Daníel, Arnar og Sölvi skrifa undir!

Knattspyrnudeild Fjölnis samdi í vikunni við þrjá unga og efnilega Fjölnismenn sem eru að ganga upp úr 2. flokki félagsins.

Daníel Smári Sigurðsson (2003) er kröftugur hafsent sem síðastliðin tvö tímabil hefur verið á láni hjá Vængjum Júpíters og fengið dýrmæta reynslu í meistaraflokki þar sem hann meðal annars fór upp úr 4. deild með Vængina sumarið 2021. Ásamt því að spila með Vængjunum hefur Daníel verið lykilmaður í sterku 2. flokks liði Fjölnis sem vann Íslandsmeistaratitillinn á þessu sumri. Á lokahófi Vængja og 2. flokks var Daníel valinn Besti Leikmaðurinn í bæði Vængjum og 2. flokki.

Arnar Ragnar Guðjohnsen (2003) er vinstri bakvörður sem kom til baka í ár eftir erfið hnémeiðsli árið 2021. Arnar stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn sem lykilleikmaður í liðinu sem landaði Íslandsmeistaratitlinum ásamt því að vera á láni hjá Vængjum Júpíters þar sem hann spilaði 8 leiki og skoraði 4 mörk!

Sölvi Sigmarsson (2003) er leikinn miðjumaður sem lenti í slæmum meiðslum í sumar en fram að því var hann lykilmaður í 2. flokks liði Fjölnis ásamt því að vera á láni hjá Vængjum Júpíters í 3. deildinni þar sem Sölvi spilaði stórt hlutverk með þeim. Sölvi er búinn að sinna endurhæfingunni vel og fagnar knattspyrnudeildin því að hann er kominn aftur á ról og byrjaður að æfa á fullu eftir meiðslin.

Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við að þessir leikmenn taki skrefið upp í meistaraflokk félagsins á komandi árum og eigi bjarta framtíð hjá félaginu.

#FélagiðOkkar


Freyja Dís valin í æfingahóp U16!

Freyja Dís Hreinsdóttir valin í æfingahóp U16!

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið æfingahóp til að taka þátt í úrtaksæfingum dagana 24. – 26. október næstkomandi. Æft verður í Miðgarði, Garðabæ. Til æfinga að þessu sinni eru valdir 32 leikmenn frá 16 félögum

Til hamingju með þetta Freyja Dís

#FélagiðOkkar!


Júlía á Junior Grand Prix

Núna hefur Júlía lokið keppni á tveimur mótum í Junior Grand Prix mótaröðinni.

Fyrst fór hún til Ostrava, Tékklandi sem fór fram 31. ágúst-3. september síðastliðin og fékk þar 34,01 fyrir stutta prógramið og 50,28 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 84,29.

Núna 12. - 15. október fór hún Júlía til Egna, Ítalíu stóð sig með prýði. Hún fékk þar 40,50 fyrir stutta prógramið og 58,74 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 99,24.

Hægt er að sjá mikla bætingu á milli móta hjá henni og munum við fylgjast vel með henni á tímabilinu og í komandi framtíð.

Við viljum óska henni Júlíu innilega til hamingju með árangurinn og okkur hlakkar til að sjá meira frá henni.


Rótarý á Íslandi verðlaunar Skákdeild Fjölnis og skákstarf Rimaskóla

Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis, við viðurkenningu og veglegum styrk Verðlauna-og styrktarsjóðs Rótarý á Íslandi. Athöfnin fór fram á Umdæmisþingi Rótarý á Íslandi sem haldið var í Gullhömrum Grafraholti.

Þetta er mikill heiður og viðurkenning á líflegu starfi Skákdeildar Fjölnis sem á sér fáa líka hvað varðar fjölda þátttakenda og jafns kynjahlutfalls.

Til hamingju Fjölniskrakkar. Fram til sigurs

#FélagiðOkkar


Óliver og Sigurvin til Fjölnis

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur gengið frá samningum við þá Óliver Dag Thorlacius og Sigurvin Reynisson til tveggja ára, út tímabilið 2024. Báðir koma þeir til félagsins frá Gróttu.

Óliver er 23 ára miðjumaður sem spilað hefur með Gróttu frá tímabilinu 2018 en þar áður var hann á mála hjá KR þar sem hann er uppalinn. Óliver á að baki 136 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 27 mörk. Auk þess á hann átta leiki með yngri landsliðum Íslands.

Sigurvin sem er 27 ára varnarsinnaður miðjumaður er uppalinn hjá Fylki en hefur leikið með Gróttu síðan 2016. Á síðasta tímabili var Sigurvin frá vegna anna en mun snúa aftur á völlinn með Fjölni á komandi tímabili. Hann á að baki 177 leiki í meistaraflokki, þar af 16 í efstu deild.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir félagið að semja við þessa öflugu leikmenn sem eru frábær viðbót við hópinn. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar býður þá hjartanlega velkomna í Voginn.


Icepharma veitir BUR styrk í minningu Hálfdánar Daðasonar

Í síðustu viku veitti Icepharma Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis veglegan styrk í minningu Hálfdánar Daðasonar sem starfað hafði á heilsu- og íþróttasviði fyrirtækisins.

Styrkurinn er veittur til að heiðra minningu Hálfdánar sem var sannur Fjölnismaður og virkur í foreldrafélögum knattspyrnudeildarinnar.

BUR hefur stofnað styrktarsjóð sem ætlað er að stuðla að fræðslu um geðheilbrigði og efla forvarnarstarf hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar félagsins.

Við sendum kærar þakkir til Icepharma

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis


FJÖLNIR X PUMA

Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!

Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir

Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.

Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.

Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!

#FélagiðOkkar

Myndir: Gunnar Jónatansson


2.FLOKKUR KARLA ERU ÍSLANDSMEISTARAR 2022!!🏆

Strákarnir í 2. flokki fengu afhendan Íslandsmeistaratitilinn eftir 4-2 sigur gegn HK á Extra vellinum þann 15.september. Það var fjölmennt í stúkunni og mikil fagnaðarlæti þegar bikarinn fór á loft.

Árni Steinn Sigursteinsson er markakóngur Íslandsmótsins með 18 mörk

 

 

 

 

 

Þetta er mikið afrek og í fyrsta sinn í sögu Fjölnis sem 2. flokkur karla verður Íslandsmeistari. Innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir: Baldvin Örn Berndsen

#FélagiðOkkar


Aldís Kara í Fjölni

Við viljum bjóða Aldísi Köru Bergsdóttur velkomna í Fjölni, en hún skautaði áður hjá Skautafélagi Akureyrar. 

Aldís Kara hefur slegið hvert metið á eftir öðru fyrst í unglingaflokki og nú í fullorðinsflokki. Þar á meðal hefur hún margsett Íslandsmet í báðum flokkum. Hún er fyrsti íslenski skautarinn til þess að ná alþjóðlegum stigaviðmiðum á Heimsmeistaramót unglinga sem var í mars 2020 og inn á Evrópumeistaramót fullorðinna sem var haldið í janúar 2022. 

Ásamt þessu hefur hún verið tilnefnd sem skautakona ársins þrisvar sinnum. 

Við óskum henni góðs gengis og okkur hlakkar til að fylgjast með henni.