Grafarvogs 2023

Hið margrómaða Þorrablót Grafarvogs 2023 verður haldið hátíðlegt þann 21. janúar næstkomandi!

Hér við hliðina má sjá borðaskipanina. Til þess að panta borð þarf að senda email á vidburdir@fjolnir.is

Miðasala á ballið sjálft fer í gegnum tix.is

Hlökkum til að sjá ykkur í partýi aldarinnar!

Uppfært 1. desember 2022

Skákhátíð í höllinni

Það fór vel um 350 skákmenn og skákkonur í Fjölnishöll í Egilshöllinni á Íslandsmóti skákfélaga, fyrri hluta, sem fram fór um helgina í Úrvalsdeild og í 1. – 4. deild.
Skákdeild Fjölnis hefur í 15 ár skaffað þessu fjölmennasta skákmóti heppilegt húsnæði og þar með keppnisskilyrði, fyrst í Rimaskóla og nú annað árið í röð í Fjölnishöll.

Það sem einkennir mótið er óvenju breið aldursdreifing keppenda. Þeir eru á aldursbilinu frá yngstu bekkjum barnaskóla og allt upp i 90 ára öldunga. Þarna eru mættir íslensku stórmeistararnir, erlendir stórmeistarar sem styrkja skáksveitir úrvals-og 1. deildar svo og þekktir íslenskir einstaklingar sem kunna ýmislegt fyrir sér í skáklistinni.
Skákmenn kunna vel við sig í rúmgóðri Fjölnishöll og njóta veitingasölunnar sem efnilegar skákstúlkur Fjölnis sinna og safna fyrir þátttöku á skákmóti erlendis næsta ár.
Skákdeild Fjölnis sendi 3 skáksveitir til leiks á Íslandsmótið og eru flestir skákmenn Fjölnis uppaldir Grafarvogsbúar og íbúar í hverfinu.

A sveitin teflir i 6 liða efstu deild og á þar í harðri baráttu um að halda sæti sínu. Með A sveitinni tefldi tvítugur stórmeistari, Litháinn Valery Kazakouski sem náði 80% vinningshlutfalli og vakti taflmennska hans athygli og aðdáun.

Síðari hluti Íslandsmótsins verður tefldur í Fjölnishöll í Egilshöll helgina 17. – 19. mars 2023.


Rótarý á Íslandi verðlaunar Skákdeild Fjölnis og skákstarf Rimaskóla

Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis, við viðurkenningu og veglegum styrk Verðlauna-og styrktarsjóðs Rótarý á Íslandi. Athöfnin fór fram á Umdæmisþingi Rótarý á Íslandi sem haldið var í Gullhömrum Grafraholti.

Þetta er mikill heiður og viðurkenning á líflegu starfi Skákdeildar Fjölnis sem á sér fáa líka hvað varðar fjölda þátttakenda og jafns kynjahlutfalls.

Til hamingju Fjölniskrakkar. Fram til sigurs

#FélagiðOkkar


FJÖLNIR X PUMA

Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!

Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir

Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.

Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.

Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!

#FélagiðOkkar

Myndir: Gunnar Jónatansson


Íslandsmót barna- og unglingasveita í skák 2021

B sveit Fjölnis – Íslandsmeistari í B flokki

Fjölnissveitir fjölmenntu á Íslandsmótið með alls 5 skáksveitir af 22 sveitum sem skráðar voru til leiks. Aðeins Skákdeild Breiðabliks sendi fleiri skáksveitir á mótið. Fjölniskrakkarnir eru á aldrinum 8 – 14 ára gömul, 12 drengir og 11 stúlkur.

Eldri liðin tefldu í A flokki. Yngri og óreyndari liðin í B flokki. Tveir riðlar í B flokki. Í B riðli náði B sveitin einstökum árangri, hlaut 19,5 vinninga af 20 mögulegum. Sveitin tefldi síðan til úrslita við sigurvegara í A riðli, skáksveit TR, og vann einvígið örugglega 6-2.

Stelpusveitirnar komu sterkar til leiks og urðu í 2. og 3. sæti A riðils.

Fjölnir með bestan árangur meðal yngri sveita. Svakalegur áhugi og góð mæting á Fjölnisæfingar sl. vetur að skila sér.

Í sigursveitinni Fjölnir B voru þeir: Tristan Fannar, Emil Kári, Theodór, Ómar Jón og Sindri Snær.

Til hamingju Fjölniskrakkar!

#FélagiðOkkar

Íslandsmeistarar B liða – B sveit Fjölnis. fv. Theodór Helgi, Emil Kári, Tristan Fannar, Ómar Jón og Sindri Snær

Reykjavíkurmeistarar stúlkna – D sveit Fjölnis, stóð sig frábærlega og nálægt því að komast í úrslitakeppnina.
Emilía Embla, Sigrún Tara, Tara Líf og Silja Rún

Bronssveitin, stúlkurnar í Fjölni. Heiðdís Diljá , Hrafndís Karen, María Lena og Nikola

Úrslitaeinvígi í B deild. Skákdeild Fjölnis með örugga sigra í tveimur umferðum, 3- 1 og 3-1

A sveit Fjölnisteflir við Íslandsmeistarasveit Breiðabliks.
Eiríkur Emil (fremst til hægri) á 1. borði tefldi einstaklega vel á mótinu


Fjölmennt skákmót Fjölnis á sumardaginn fyrsta

Frábær þátttaka var á Sumarskákmóti Fjölnis í Rimaskóla þar sem 75 efnilegir skáksnillingar á grunnskólaaldri fögnuðu sumrinu við skákborðið.
Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf líkt og áður alla verðlaunagripi á sumarskákmótið en alla vinninga og glaðning gáfu Hagkaup, EmmEssís, Pizzan, Bókabúð Grafarvogs, CoCo´s tískuverslun og Ekran.
Vegna fjölda þátttakenda og sóttvarnatakmarkanna var keppendum skipt á tvö svæði. Stúlknaflokkurinn alls 30 skádrottningar tefldi í fjölnýtistofu á meðan að  45 drengir kepptu í hátíðarsal skólans í eldri og yngri flokki.
Flestir þátttakendur voru frá Skákdeild Fjölnis en á meðal strákanna voru allir sterkustu skákmenn TR og Breiðabliks mættir.
Rimaskólastelpur hafa aldrei verið fjölmennari né beittari við skákborðið en núna í vetur og kom það greinilega í ljós á sumarskákmótinu þegar þær þær lentu í 10 af 11 efstu sætunum. Fjölnisstrákar höfðu minna að gera í gestina frá TR og Breiðablik og urðu að gefa þeim eftir efstu sætin.
Þeir Eiríkur Emil Hákonarson í eldri flokk og Kamil Roman Klimaszewski í yngri flokk stóðu sig best af Fjölnisstrákum en þær Hrafndís Karen Óskarsdóttir og Emilía Embla B. Berglindardóttir í hópi stúlkna.

Allir keppendur sem voru á aldrinum 6 – 16 ára gengu glaðir út í sumarið að loknu velheppnuðu skákmóti


Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga kl. 16:30 í Rimaskóla

Skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju fimmtudaginn 10. september í Rimaskóla kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús. Skákæfingar Fjölnis eru ókeypis fyrir alla áhugasama grunnskólakrakka í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Ætlast er til að þátttakendur kunni að tefla, þ.e. undirstöðuatriðin í skák. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts og boðið upp á veitingar í skákhléi. Í lok hverrar æfingar fer fram verðlaunaathöfn og dregið er í happadrætti. Á skákæfingum Fjölnis er krökkunum skipt upp í 2 – 3 hópa eftir getu, aldri eða jafnvel kyni. Umsjón með skákæfingum Fjölnis á fimmtudögum hefur Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölni og honum til aðstoðar eru efnilegir skákmenn úr hópi skákdeildarinnar. Séð verður til þess að nóg af spritti sé til staðar og skákkrakkarnir minntir á að spritta sig og eða þvo sér um hendur. skak@fjolnir.is. Skráið ykkur á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis og missið ekki af neinu.

Skák er skemmtileg.

Í vetur stendur til að bjóða skákkrökkunum upp á skákbúðir yfir tvo daga og eina nótt og miðað við fyrri reynslu eru skákbúðir Fjölnis mikið og skemmtilegt ævintýri auk þess sem hæfustu skákkennarar landsins sjá um skákkennslu. Skellum okkur í skákbúðir þegar tækifæri gefst og losnar um COVID takmarkanir.