Íslenskur stórmeistari til liðs við Íslandsmeistara Fjölnis
Grafarvogsbúinn og stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson hefur gengið til liðs við Skákdeild Fjölnis og mun tefla með skáksveit Íslandsmeistaranna á komandi keppnisvetri.
Bragi býr ásamt fjölskyldu sinni í hjarta Grafarvogs og okkur Fjölnismönnum er mikill akkur í að fá frábæran liðsstyrk og góðan félaga.
Velkominn Bragi í Skáksveit Fjölnis, Íslandsmeistara 2024.
Fimmtíu krakkar tefldu um fimmtán páskaegg á páskaskákæfingu Fjölnis
- Emilía Embla 6. bekk
- Walter 6. bekk
- Óskar 5. bekk
- Ómar Jón 5. bekk
- Unnur 6. bekk
- Helgi Tómas 3. bekk
- Sævar Svan 1. bekk
- Elsa Margrét 6. bekk
- Sigrún Tara 6. bekk
- Arthur 5. bekk
- Alexander Felipe 3. bekk
- Atlas 2. bekk
- Elma 6. bekk
- Karen Birta
- Magnea Mist 6. bekk
Sumarstörf Fjölnis 2024
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.
Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.
Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u
#FélagiðOkkar
Fjölnir A sveit eru Íslandsmeistarar skákfélaga
Íslandsmót Skákfélaga fór fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum.
Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24 og fengu því 20 stig - einstakt afrek hjá þéttri og vel samsettri sveit.
Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er Íslandsmeistari í skák og það á 20. afmælisári!
Fjölnir B vann einnig 3. deildina og teflir því í 2. deild á næsta keppnisári!
Við erum afskaplega stolt af flotta skákfólkinu okkar.
Áfram Skákdeild Fjölnis
Íslandsmeistarar Fjölnis ásamt Helga Árnasyni liðsstjóra og formanni Skákdeildarinnar.
Efsta röð f.v.: Paulius, Tomas, Kaido, Oliver Aron Jóhannesson.MIðröð: Dagur Ragnarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Hedinn Steingrimsson .
Fremsta röð f.v.: Sigurbjorn J. Bjornsson, Helgi Árnason, og Valery.
Fjölnisfólk Íslandsmeistarar barnaskólasveita 1.-3. bekkjar 2024
Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekkjar fór fram laugardaginn 26. febrúar í Rimaskóla. Tefldar voru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda. Alls tóku 110 krakkar þátt á mótinu, eða 26 skáksveitir.
Fjölnisfólkið okkar í Rimaskóla kom, sá og sigraði – en Fjölnir sendi fjórar sveitir til keppni.
A sveit Rimaskóla landaði Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð mótsins.
B sveit var efst B sveita og í 4. sæti yfirhöfuð.
D sveit var efst D sveita og í 6. sæti yfirhöfuð.
C sveit lenti í 12. sæti.
Helmingur þessara afrekssveita eru nemendur í 1. bekk og er augljóst að skákæfingar Fjölnis eru aldeilis að skila sér.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með þennan frábæra árangur!
#FélagiðOkkar 💛💙
Fjórar frá Fjölni á fyrsta "Stockholms Ladies" skákmótinu
Skáksamband Stokkhólms bauð Skákdeild Fjölnis að senda þátttakendur á skákhátíðina Stockhloms Ladies Weekend sem haldin verður í fyrsta skipti nú um helgina 2. – 3. sept.
Skákdeild Fjölnis tók boðinu og sendir til leiks fjórar skákkonur sem flugu út í morgun, föstudag. Þetta eru þær Tinna Kristín Finnbogadóttir, Liss Acevedo Méndez, Sigríður Björg Helgadóttir og Sóley Kría Helgadóttir. Tefldar verða 7 umferðir á mótinu með 30 +10 sek. umhugsunartíma. Fjórar skákir á morgun laugardag og þrjár á sunnudag. Það er skáksamband Stokkhólmsborgar sem stendur fyrir þessari kvennaskákhátíð og væntir þess að viðburðurinn verði árlegur. Þau Tomas Silfver og Pía Cramling fv. heimsmeistari kvenna eru í forsvari hátíðarinnar en þau þekkja bæði vel til þeirrar breiddar stúlkna og kvenna sem tefla undir merkjum Skákdeildar Fjölnis.
Skákdeild Fjölnis hefur 20. starfsárið - Boðið upp á fimmtudagsæfingar
Skákæfingar Fjölnis fyrir grunnskólakrakka hefjast 7. september og verða framvegis hvern fimmtudag í Rimaskóla frá kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis en miðað er við að þátttakendur þekki mannganginn og grunnatriði skáklistarinnar.
Í skákhléi er boðið upp á veitingar og í lok hverrar æfingar eru afhent verðlaun og dregið í happadrætti.
Skákdeild Fjölnis er að hefja sitt 20. starfsár. Allt frá fyrstu tíð hafa skákæfingarnar verið mjög vinsælar bæði meðal drengja og stúlkna. Öllum áhugasömum er bent á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis en þar er að finna upplýsingar um skákstarfið í Grafarvogi.
Umsjón með fimmtudagsæfingunum hefur Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis og hefur hann sér góða leiðbeinendur og aðstoðarmenn
Skák er skemmtileg.
Sumarskákmót Fjölnis
Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla á morgun fimmtudaginn 11. maí kl. 16:30-18:30. Skráning hefst kl. 16:10. Mætið tímanlega til skráningar.
- 6 umferðir tefldar
- 40 vinningar og happadrætti
- Hagkaup – Gullnesti – SAM-bíóin – Bókabúð Grafarvogs – Jói útherji og Skákdeild Fjölnis gefa vinninga
- Vignir Vatnar yngsti stórmeistarinn okkar leikur fyrsta leikinn
- Gauti Páll Jónsson skákstjóri
- Veitingar í lok mótsins
- Allir þátttakendur fá verðlaunapening
- Verðlaunabikarar
- Skemmtilegasta skákmót ársins
Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023
Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.
Skráning fer fram hér
Hvað er í boði?
- Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
- Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017
Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!