Haustmót í eldri þrepum

Nú um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, þar sem að Fjölnir átti keppendur í 1. þrepi. En mótið var haldið í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns.

 

Okkar stelpur stóðu sig vel og má líta á þetta mót sem góða byrjun á árinu.

 

Helstu úrslit:

 

  1. Þrep 13 ára og yngri –  Júlía Ísold Sigmarsdóttir  1. sæti á Stökki og Slá
  1. Þrep 14 ára og eldri –  Helena Hulda Olsen 2. sæti á Gólfi

Telma Guðrún Þorsteinsdóttir – 3. sæti á slá


Fjölnismótið í körfubolta fyrir börn fædd 2012-2016

Helgina 19-20 nóvember fer Fjölnismótið fram með pompi og prakt í Dalhúsum og Fjölnishöllinni í Egilshöll.

Fjölnismótið er eitt allra skemmtilegasta mót sem haldið er fyrir þennan aldurshóp!

Meðal þess sem verður gert er meiriháttar körfuboltafjör, kvöldvaka á laugardagskvöldinu og einnig verður frítt í bíó!

Verðið er 6500 kr. fyrir hvern þátttakanda og fer skráning fram í gegnum karfa@fjolnir.is. Skráningu lýkur 13. nóvember.

 

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um mótið:

Fjölnismótið


Málstofa HKK um stöðu kvenna í stjórnum knattspyrnudeilda

Ungmennafélagið Fjölnir vekur athygli á málstofu sem Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir um framtíð knattspyrnu kvenna á Íslandi. Málstofan verðu haldin fimmtudaginn 27. október, þar sem staða kvenna knattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi.

Yfirskrift málstofunnar er „Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!“ Knattspyrna kvenna er sú hlið íþróttarinnar sem vex hvað hraðast í heiminum og bæði UEFA og FIFA hafa skilgreint sem framtíð knattspyrnunnar. Það má líkja stöðu stjórna íþróttafélaga í dag við stöðu stjórna fyrirtækja áður en sérstök lög voru sett um hlutfall kvenna í þeim. Á málþinginu verður rætt hvort gera þurfi það sama fyrir íþróttafélög – og þá sérstaklega fyrir knattspyrnudeildir – ef mark er á takandi á fréttum undanfarnar vikur um stöðu knattspyrnu kvenna hjá nokkrum
félögum á landinu.

Önnur mál sem verða til umræðu á málstofunni:

  • Afhverju eru konur í miklum minnihluta stjórna í knattspyrnudeildum á Íslandi?
  • Hvernig er hægt að breyta því?
  • Hvað þurfa margar konur að vera í stjórn til að hafa áhrif?

Þátttakendur í málstofunni verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og alþingismaður, Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Artic Adventures, og Helena Jónsdóttir sem hefur skrifað mastersverkefni um þetta málefni og mun fara yfir niðurstöður þess sem varpa nýju ljósi á þessa umræðu. Stjórnandi málstofunnar verður Bogi Ágússton fréttamaður.

Málstofan verður haldin fimmtudaginn 27. október kl. 17.30-19.30 í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Hún er öllum opin og verður einnig í beinu streymi í gegnum heimasíðu HKK (knattspyrnukonur.is) og á Facebook síðu samtakanna.

 

Hér má finna link á streymið

Hér er einnig linkur á Facebook viðburðinn


Baldvin Þór Berndsen framlengir til 2025!

Varnarmaðurinn ungi, Baldvin Þór Berndsen, hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2025. Baldvin sem fæddur er 2004 var máttarstólpi í Íslandsmeistaraliði 2. flokks auk þess sem hann spilaði 10 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í sumar.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Baldvini til hamingju með nýjan samning og hlakkar til að fylgjast með honum næstu árin.
#FélagiðOkkar 💛💙


Þorrablót Grafarvogs 2023

Hið margrómaða Þorrablót Grafarvogs 2023 verður haldið hátíðlegt þann 21. janúar næstkomandi!

Hér við hliðina má sjá borðaskipanina. Til þess að panta borð þarf að senda email á vidburdir@fjolnir.is

Miðasala á ballið sjálft fer í gegnum tix.is

Hlökkum til að sjá ykkur í partýi aldarinnar!

Uppfært 1. desember 2022

Skákhátíð í höllinni

Það fór vel um 350 skákmenn og skákkonur í Fjölnishöll í Egilshöllinni á Íslandsmóti skákfélaga, fyrri hluta, sem fram fór um helgina í Úrvalsdeild og í 1. – 4. deild.
Skákdeild Fjölnis hefur í 15 ár skaffað þessu fjölmennasta skákmóti heppilegt húsnæði og þar með keppnisskilyrði, fyrst í Rimaskóla og nú annað árið í röð í Fjölnishöll.

Það sem einkennir mótið er óvenju breið aldursdreifing keppenda. Þeir eru á aldursbilinu frá yngstu bekkjum barnaskóla og allt upp i 90 ára öldunga. Þarna eru mættir íslensku stórmeistararnir, erlendir stórmeistarar sem styrkja skáksveitir úrvals-og 1. deildar svo og þekktir íslenskir einstaklingar sem kunna ýmislegt fyrir sér í skáklistinni.
Skákmenn kunna vel við sig í rúmgóðri Fjölnishöll og njóta veitingasölunnar sem efnilegar skákstúlkur Fjölnis sinna og safna fyrir þátttöku á skákmóti erlendis næsta ár.
Skákdeild Fjölnis sendi 3 skáksveitir til leiks á Íslandsmótið og eru flestir skákmenn Fjölnis uppaldir Grafarvogsbúar og íbúar í hverfinu.

A sveitin teflir i 6 liða efstu deild og á þar í harðri baráttu um að halda sæti sínu. Með A sveitinni tefldi tvítugur stórmeistari, Litháinn Valery Kazakouski sem náði 80% vinningshlutfalli og vakti taflmennska hans athygli og aðdáun.

Síðari hluti Íslandsmótsins verður tefldur í Fjölnishöll í Egilshöll helgina 17. – 19. mars 2023.


Daníel, Arnar og Sölvi skrifa undir!

Knattspyrnudeild Fjölnis samdi í vikunni við þrjá unga og efnilega Fjölnismenn sem eru að ganga upp úr 2. flokki félagsins.

Daníel Smári Sigurðsson (2003) er kröftugur hafsent sem síðastliðin tvö tímabil hefur verið á láni hjá Vængjum Júpíters og fengið dýrmæta reynslu í meistaraflokki þar sem hann meðal annars fór upp úr 4. deild með Vængina sumarið 2021. Ásamt því að spila með Vængjunum hefur Daníel verið lykilmaður í sterku 2. flokks liði Fjölnis sem vann Íslandsmeistaratitillinn á þessu sumri. Á lokahófi Vængja og 2. flokks var Daníel valinn Besti Leikmaðurinn í bæði Vængjum og 2. flokki.

Arnar Ragnar Guðjohnsen (2003) er vinstri bakvörður sem kom til baka í ár eftir erfið hnémeiðsli árið 2021. Arnar stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn sem lykilleikmaður í liðinu sem landaði Íslandsmeistaratitlinum ásamt því að vera á láni hjá Vængjum Júpíters þar sem hann spilaði 8 leiki og skoraði 4 mörk!

Sölvi Sigmarsson (2003) er leikinn miðjumaður sem lenti í slæmum meiðslum í sumar en fram að því var hann lykilmaður í 2. flokks liði Fjölnis ásamt því að vera á láni hjá Vængjum Júpíters í 3. deildinni þar sem Sölvi spilaði stórt hlutverk með þeim. Sölvi er búinn að sinna endurhæfingunni vel og fagnar knattspyrnudeildin því að hann er kominn aftur á ról og byrjaður að æfa á fullu eftir meiðslin.

Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við að þessir leikmenn taki skrefið upp í meistaraflokk félagsins á komandi árum og eigi bjarta framtíð hjá félaginu.

#FélagiðOkkar


Freyja Dís valin í æfingahóp U16!

Freyja Dís Hreinsdóttir valin í æfingahóp U16!

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið æfingahóp til að taka þátt í úrtaksæfingum dagana 24. – 26. október næstkomandi. Æft verður í Miðgarði, Garðabæ. Til æfinga að þessu sinni eru valdir 32 leikmenn frá 16 félögum

Til hamingju með þetta Freyja Dís

#FélagiðOkkar!


Júlía á Junior Grand Prix

Núna hefur Júlía lokið keppni á tveimur mótum í Junior Grand Prix mótaröðinni.

Fyrst fór hún til Ostrava, Tékklandi sem fór fram 31. ágúst-3. september síðastliðin og fékk þar 34,01 fyrir stutta prógramið og 50,28 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 84,29.

Núna 12. - 15. október fór hún Júlía til Egna, Ítalíu stóð sig með prýði. Hún fékk þar 40,50 fyrir stutta prógramið og 58,74 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 99,24.

Hægt er að sjá mikla bætingu á milli móta hjá henni og munum við fylgjast vel með henni á tímabilinu og í komandi framtíð.

Við viljum óska henni Júlíu innilega til hamingju með árangurinn og okkur hlakkar til að sjá meira frá henni.