Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Fjölnis

Samstarf Fjölnis og Fylkis í meistaraflokki kvenna í handbolta verður ekki framlengt, en félögin komust að sameiginlegri niðurstöðu eftir að tímabilinu í Grill 66 deild kvenna lauk. Meistaraflokkur kvenna mun á ný keppa undir merkjum Fjölnis frá og með næsta tímabili.

Samstarf félaganna hófst fyrir tímabilið 2020-2021 og stóð yfir í þrjú keppnistímabil.

Við viljum þakka Fylki fyrir samstarfið undanfarin ár.

Áframhaldandi samstarf félaganna í 3. og 4. flokki karla og kvenna er í vinnslu og vonumst við eftir því að geta kynnt það á næstu vikum.

#FélagiðOkkar