Aðalfundir deilda - framboð og næstu fundir
Aðalfundir skák- og frjálsíþróttadeildar fóru fram síðasta mánudag. Á fundi skákdeildar var öll stjórn endurkjörin. Helgi Árnason var endurkjörinn formaður, Erlingur Þorsteinsson varaformaður, Margrét Cela ritari, Jóhann Arnar Finnsson gjaldkeri og Gunnlaugur Egilsson meðstjórnandi. Til varamanns stjórnar var Aneta Kamila Klimaszweska kjörin.
Á aðalfundi frjálsíþróttadeildar voru fjórir nýir stjórnarmeðlimir kjörnir. Sigurgeir Björn Geirsson tekur við sem formaður, Auður Aðalbjarnardóttir var endurkjörin varaformaður, Kristín Rut Kristinsdóttir kemur ný inn sem meðstjórnandi, Vilhjálmur Jónsson tekur við sem fulltrúi skokkhóps og Ágúst Jónsson var endurkjörinn í meðstjórn.
Fjölnir býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Hinar níu deildir Fjölnis halda sína aðalfundi nú á næstu dögum. Í dag, miðvikudag, verða fundir fimleika- og íshokkídeildar og á morgun, fimmtudag, verða fundir körfuknattleiks- og sunddeildar. Frestur til framboða í þær deildir er liðinn en framboð til stjórna verða að berast fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Þau framboð sem hafa borist í stjórn fimleikadeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Helga Ásdís Jónasdóttir gefur kost á sér á ný sem formaður deildarinnar.
Gunnar Bjarnason og Álfheiður Sif Jónasdóttir gefa einnig kost á sér á ný í stöðu meðstjórnenda.
Tanya Helgason gefur kost á sér í stöðu meðstjórnanda
Þau framboð sem borist hafa í stjórn íshokkídeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Elín D. Guðmundsdóttir gefur kost á sér í stöðu formanns
Gróa Björg Gunnarsdóttir býður sig fram sem meðstjórnanda.
Þau framboð sem borist hafa í stjórn Körfuknattleiksdeild Fjölnis eru eftirfarandi:
Í stöðu formanns hafa borist tvö framboð, Salvör Þóra Davíðsdóttir og Jón Ólafur Gestsson
Eftirfarandi hafa boðið sig fram sem meðstjórnendur:
Magnús Dagur Ásbjörnsson
Smári Hrafnsson
Jón Pétur Zimsen
Marteinn Þorkelsson
Arnar B. Sigurðsson
Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki formaður)
Til varamanns stjórnar:
Alexander Þór Hafþórsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki í stjórn)
Á mánudag, 13. febrúar, verður aðalfundur knattspyrnudeildar haldinn. Þau framboð sem hafa borist eru eftirfarandi:
Björgvin Bjarnason gefur kost á sér sem formaður knattspyrnudeildar
Eftirfarandi hafa öll gefið kost á sér í stjórn:
Árni Hermannsson
Hjörleifur Þórðarson
Trausti Harðarson
Arnar Freyr Reynisson
Sigursteinn Brynjólfsson
Sigríður María Jónsdóttir
Til varamanns stjórnar:
Brynjar Bjarnason
Enn er hægt að bjóða sig fram í stjórn knattspyrnudeildar en tekið er á móti framboðum þar til 5 dögum fyrir aðalfund. Við minnum einnig á að hægt verður að bjóða sig fram í laus sæti á aðalfundunum sjálfum.
Þrepamót í 4. og 5.þrepi
07/02/2023Fimleikar,Félagið okkar
Nú um helgina fór fram Þrepamót 2. Mótið var haldið í fimleikasal Gerplu í Versölum.
Keppt var í 4. og 5. .þrepi drengja og stúlkna og átti Fjölnir nokkra keppendur á mótinu.
Öll úrslit má skoða Hér
Meðfylgjandi eru svipmyndir sem voru birtar á heimasíðu fimleikasambandsins
Guðlaug Ásgeirsdóttir gengur til liðs við Fjölni
Guðlaug Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Fjölni. Guðlaug, sem er fædd árið 2005, er uppalin hjá Val en kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Guðlaug er kantmaður, fljót og vinnusöm og með auga fyrir mörkum og stoðsendingum. Hún á að baki 30 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 4 mörk.
Knattspyrnudeild Fjölnis fagnar komu Guðlaugar og bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka leikmann.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Lovísa María Hermannsdóttir
Fjölnir hefur samið við Lovísu Maríu Hermannsdóttur út tímabilið 2024. Lovísa, sem er fædd árið 2001, er uppalin hjá FH en lék á síðasta tímabili með ÍH í 2. deild. Hún hefur samtals leikið 17 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark. Lovísa er sókndjarfur hægri bakvörður og er frábær viðbót við þann unga og spennandi sem við erum að byggja upp.
Það er því mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka leikmann sem verður spennandi að fylgjast með í sumar. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

TVÆR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK
Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í kvöld þegar Fjölnir mætti ÍH í æfingaleik félaganna sem endaði með Fjölnis sigri 6-4.
Stúlkurnar Sara Sif Builinh Jónsdóttir og María Sól Magnúsdóttir eru báðar uppaldar hjá Fjölni.
Leikurinn var æfingaleikur hjá meistaraflokknum og var mjög spennandi og jafn leikur þar til Fjölnis stúlkur kláruðu leikinn á loka mínútunum.
Fyrsta mark Fjölnis skoraði Alda Ólafsdóttir, þá fylgdi Marta Björgvinsdóttir eftir með annað mark liðsins, því næst Aníta Björg Sölvadóttir, þá Harpa Sól Sigurðardóttir með fjórða mark liðsins og var þá jafnt 4-4 þar til Aníta Björg Sölvadóttir kom með sitt annað mark í leiknum og færði Fjölni yfir í 5-4. Tinna Sól Þórsdóttir kom svo með lokamark leiksins og lauk leik 6-4 í verðskulduðum Fjölnis sigri. Bæði liðin munu spila í 2. deild í sumar og er stefna Fjölnis að sjálfsögðu að komast upp í Lengjudeildina.
Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Adna Mestovic, Alda Ólafsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Petra Hjartardóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Þórunn Eva Ármann og Vala Katrín Guðmundsdóttir.
ÁFRAM FJÖLNIR
Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis
Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn.
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
Hlökkum til að sjá ykkur

Aðalfundur fimleikadeildar Fjölnis
Aðalfundur fimleikadeildar Fjölnis fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 18:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn.
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
Hlökkum til að sjá ykkur!

Tveir fulltrúar Fjölnis á Nordics Open @ RIG 2023
Nú 2.-5. febrúar fer fram Norðurlandamót á listskautum. Við erum afar stolt af því að Fjölnir á tvo fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd á mótinu.
Þær Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Lena Rut Ásgeirsdóttir keppa í junior / unglingaflokki. Keppt verður í Skautahöllinni í Laugardal en aðalæfingar fara fram í Egilshöll.
Allar upplýsingar um mótið má nálgast hér: https://www.iceskate.is/nordics2023/
Frítt er fyrir 12 ára og yngri en hér er hægt að kaupa miða fyrir þá sem eru eldri en 12: https://www.corsa.is/is/register/105
Við óskum Júlíu og Lenu góðs gengis!
Lúkas Logi til Vals
Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samþykkt kauptilboð Vals í Lúkas Loga Heimisson.
Lúkas Logi er 19 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Fjölni en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 41 leik fyrir félagið og skorað í þeim 13 mörk. Á síðasta tímabili sneri hann aftur í Voginn eftir tæplega ársdvöl á láni hjá Empoli FC á Ítalíu þar sem hann lék með U19 ára liði félagsins við góðan orðstír.
Knattspyrnudeild Fjölnis vill þakka Lúkasi fyrir þau góðu ár sem hann hefur leikið fyrir félagið og óskar honum alls hins besta hjá nýju félagi.

Harpa Sól Sigurðardóttir snýr aftur í Voginn
Harpa Sól Sigurðardóttir snýr aftur í Voginn og semur við Knattspyrnudeild Fjölnis til næstu tveggja ára, út tímabilið 2024. Harpa Sól, sem er fædd árið 2004, kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Hún lék áður með FH og Breiðablik. Harpa Sól, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur leikið 15 KSÍ leiki og skorað í þeim tvö mörk.
Það er mikið fagnaðarefni að fá Hörpu Sól aftur heim í Voginn. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tíma saman og bindur miklar vonir við þennan öfluga leikmann.
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
