Haustönn Fimleikadeild

Haustönn 2022

Keppnishópar byrja að æfa samkvæmt hausttöflu í dag, mánudaginn 29.ágúst.
Dagskrá hjá öllum öðrum hópum hefst samkvæmt stundatöflu 1.september
Stundatöflur eru aðgengilegar á iðkendaappinu XPS - leiðbeiningar fyrir nýja notendur eru að finna á heimasíðunni okkar
www.fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/


Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu 17. september 2022

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 17. september 2022 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið er tengt við Októberfest í Grafarvogi sem er síðar um kvöldið í Egilshöll.

Yngstu árgangar sem bætast við frá því síðast eru '01 og '02 og við bjóðum þá árganga hjartanlega velkomna.

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst kl. 9:00 og klárast kl. 13:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Októberfest um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Egilshöll á okkar heimvelli í Grafarvogi!

Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 4.900 kr.
Októberfest (borðhald og ball) = 10.900 kr.
Árgangamót + Októberfest = 12.900 kr.
Árgangamót + Ball = 7.400 kr.

Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.

Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á argangamot@fjolnir.is.

Árgangamótin hafa slegið í gegn en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt síðast sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

Hér má finna viðburð mótsins á facebook:

https://fb.me/e/3uCriRPFS

Hlökkum til að sjá ykkur 17. september í Egilshöll!

#FélagiðOkkar

 


Byrjun annar - Fimleikadeild

Nú fer sumrinu að ljúka en við erum spennt að byrja nýja fimleikaönn.

Iðkendur í keppnishópum geta nálgast sínar töflur inná XPS, en þar eiga stundatöflur haustannar að vera aðgengilegar fyrir alla skráða iðkendur.
Stundatöflur fyrir flesta aðra hópa eru aðgengilegar á heimasíðunni okkar www.fjolnir.is en grunnhópar, æfingahópar og parkour byrjar að æfa samkvæmt stundatöflu 1.september
Ef upp koma spurningar sendið línu á fimleikar@fjolnir.is

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.

Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.

Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3.flokks og stutt í framhaldið að þær verði hluti af U20/2.flokk og meistaraflokki Fjölnis.

Það voru þeir Gunnar Hauksson aðalþjálfari 3.flokks kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Trausti Harðarson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.

Leikmenn sem samið var við eru: María Sól Magnúsdóttir, Auður Erla Jónasdóttir, Bjarney Ósk Hilmarsdóttir, Sara Sif Builinh Jónsdóttir, Agnes Lív Pétursdóttir Blöndal, , Hugrún Björk Ásgeirsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir og Thelma Veronika Ingvarsdóttir.


Magnús Haukur Harðarson tekur við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni á nýju tímabili

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hefur samið við Magnús Hauk Harðarson að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni á nýju tímabili. Þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Theódór Sveinjónsson munu klára tímabilið með liðinu en undir þeirra stjórn fór Fjölnir upp úr 2.deild yfir í Lengjudeildina. Einnig hafa þeir félagar verið öflugir yngri flokks þjálfarar hjá félaginu og hefur gengið vel hjá U20/2.flokki kvenna undir þeirra stjórn. Fjölnir þakkar þeim fyrir störf sín fyrir meistaraflokkinn.

Magnús Haukur er í dag þjálfari hjá Val ásamt því að vera annar af tveimur þjálfurum meistaraflokksliðis KH. Þá er Magnús vel kunnugur starfi innan Fjölnis, hann byrjaði sinn þjálfaraferil þar sem barna- og unglingaþjálfari og hefur áður komið að meistaraflokk kvenna hjá félaginu sem einn af aðstoðarþjálfurum. Frá Fjölni fór Magnús yfir til FH og frá FH lá leið Magnúsar yfir til Vals ásamt því að vera í þjálfarateymi KH.

Fjölnir býður Magnús velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins.

 


Tenniskrakkar Fjölnis á ICG

Fjölnir átti 3 af 4 tennis-krökkum sem spiluðu fyrir hönd Reykjavík á International Children’s Games U15 sem fór fram í Coventry á Englandi dagana 11.-16. ágúst. Yfir 1.500 ungmenni ferðuðust til Coventry til að taka þátt í sjö íþróttum. Þátttakendur í tennis, borðtennis og klifur voru valdir í gegnum ÍBR til að taka þátt.

Tennis liðið var:

Saulè Zukauskaite -Fjölnir
Íva Jovisic – Fjölnir
Daníel Pozo – Fjölnir
Þorsteinn þorsteinnsson – Víkingur

Einnig fór tennis-þjálfarinn okkar, hún Carola Frank, út með þeim sem aðalþjálfari.

Besti árangurinn í keppninni var í tvíliða kvk þar sem Saulè og Íva unnu á móti liði frá Austurríki, 6×3/6×4 og komu sér í 8-manna úrslit. Þær töpuðu svo fyrir sterku liði frá Kóreu.

Innilega til hamingju með þennan flotta árangur!

Áfram Fjölnir!

 


Opnað hefur verið fyrir skráningar á haustönn

Sæll öll
Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeiðin hjá okkur. Allir sem voru að æfa í byrjendahóp fyrir sumarið, þ.e.a.s. á mánudögum/miðvikudögum, og vilja halda áfram eiga að skrá sig nú í framhald.
Aldursskipting í framhaldshópa verður gróflega eftirfarandi :
Hópur 1 - börn yngri : 5 - 7 ára
Hópur 2 - börn eldri : 8 - 11 ára
Hópur 3 - unglinga : 12 - 15 ára
Hópur 4 - fullorðnir : 16 ára+
Hjá þeim sem eru búnir að vera í framhaldi í meira en eina önn fer skipting líka eftir þroska, líkamlegri og tæknilegri getu.
Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 5.september og framhald daginn eftir, þriðjudaginn 6.september.
Meðfylgjandi er æfingatafla okkar fyrir haust/vetur 2022.
Sjáumst í september 🙂
Skráning fer fram á slóðinni: https://fjolnir.felog.is/

Októberfest Grafarvogs

Takið daginn frá!! Það er loksins komið að þessu! 🥳

 

Októberfest Grafarvogs verður haldið hátíðlegt í þriðja sinn, laugardaginn 17. september næstkomandi, í Fjölnishöllinni 🤩 Það tókst ekki að halda það í fyrra út af dotlu þannig búist er við miklu fjöri og mikilli aðsókn!
Tónlistaratriðin eru ekki af verri endanum en fram koma:

Magni Á móti sól
Jónsi Í svörtum fötum
Ragga Gísla
Dj Bragi

Frábær skemmtiatriði – Tryllt ball – Happdrætti – Gómsætur matur frá Múlakaffi – Hljóð, svið og ljós á heimsmælikvarða frá Sonik!

Miðaverð er 10.900 kr / Miðaverð á ball er 4.900 kr

ATH! Aðeins er selt á 6 eða 12 manna borð – fyrstur kemur fyrstur fær!

Miðasala og allar nánari upplýsingar á netfanginu vidburdir@fjolnir.is

Hlökkum mikið til! 🔥


Ísland í 7-8 sæti á BJK Cup og Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis krýnt Íslandsmeistarar TSÍ

BJK Cup blásið af vegna veðurs – Ísland í 7-8 sæti.

Íslenska kvennalandsliðið fékk ekki að spila lokaumferðina í BJK Cup í Makedóníu í dag. Þær áttu að spila gegn Albaníu um 7. sætið en vegna veðurs var öllum leikjum aflýst. Þar sem flest lið áttu pantað flug heim sunnudaginn 10. júlí og engin innanhúsaðstaða í boði á keppnisstað var þetta það eina í stöðunni.

Íslenska liðið endar því í 7.-8. sæti mótsins af 14 liðum sem tóku þátt. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá íslenska liðinu og munu þær án efa hækka um nokkur sæti á ITF alþjóðalistanum.

En þrjár af þeim sem tóku þátt fyrir Íslandshönd, þær Hera Björk, Bryndís María og Eygló Dís, eru Fjölniskonur!

Til hamingju stelpur!

Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis krýnt Íslandsmeistarar TSÍ

Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis var krýnt Íslandsmeistarar TSÍ í liðakeppni meistaraflokksins í tennis síðastliðinn mánudag!

Fjölnir vann 2-1 sigur á móti Tennisklúbbur Víkings í úrslitaleik meistaraflokk kvenna: TVÍLIÐALEIK –  Irka Cacicedo Jaroszynski og Saule Zukauskaite (Fjölnir) unnu Kristín Hannesdóttir og Garima Kalugade (Víking), 9-2.   EINLIÐALEIK:  Garima vann Eygló Dís Ármannsdóttir (Fjölnir) 6-2, 6-4;  Bryndís Rósa Armesto Nuevo (Fjölnir) vann Kristín 6-0,6-2.  HMR kvennalið – Anna Katarína Thoroddsen, Hildur Eva Mills og Riya Kalugade kláraði í 3. sæti.

Í úrslitaleik meistaraflokks karla vann HMR 3-0 sigur á móti Víking:   TVÍLIÐALEIK – Rafn Kumar Bonifacius og Sigurbjartur Sturla Atlason (HMR) vann Raj K. Bonifacius og Rúrik Vatnarsson (Víking), 9-4;  EINLIÐALEIK:  Rafn vann Raj 6-2, 6-2;  Sigurbjartur vann Rúrik 2-6, 6-3, 10-5. Fjölnis karlalið – Harry Williams, Ólafur Helgi Jónsson, Óskar Knudsen, Sindri Snær Svanbergsson & Sturla Óskarsson hampaði 3.sætið.

Hin liðakeppnis úrslit voru eftirfarandi:

U14 Börn

  1. Fjölnir
  2. HMR A
  3. HMR 1

30+ Karlar

  1. Víking
  2. HMR
  3. Fjölnir

30+ Kvenna

  1. Fjölnir
  2. Víking
  3. HMR

50+ Karlar

  1. Víking
  2. Fjölnir

Hægt er að lesa nánar og sjá myndir frá mótinu inni á https://tsi.is/2022/07/tennisdeild-fjolnis-og-hmr-kryndir-islandsmeistarar-tsi-i-lidakeppni-i-dag/