Októberfest Grafarvogs

Takið daginn frá!! Það er loksins komið að þessu! 🥳

 

Októberfest Grafarvogs verður haldið hátíðlegt í þriðja sinn, laugardaginn 17. september næstkomandi, í Fjölnishöllinni 🤩 Það tókst ekki að halda það í fyrra út af dotlu þannig búist er við miklu fjöri og mikilli aðsókn!
Tónlistaratriðin eru ekki af verri endanum en fram koma:

Magni Á móti sól
Jónsi Í svörtum fötum
Ragga Gísla
Dj Bragi

Frábær skemmtiatriði – Tryllt ball – Happdrætti – Gómsætur matur frá Múlakaffi – Hljóð, svið og ljós á heimsmælikvarða frá Sonik!

Miðaverð er 10.900 kr / Miðaverð á ball er 4.900 kr

ATH! Aðeins er selt á 6 eða 12 manna borð – fyrstur kemur fyrstur fær!

Miðasala og allar nánari upplýsingar á netfanginu vidburdir@fjolnir.is

Hlökkum mikið til! 🔥


Ísland í 7-8 sæti á BJK Cup og Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis krýnt Íslandsmeistarar TSÍ

BJK Cup blásið af vegna veðurs – Ísland í 7-8 sæti.

Íslenska kvennalandsliðið fékk ekki að spila lokaumferðina í BJK Cup í Makedóníu í dag. Þær áttu að spila gegn Albaníu um 7. sætið en vegna veðurs var öllum leikjum aflýst. Þar sem flest lið áttu pantað flug heim sunnudaginn 10. júlí og engin innanhúsaðstaða í boði á keppnisstað var þetta það eina í stöðunni.

Íslenska liðið endar því í 7.-8. sæti mótsins af 14 liðum sem tóku þátt. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá íslenska liðinu og munu þær án efa hækka um nokkur sæti á ITF alþjóðalistanum.

En þrjár af þeim sem tóku þátt fyrir Íslandshönd, þær Hera Björk, Bryndís María og Eygló Dís, eru Fjölniskonur!

Til hamingju stelpur!

Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis krýnt Íslandsmeistarar TSÍ

Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis var krýnt Íslandsmeistarar TSÍ í liðakeppni meistaraflokksins í tennis síðastliðinn mánudag!

Fjölnir vann 2-1 sigur á móti Tennisklúbbur Víkings í úrslitaleik meistaraflokk kvenna: TVÍLIÐALEIK –  Irka Cacicedo Jaroszynski og Saule Zukauskaite (Fjölnir) unnu Kristín Hannesdóttir og Garima Kalugade (Víking), 9-2.   EINLIÐALEIK:  Garima vann Eygló Dís Ármannsdóttir (Fjölnir) 6-2, 6-4;  Bryndís Rósa Armesto Nuevo (Fjölnir) vann Kristín 6-0,6-2.  HMR kvennalið – Anna Katarína Thoroddsen, Hildur Eva Mills og Riya Kalugade kláraði í 3. sæti.

Í úrslitaleik meistaraflokks karla vann HMR 3-0 sigur á móti Víking:   TVÍLIÐALEIK – Rafn Kumar Bonifacius og Sigurbjartur Sturla Atlason (HMR) vann Raj K. Bonifacius og Rúrik Vatnarsson (Víking), 9-4;  EINLIÐALEIK:  Rafn vann Raj 6-2, 6-2;  Sigurbjartur vann Rúrik 2-6, 6-3, 10-5. Fjölnis karlalið – Harry Williams, Ólafur Helgi Jónsson, Óskar Knudsen, Sindri Snær Svanbergsson & Sturla Óskarsson hampaði 3.sætið.

Hin liðakeppnis úrslit voru eftirfarandi:

U14 Börn

 1. Fjölnir
 2. HMR A
 3. HMR 1

30+ Karlar

 1. Víking
 2. HMR
 3. Fjölnir

30+ Kvenna

 1. Fjölnir
 2. Víking
 3. HMR

50+ Karlar

 1. Víking
 2. Fjölnir

Hægt er að lesa nánar og sjá myndir frá mótinu inni á https://tsi.is/2022/07/tennisdeild-fjolnis-og-hmr-kryndir-islandsmeistarar-tsi-i-lidakeppni-i-dag/


Stundaskrá sunddeildar Fjölnis haust 2022

*Birt með fyrirvara um breytingar.

Hér fyrir neðan er tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamanns. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund

HópurAldur
Garpar18 ára og eldri
A - hópur Hákarlar10-15 ára
B - hópur Háhyrningar8-12 ára
C - hópur Höfrungar7-11 ára
D - hópur Sæljón7-9 ára
Selir6-8 ára
Skjaldbökur5-6 ára
Sæhestar4-5 ára
Síli með foreldrum2-3 ára

Íslenska kvennalandsliðið á BJK CUP í tennis

Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Skopje í Norður Makedóníu að keppa á BJK CUP - Heimsmeistaramótinu í liðakeppni Europe / Africa group III. Mótið stendur yfir dagana 4-9 júlí. Liðið samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:

Anna Soffía Grönholm
Hera Björk Brynjarsdóttir
Eva Diljá Arnþórsdóttir
Bryndís María Armesto Nuevo
Eygló Dís Ármannsdóttir

Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að Fjölnir á þrjár af þeim stelpum sem taka þátt fyrir Íslands hönd; Heru Björk, Bryndísi Maríu og Eygló Dís en þetta er í fyrsta sinn sem Eygló og Bryndís eru valdar til að keppa fyrir hönd Íslands með A landsliði.

Fyrsti leikur íslenska liðsins var í gær, miðvikudaginn 6. júlí gegn Seychelles. Íslenska liðið spilaði glimrandi tennis og vann Seychelles 3-0 í viðureignum.

Hera Björk Brynjarsdótir spilaði nr. 2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Cylvie Delpech og tryggði sér öruggan sigur, 6-1 6-0

Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir spiluðu tvíleikinn fyrir hönd Íslands og áttu frábæran leik þar sem þær töpuðu ekki einni einustu lotu og unnu 6-0 6-0.

Frábær byrjun á mótinu hjá stelpunum og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu!

Áfram Ísland! Áfram Fjölnir!


Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis

Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis

Knattspyrnudeild Fjölnis er á fullu að skipuleggja næsta knattspyrnu ár og á komandi tímabili verða breytingar á yfirþjálfarateymi 8.-2. flokka Fjölnis er Luka Kostic og Björn Breiðfjörð Valdimarsson taka saman við keflinu.

Björn hefur sinnt yfirþjálfarastarfinu ásamt Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni frá því í byrjun sumars, eftir að hafa komið sterkur og metnaðarfullur inn í Fjölnisstarfið sem þjálfari haustið 2021. Hann er uppalinn leikmaður hjá Gróttu og spilaði sjálfur upp alla flokka í því félagi. Björn er með A þjálfaragráðu UEFA og þrátt fyrir fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars starfað sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu og þjálfað alla flokka í því félagi að meistaraflokki undanskildum. Hjá Fjölni hefur Björn þjálfað 3., 4. og 6. flokk karla.

Luka Kostic kemur nýr inn í félagið en býr að áratuga reynslu úr knattspyrnuheiminum. Sem atvinnumaður hefur hann spilað 112 leiki i meistaraflokki og unnið fjölda titla með ÍA. Luka hefur þjálfað U-16, U-17 og U-21 landslið karla , meistaraflokka Grindavíkur, Hauka, Þórs A., KR og Víkings og yngri flokka KR og Hauka auk þess að hafa boðið upp á einstaklingsþjálfun sem fjöldi núverandi og fyrrverandi atvinnumanna og -kvenna hafa nýtt sér. Hann hefur þróað metnaðarfull tól til knattspyrnuþjálfunar einstaklinga sem og liða og sótt sér menntun og þekkingu m.a. til KSÍ og UEFA.

Luka og Björn munu saman hafa yfirumsjón með þjálfun, afreksþjálfun og tækniþjálfun, sem kynnt verður betur á komandi vetri, karla og kvenna í  8.-2. flokkum félagsins. Þannig er stuðlað að auknu jafnrétti á milli kynja og sama krafa um gæði og markmið æfinga hjá karla- og kvennaflokkum. Í samvinnu við frábært þjálfarateymi Fjölnis er markmiðið að byggja enn frekar upp félagið, iðkendur og liðsheild.

Við bjóðum Luka hjartanlega velkominn í Fjölni og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Birni.

Jafnframt þökkum við Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni, fráfarandi yfirþjálfara samstarfið og fyrir frábærlega vel unnin störf.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar fagnar þessu nýja skipulagi og hlakkar til næsta knattspyrnuárs með metnað, virðingu, samkennd og heilbrigði að leiðarljósi.

 

Stjórn Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis


Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga

Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga fer fram hjá Gerplu í Versölum næstu helgi, dagana 2.-3. Júlí. Allt fremsta fimleikafólk Norðurlandanna verður á staðnum og keppir um titla í liðakeppni, fjölþraut, einstaklinga og á einstökum áhöldum.

Frá kl 8:30-13:10 á laug­ar­dag­inn verður keppt í ung­linga­flokki.

Frá kl 14:30-20:40 á laug­ar­dag­inn verður keppt í full­orðins­flokki.

Sunnu­dag­inn verður keppt frá kl 10-16 í full­orðins- og ung­linga­flokki.

Okkur er sönn ánægja að greina frá því að strákarnir okkar, Davíð Goði og Sigurður Ari, voru valdir í unglingalandsliðið fyrir Norðurlandamótið. Sigurður Ari hefur einnig verið valinn til að taka þátt í EYOF sem fram fer í Slóvakíu 24.-30. Júlí og svo Evrópumótinu sem fram fer í Munhen 11.-14. ágúst.

Innilega til hamingju strákar!


Körfuboltabúðir 27. júní - 1. júlí

Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 27. júní - 1. júlí með Aroni Guðmundi.

Skráning fer fram á fjolnir.felog.is

Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is