Stundaskrá sunddeildar Fjölnis vor 2023

*Birt með fyrirvara um breytingar.
Hér fyrir neðan er tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamanns. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund
Hópur | Aldur |
---|---|
A - hópur Hákarlar | 10-15 ára |
B - hópur Háhyrningar | 8-12 ára |
C - hópur Höfrungar | 7-11 ára |
D - hópur Sæljón | 7-9 ára |
Selir | 6-8 ára |
Skjaldbökur | 5-6 ára |
Sæhestar | 4-5 ára |
Síli með foreldrum | 2-3 ára |
Íslenska kvennalandsliðið á BJK CUP í tennis
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Skopje í Norður Makedóníu að keppa á BJK CUP - Heimsmeistaramótinu í liðakeppni Europe / Africa group III. Mótið stendur yfir dagana 4-9 júlí. Liðið samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:
Anna Soffía Grönholm
Hera Björk Brynjarsdóttir
Eva Diljá Arnþórsdóttir
Bryndís María Armesto Nuevo
Eygló Dís Ármannsdóttir
Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að Fjölnir á þrjár af þeim stelpum sem taka þátt fyrir Íslands hönd; Heru Björk, Bryndísi Maríu og Eygló Dís en þetta er í fyrsta sinn sem Eygló og Bryndís eru valdar til að keppa fyrir hönd Íslands með A landsliði.
Fyrsti leikur íslenska liðsins var í gær, miðvikudaginn 6. júlí gegn Seychelles. Íslenska liðið spilaði glimrandi tennis og vann Seychelles 3-0 í viðureignum.
Hera Björk Brynjarsdótir spilaði nr. 2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Cylvie Delpech og tryggði sér öruggan sigur, 6-1 6-0
Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir spiluðu tvíleikinn fyrir hönd Íslands og áttu frábæran leik þar sem þær töpuðu ekki einni einustu lotu og unnu 6-0 6-0.
Frábær byrjun á mótinu hjá stelpunum og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu!
Áfram Ísland! Áfram Fjölnir!
Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis
Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis
Knattspyrnudeild Fjölnis er á fullu að skipuleggja næsta knattspyrnu ár og á komandi tímabili verða breytingar á yfirþjálfarateymi 8.-2. flokka Fjölnis er Luka Kostic og Björn Breiðfjörð Valdimarsson taka saman við keflinu.
Björn hefur sinnt yfirþjálfarastarfinu ásamt Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni frá því í byrjun sumars, eftir að hafa komið sterkur og metnaðarfullur inn í Fjölnisstarfið sem þjálfari haustið 2021. Hann er uppalinn leikmaður hjá Gróttu og spilaði sjálfur upp alla flokka í því félagi. Björn er með A þjálfaragráðu UEFA og þrátt fyrir fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars starfað sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu og þjálfað alla flokka í því félagi að meistaraflokki undanskildum. Hjá Fjölni hefur Björn þjálfað 3., 4. og 6. flokk karla.
Luka Kostic kemur nýr inn í félagið en býr að áratuga reynslu úr knattspyrnuheiminum. Sem atvinnumaður hefur hann spilað 112 leiki i meistaraflokki og unnið fjölda titla með ÍA. Luka hefur þjálfað U-16, U-17 og U-21 landslið karla , meistaraflokka Grindavíkur, Hauka, Þórs A., KR og Víkings og yngri flokka KR og Hauka auk þess að hafa boðið upp á einstaklingsþjálfun sem fjöldi núverandi og fyrrverandi atvinnumanna og -kvenna hafa nýtt sér. Hann hefur þróað metnaðarfull tól til knattspyrnuþjálfunar einstaklinga sem og liða og sótt sér menntun og þekkingu m.a. til KSÍ og UEFA.
Luka og Björn munu saman hafa yfirumsjón með þjálfun, afreksþjálfun og tækniþjálfun, sem kynnt verður betur á komandi vetri, karla og kvenna í 8.-2. flokkum félagsins. Þannig er stuðlað að auknu jafnrétti á milli kynja og sama krafa um gæði og markmið æfinga hjá karla- og kvennaflokkum. Í samvinnu við frábært þjálfarateymi Fjölnis er markmiðið að byggja enn frekar upp félagið, iðkendur og liðsheild.
Við bjóðum Luka hjartanlega velkominn í Fjölni og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Birni.
Jafnframt þökkum við Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni, fráfarandi yfirþjálfara samstarfið og fyrir frábærlega vel unnin störf.
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar fagnar þessu nýja skipulagi og hlakkar til næsta knattspyrnuárs með metnað, virðingu, samkennd og heilbrigði að leiðarljósi.
Stjórn Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis
Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga
Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga fer fram hjá Gerplu í Versölum næstu helgi, dagana 2.-3. Júlí. Allt fremsta fimleikafólk Norðurlandanna verður á staðnum og keppir um titla í liðakeppni, fjölþraut, einstaklinga og á einstökum áhöldum.
Frá kl 8:30-13:10 á laugardaginn verður keppt í unglingaflokki.
Frá kl 14:30-20:40 á laugardaginn verður keppt í fullorðinsflokki.
Sunnudaginn verður keppt frá kl 10-16 í fullorðins- og unglingaflokki.
Okkur er sönn ánægja að greina frá því að strákarnir okkar, Davíð Goði og Sigurður Ari, voru valdir í unglingalandsliðið fyrir Norðurlandamótið. Sigurður Ari hefur einnig verið valinn til að taka þátt í EYOF sem fram fer í Slóvakíu 24.-30. Júlí og svo Evrópumótinu sem fram fer í Munhen 11.-14. ágúst.
Innilega til hamingju strákar!
Körfuboltabúðir 27. júní - 1. júlí
Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 27. júní - 1. júlí með Aroni Guðmundi.
Skráning fer fram á fjolnir.felog.is
Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is
Frítt tveggja daga hópfimleikanámskeið í ágúst
24/06/2022Fimleikar,Félagið okkar
Fimleikadeild Fjönis ætlar að bjóða uppá frítt tveggja daga námskeið í hópfimleikum í ágúst fyrir stelpur og stráka.
Fjölnir hefur náð ótrúlega flottum árangri í hópfimleikum síðustu og þykir okkur því mikilvægt að halda uppbyggingunni áfram og ná til þeirra sem hafa áhuga á að máta sig í íþróttinni.
Námskeiðið verður haldið í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll
Fyrir stráka fædda 2011-2014
- Mánudag 15.ágúst kl 12:00-13:30
- Þriðjudag 16.ágúst kl 12:00-13:30
Fyrir stelpur fæddar 2014
- Miðvikudag 17.ágúst kl 12:00-13:30
- Fimmtudag 18.ágúst kl 12:00-13:30
Við viljum halda vel utan um hópinn og því er mikilvægt að allir áhugasamir skrái sig HÉR
Við hlökkum við þess að kynnast nýjum upprennandi fimleikastjörnum.
Ef það koma upp spurningar eða ef þetta vekur athygli annara sem hafa áhuga en falla ekki undir þessa aldurshópa endilega sendið okkur fyrirspurn á fimleikar@fjolnir.is
Íslandsmót í áhaldafimleikum
Sigurður Ari Íslandsmeistari unglinga 2022
Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum. Mótið fór fram í glæsilegri umgjörð í Versölum hjá Gerplu. Sigurður Ari Stefánsson og Davíð Goði Jóhannsson voru skráðir til leiks frá Fjölni en einnig átti Lilja Katrín Gunnarsdóttir að keppa en hún varð frá að hverfa vegna meiðsla. Á Íslandsmóti er keppt tvo daga í röð. Fyrri daginn fer fram keppni í fjölþraut og seinni daginn keppni á einstökum áhöldum. Á mótinu var keppt um 7 tilta í unglingaflokki karla og er skemmt frá því að segja að strákarnir okkar tóku þá alla með sér heim. Sigurður Ari sigraði með yfirburðum í fjölþraut auk þess að vinna 5 áhöld en Davíð Goði sigraði í æfingum á hringjum. Við erum einstaklega stolt af strákunum okkar og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
.
Nýr verkefnastjóri hópfimleika
Viktor Elí ráðinn verkefnastjóri hópfimleika.
Viktor Elí Sturluson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hópfimleika hjá fimleikadeild Fjölnis. Viktor Elí er ungur að árum en hefur mikla reynslu úr fimleikaheiminum. Viktor sem kemur úr Mosfellsbæ en hefur lengi æft hópfimleika og er hann meðal annars í landsliðshóp Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022 sem fram fer í Lúxemborg. Viktor hefur reynslu af þjálfun á öllum flokkum í hópfimleikum en nú síðast var hann m.a þjálfari meistaraflokks Gróttu í hópfimleikum. Við óskum Viktori Elí til hamingju með starfið og hlökkum til samstarfsins.
Mót síðustu þrjár helgar
Það hefur verið viðburðaríkt hjá fimleikadeild Fjölnis síðustu helgar en iðkendur deildarinnar hafa tekið þátt á ýmsum mótum, bæði í áhalda - og hópfimleikum.
7. - 8. maí
Helgina 7. - 8. maí fór fram Þrepamót 3 sem haldið var í Fjölni og voru það bæði stelpur og strákar sem kepptu í 5. og 4. þrepi ásamt keppendum í Special Olympics flokki. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað allir keppendur skemmtu sér vel og stóðu sig með prýði.
21. - 22. maí
Helgina 21. - 22. maí fór fram Mínervumót sem haldið var í Björk í Hafnarfirði og var Fjölnir með keppendur í 5. þrepi, 5. þrepi létt, 4. þrepi og landsreglum. 5. þrep keppti sem ein liðsheild á meðan 4. þrep og stúlkurnar í landsreglum kepptu í einstaklingskeppni. Allar stóðu þær sig frábærlega og geta svo sannarlega verið ánægðar með sig.
Sömu helgi fór fram Vormót í hópfimleikum þar sem Fjölnir var með lið í 4. flokki (A og B deild) og 5 flokki (A deild). Liðin öll stóðu sig frábærlega vel og var gaman að sjá hvað skein af þeim á keppnisgólfinu.
28. - 29. maí
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í hópfimleikum sem haldið var í Ásgarði, Garðabæ. Öll lið Fjölnis voru félaginu til sóma og stóðu sig virkilega vel.
2. flokkur - 2. sæti
KK eldri - 3. sæti
flokkur - 3. sæti
Einnig fór fram Bikarmót í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum síðustu helgi en það mót var haldið í íþróttahúsi Gerplu og var stúkan full af stuðningsmönnum sem hvatti keppendur áfram.
Fjölnir átti karla lið sem hafnaði í 4. sæti.
Lilja Katrín keppti sem gestur á mótinu þar sem Fjölnir var ekki með lið í kvennaflokki, hún sýndi nýjar æfingar á mótinu og stóð sig afar vel.
Við viljum óska öllum okkar keppendum til hamingju með frábæran árangur á síðustu mótum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af keppendum frá síðustu mótum.
Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild
Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild
Björn Breiðfjörð Valdimarsson (Bjössi) hefur verið ráðinn í stöðu yfirþjálfara karlaflokka hjá knattspyrnudeild Fjölnis og hefur nú þegar hafið störf. Bjössi er með A þjálfaragráðu UEFA og hefur góða reynslu af þjálfun, meðal annars sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu, og hefur þjálfað hjá Fjölni við góðan orðstír frá því á haustmánuðum 2021. Bjössi mun áfram sinna þjálfun flokka hjá félaginu eins og verið hefur.
Þetta er góður liðsstyrkur fyrir félagið enda mikið álag framundan í leikjum og mótum nú þegar sólin er farin að skína og spennandi sumar framundan hjá öllum flokkum.
Fjölniskveðja
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis
