Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!
21/11/2022Skák,Frjálsar,Karate,Félagið okkar,Fimleikar,Knattspyrna,Handbolti,Körfubolti,Tennis,Sund,Listskautar,Íshokkí
Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️
Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️
Gleðileg Fjölnisjól!
Haustmót í hópfimleikum
Nú er Haustmót í öllum flokkum í Hópfimleikum lokið.
Helgina 12.-13. nóvember fór fram keppni í yngri flokkum á Selfossi.
Mótið var virkilega flott og skemmtileg reynsla í bankann fyrir keppendur. Fjölnir átti tvö lið í 4.flokk á mótinu.
Helgina 19.-20. nóvember fór fram keppni í eldri flokkum en mótið var haldið af fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum.
Virkilega flott og skemmtilegt mót og átti Fjölnir þrjú lið á mótinu.
Frábær árangur Fjölnis á Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti í listskautum um helgina!
Nú um helgina var Íslandsmót/Íslandsmeistaramót haldið á skautasvellinu í Egilshöll.
Við erum svo stolt af okkar keppendum og stóðu þær sig allar mjög vel en Fjölnir vann til 8 verðlauna af 14 sem veitt voru!
Hér eru niðurstöður frá laugardeginum:
– Tanja Rut tók 1. sætið í Intermediate Women
– Rakel Sara tók 2. sætið í Intermediate Women
– Ísabella Jóna tók 3. sætið í Intermediate Novice
Júlía Sylvía bætti einnig sitt persónulega stigamet í stutta prógramminu!
Margir af okkar iðkendum slógu sín persónulegu stigamet á sunnudeginum og þar á meðal var heildarstigamet á Íslandsmeistaramóti í Junior Women slegið!!!
– Júlía Sylvía tók 1. sætið í Junior Women
– Lena Rut tók 3. sætið í Junior Women
– Elín Katla tók 1. sætið í Basic Novice
– Berglind Inga 2. sætið tók í Basic Novice
– Arna Dís tók 3. sætið í Basic Novice
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að styðja og hvetja okkar stelpur áfram! Við viljum einnig þakka öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur um helgina, við hefðum ekki getað þetta án ykkar stuðnings!
#félagiðokkar #skatingiceland
Kristalsmót Fjölnis síðastliðna helgi
Kristalsmót Fjölnis á listskautum fór fram í Egilshöll laugardaginn 5. nóvember. Alls voru 57 keppendir skráðir á mótið frá fjórum mismunandi félögum, Ungmennafélaginu Fjölni, Skautafélagi Akureyrar og Íþróttafélaginu Öspinni.
Flokkarnir sem keppt var í á motinu voru 6 ára og yngri, 10 ára og yngri, 12 ára og yngri, 14 ára og yngri stúlkur, 14 ára og yngri drengir, 15 ára og eldri stúlkur, Level II 12-15 ára stúlkur, Level II 22 ára og eldri konur, Level III 16-21 árs dömur, Level I 16-21 árs dömur, Level III 22 ára og eldri konur, Level I 22 ára og eldri konur, Level IV 12-15 ára stúlkur, Level I SO Par 22 ára og eldri konur, Level I Unified Par 16-21 árs dömur, Level I Unified Par 22 ára og eldri konur.
Veitt voru þátttökuviðurkenningar í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri. Úrslit í öðrum flokkum voru
12 ára og yngri:
1.sæti Edil Mari Campos Tulagan
2.sæti Ágústa Fríður Skúladóttir
3.sæti Sara Laure Idmont Skúladóttir
4.sæti Katla Líf Logadóttir
5.sæti Sjöfn Sveinsdóttir
6.sæti Selma Kristín S. Blandon
7.sæti Sonia Laura Krasko
8.sæti Una Lind Otterstedt
9.sæti Guðríður Ingibjörg Guðmunds.
14 ára og yngri
1.sæti Ágústa Ólafsdóttir
2.sæti Selma Ósk Sigurðardóttir
3.sæti Sóley Kristín Hjaltadóttir
4.sæti Líva Lapa
5.sæti Júlía Lóa Unnard. Einarsd.
6.sæti Rakel Rós Jónasdóttir
7.sæti Árdís Eva Björnsdóttir
8.sæti Jenný Lind Ernisdóttir
9.sæti Snæfríður Arna Pétursdóttir
10.sæti Ingunn Eyja Skúladóttir
11.sæti Jóhanna Margrét Haraldsdóttir
14 ára og yngri drengir
1.sæti Baldur Tumi Einarsson
2.sæti Marinó Máni Þorsteinsson
15 ára og eldri
1.sæti Hildur Emma Stefánsdóttir
2.sæti Helga Kristín Eiríksdóttir
3.sæti Sólveig Birta B. Snævarsdóttir
4.sæti Herdís Anna Ólafsdóttir
5.sæti Ísabella María Jónsd. Hjartar
Level II 12-15 ára stúlkur
1.sæti Hulda Björk Geirdal Helgadóttir
2.sæti Fatimata Kobre
Level II 22 ára og eldri konur
1.sæti Þórdís Erlingsdóttir
Level III 16-21 árs dömur
1. sæti Nína Margrét Ingimarsdóttir
Level I 16-21 árs dömur
1. sæti Védís Harðardóttir
2. sæti Anika Rós Árnadóttir
Level III 22 ára og eldri konur
1.sæti Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
2.sæti Gabríella Kamí Árnadóttir
Level I 22 ára og eldri konur
1.sæti Snædís Egilsdóttir
Level IV 12-15 ára stúlkur
1. sæti Sóldís Sara Haraldsdóttir
Level I SO Par 22 ára og eldri konur
1.sæti Gabríella Kamí Árnadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
Level I Unified Par 16-21 árs dömur
1.sæti Nína Margrét Ingimarsdóttir og Ísold Marín Haraldsdóttir
Level I Unified Par 22 ára og eldri konur
1.sæti Þórdís Erlingsdóttir og Wendy Elaine Richards
Við viljum óska öllum skauturum innilega til hamingju með árangurinn.
Einnig viljum við þakka öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur þessa helgina, alveg ómetanlegt!
Flott fimleikahelgi að baki
09/11/2022Fimleikar,Félagið okkar
Flott fimleikahelgi að baki
Síðustu helgi mikið um að vera á mörgum vígstöðum. Þrepamót 1 fór fram á Akureyri, Mótaröð í hópfimleikum fór fram á Akranesi og svo fór fram hæfileikamótun stúlkna í áhaldafimleikum.
Á Þrepamóti 1 átti Fjölnir keppendur í 4. og 5. þrepi . Mótið var hið glæsilegasta og voru þjálfarar mótsins ánægðir með árangur okkar keppenda. Sumir náðu þrepum, aðrir voru nálægt því, á meðan sumir keppendanna voru að stíga sín fyrstu skref á FSÍ mótum.
Á Mótaröðinni sem fram fór á Akranesi keppi 1. flokkurinn okkar. Markmið mótsins hjá liðinu var að keppa með ný stökk og fá keppnisreynslu saman sem hópur. Liðið var ánægt með sína frammistöðu og er spennt fyrir framhaldinu.
Hæfileikamótun stúlkna í áhaldafimleikum er verkefni á vegum Fimleikasambands Íslands. En þar koma saman stúlkur frá öllum félögum þar sem áhersla er lögð á samvinnu félaga, þjálfara og að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hverjum öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Frá Fjölni fóru þær Júlía Ísold og Kolfinna og höfðu gaman af.
Með fréttinni fylgja svipmyndir frá helginni.
Framundan er svo Haustmót í hópfimleikum, en næstu helgi keppir 4. flokkur á Selfossi og helgina 19. – 20. nóvember keppir 3. flokkur á Egilsstöðum. Haustmót ákvarða deildarskiptingu fyrir keppnistímabilið og eru því öll lið í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi átök.
Stefnumótunardagur Ungmennafélagsins Fjölnis
Síðastliðinn laugardag, þann 29. október, var stefnumótunardagur Fjölnis haldinn. Reynt hefur verið að halda fundinn á tveggja ára festi og tókst vel til í ár. Fínasta mæting var frá öllum 11 deildum félagsins en í heildina mættu 20 manns á fundinn.
Ragnar Guðgeirsson, fyrrverandi formaður Fjölnis og ráðgjafi og stofnandi Expectus, stýrði fundinum. Meginmálefnin til umræðu voru; rekstur meistaraflokka og afreksmál, gæði þjálfunar í félaginu og gildi félagsins ásamt því að málefni sjálfboðaliða voru rædd.
Mjög góðar umræður sköpuðust og fundum við fyrir því hvað svona dagar eru mikilvægir fyrir félagið!
Takk fyrir samveruna síðastliðna helgi
Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Fyrirliðinn framlengir!
Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði meistaraflokks karla hefur framlengt samningi sínum til ársins 2024. Hans er uppalinn Fjölnismaður sem hefur allan sinn feril spilað með Fjölni. Á sínum ferli hefur hann spilað 143 leiki og skorað 18 mörk fyrir meistaraflokk félagsins.
Þetta eru frábærar fréttir enda er Hans fyrirliði liðsins og lykilleikmaður.
#FélagiðOkkar
Fjölniskrakkar fjölmennastir á Fischer - Spassky mótinu um helgina
Skáksamband Íslands stóð fyrir barna- og unglingamóti á Reykjavik Hotel Natura, föstudaginn, 28. október. Mótið var haldið samhliða Heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák.
Keppt var í fjórum flokkum og aðalverðlaun mótsins í hverjum flokki stúlkna og stráka voru árituð taflborð þeirra átta stórmeistara sem kepptu um heimsmeistaratitilinn á Íslandi
- Tristan Fannar í 4. bekk, Emilía Embla í 5. bekk og Benedikt í 2. bekk, öll í Rimaskóla, voru í hópi þeirra 8 heppnu sem unnu árituð taflborð.
- Flestir þátttakenda komu frá Skákdeild Fjölnis og tíu þeirra unnu til verðlauna.
- Lang, langflestar stúlkur á mótinu komu frá Skákdeild Fjölnis
Flott frammistaða hjá Fjölniskrökkum sem öll sýndu mátt sinn og megin í skáklistinni. Takk fyrir að fjölmenna Fjölniskrakkar og foreldrar.
#FélagiðOkkar



Haustmót í eldri þrepum
31/10/2022Fimleikar,Félagið okkar
Nú um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, þar sem að Fjölnir átti keppendur í 1. þrepi. En mótið var haldið í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns.
Okkar stelpur stóðu sig vel og má líta á þetta mót sem góða byrjun á árinu.
Helstu úrslit:
- Þrep 13 ára og yngri – Júlía Ísold Sigmarsdóttir 1. sæti á Stökki og Slá
- Þrep 14 ára og eldri – Helena Hulda Olsen 2. sæti á Gólfi
Telma Guðrún Þorsteinsdóttir – 3. sæti á slá
Fjölnismótið í körfubolta fyrir börn fædd 2012-2016
Helgina 19-20 nóvember fer Fjölnismótið fram með pompi og prakt í Dalhúsum og Fjölnishöllinni í Egilshöll.
Fjölnismótið er eitt allra skemmtilegasta mót sem haldið er fyrir þennan aldurshóp!
Meðal þess sem verður gert er meiriháttar körfuboltafjör, kvöldvaka á laugardagskvöldinu og einnig verður frítt í bíó!
Verðið er 6500 kr. fyrir hvern þátttakanda og fer skráning fram í gegnum karfa@fjolnir.is. Skráningu lýkur 13. nóvember.
Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um mótið:
Fjölnismótið
