SPILAÐI SINN FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK
Inga Júlíana Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í kvöld, þegar Fjölnir mætti Grindavík í æfingaleik félagana.
Inga Júlíana kom inn á í seinni hluta leiksins og var fljót að grípa sína stöðu og koma af krafti inn í leikinn. Inga Júlíana hefur æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins og er hraður og öflugur miðvörður.
Leikurinn var annar æfingaleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna og var nokkuð jafn leikur á móti Lengjudeildarliði Grindavíkur þó mótherjarnir hefðu haft betur í kvöld. Fjölnir mun spila í 2. deild í sumar og er stefnan að sjálfsögðu tekin að komast upp í Lengjudeildina.
Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Hrafnhildur Árnadóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir, Þórunn Eva Ármann, Hjördís Erla Björnsdóttir, Oddný Sara Helgadóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir og María Eir Magnúsdóttir.
ÁFRAM FJÖLNIR
Frádráttarbærir styrkir til íþróttafélaga
Með lögum sem samþykkt voru 1. nóvember 2021 geta einstaklingar og fyrirtæki nú fengið endurgreiðslu frá skatti ef þau styrkja íþróttafélög.
Einstaklingar geta fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattstofni) með því að styrkja Fjölni um allt að 350.000 kr. en að lágmarki 10.000 kr.
Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 30.000 kr. styrk til Fjölnis fær skattafslátt að fjárhæð 9.435 kr. og greiðir þannig í raun 20.575 kr. fyrir 30.000 kr. styrk til félagsins.
Fyrirtæki geta líka fengið skattafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Fjölni um 500.000 kr. getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk til Fjölnis.
Svona gengur ferlið fyrir sig:
• Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki 10.000 kr. og sendir kvittun á skrifstofa@fjolnir.is.
• Fjölnir sendir kvittun til baka á greiðanda þar sem fram kemur nafn og kennitala greiðanda ásamt upphæð styrks.
• Fjölnir sendir upplýsingar um styrki til skattsins, sem kemur skattafslættinum til skila til þín.
Til þess að geta nýtt heimildina fyrir árið 2022 þarf greiðsla að hafa borist fyrir 30. desember næstkomandi.
Reikningsupplýsingar:
0114-26-155
kt 631288-7589
Kvittun sendist á skrifstofa@fjolnir.is
Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum kærlegar þakkir til allra þeirra sem veitt okkur ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.
Velkominn heim Bjarni!
Það er Knattspyrnudeild Fjölnis sönn ánægja að tilkynna að Bjarni Gunnarsson er kominn aftur heim í Fjölni.
Bjarni sem er uppalinn Fjölnismaður snýr aftur í Grafarvoginn eftir tíu ára fjarveru. Hann hefur á sínum ferli spilað 202 leiki og skorað í þeim 39 mörk.
Við bjóðum Bjarna hjartanlega velkominn heim í Voginn!
TVÆR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK
Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag þegar Fjölnir mætti FH í æfingaleik félaganna sem endaði með sigri mótherjanna.
Stúlkurnar Bríet Rut Þórðardóttir og Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir komu báðar inn á í seinni hálfleik og áttu fínustu tilþrif og stóðu sína vakt vel í leiknum. Bríet er að byrja sitt annað ár með Fjölni en Ólöf hefur æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins.
Leikurinn var fyrsti æfingaleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna og var á brattann að sækja á móti nýliðum Bestu deildarinnar þeim FH stúlkum. Fjölnir mun spila í 2. deild í sumar og er stefnan að sjálfsögðu tekin að komast upp í Lengjudeildina.
Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, Adna Mestovic, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Petra Hjartardóttir, Eva María Smáradóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir og Þórunn Eva Ármann.
ÁFRAM FJÖLNIR

Þorrablót 2023
Nú styttist í Þorrablótið, aðeins 51 dagur í þessa veislu!
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn er nokkur laus borð og því um að gera að fara panta sér borð.
Svona fara borðapantanir fram:
Þú sendir tölvupóst á vidburdir@fjolnir.is með eftirfarandi upplýsingum;
- Fullt nafn og símanúmer þess sem pantar
- Fjölda gesta á borði
- Númerið á borðinu sem þið óskið eftir
- Ef þið eruð fleiri eða færri en 12 þá látið þið okkur vita og við finnum út úr því.
Hér við hliðina má sjá þau borð sem eru laus (Uppfært 7. desember 2022)
Fréttir frá tennisdeild Fjölnis
Tennis og Fjölniskonan Bryndís Rósa Armesto Nuevo, lenti í 2. sæti í Universal Tennis Rating (UTR) móti sem haldið er á Spáni. UTR mótið er mjög mikilvægt þegar kemur að vali í háskóla en Bryndís stefnir einmitt að því að reyna að komast inn í tennisdeild í háskóla.
Einnig keppti nýlega Fjölnisfólkið Saulè Zukauskaitè, Íva Jovísic, Daniel Pozo og Þorsteinn Þorsteinsson á Lindex stórmóti TSÍ. Saule lenti í 1. sæti í U16, Íva lenti í 1. sæti í U14, Íva og Saule lentu í 1. sæti í unglinga A tvíliðaflokki og Daniel og Þorsteinn lentu í 2. sæti í unglinga A tvíliðaflokki.
Daníel Pozo sigraði á móti sterkum U16 spilara, Daniel Wang frá TFK og hafnaði í 2. sæti í U16 einliða kk. Einnig lenti hann í 2. sæti í U14 kk.
Meðfylgjandi eru myndir af þessum flottu upprennandi Fjölniskrökkum.
Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!
21/11/2022Körfubolti,Tennis,Sund,Listskautar,Íshokkí,Skák,Frjálsar,Karate,Félagið okkar,Fimleikar,Knattspyrna,Handbolti
Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️
Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️
Gleðileg Fjölnisjól!
Haustmót í hópfimleikum
Nú er Haustmót í öllum flokkum í Hópfimleikum lokið.
Helgina 12.-13. nóvember fór fram keppni í yngri flokkum á Selfossi.
Mótið var virkilega flott og skemmtileg reynsla í bankann fyrir keppendur. Fjölnir átti tvö lið í 4.flokk á mótinu.
Helgina 19.-20. nóvember fór fram keppni í eldri flokkum en mótið var haldið af fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum.
Virkilega flott og skemmtilegt mót og átti Fjölnir þrjú lið á mótinu.
Frábær árangur Fjölnis á Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti í listskautum um helgina!
Nú um helgina var Íslandsmót/Íslandsmeistaramót haldið á skautasvellinu í Egilshöll.
Við erum svo stolt af okkar keppendum og stóðu þær sig allar mjög vel en Fjölnir vann til 8 verðlauna af 14 sem veitt voru!
Hér eru niðurstöður frá laugardeginum:
– Tanja Rut tók 1. sætið í Intermediate Women
– Rakel Sara tók 2. sætið í Intermediate Women
– Ísabella Jóna tók 3. sætið í Intermediate Novice
Júlía Sylvía bætti einnig sitt persónulega stigamet í stutta prógramminu!
Margir af okkar iðkendum slógu sín persónulegu stigamet á sunnudeginum og þar á meðal var heildarstigamet á Íslandsmeistaramóti í Junior Women slegið!!!
– Júlía Sylvía tók 1. sætið í Junior Women
– Lena Rut tók 3. sætið í Junior Women
– Elín Katla tók 1. sætið í Basic Novice
– Berglind Inga 2. sætið tók í Basic Novice
– Arna Dís tók 3. sætið í Basic Novice
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að styðja og hvetja okkar stelpur áfram! Við viljum einnig þakka öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur um helgina, við hefðum ekki getað þetta án ykkar stuðnings!
#félagiðokkar #skatingiceland
Kristalsmót Fjölnis síðastliðna helgi
Kristalsmót Fjölnis á listskautum fór fram í Egilshöll laugardaginn 5. nóvember. Alls voru 57 keppendir skráðir á mótið frá fjórum mismunandi félögum, Ungmennafélaginu Fjölni, Skautafélagi Akureyrar og Íþróttafélaginu Öspinni.
Flokkarnir sem keppt var í á motinu voru 6 ára og yngri, 10 ára og yngri, 12 ára og yngri, 14 ára og yngri stúlkur, 14 ára og yngri drengir, 15 ára og eldri stúlkur, Level II 12-15 ára stúlkur, Level II 22 ára og eldri konur, Level III 16-21 árs dömur, Level I 16-21 árs dömur, Level III 22 ára og eldri konur, Level I 22 ára og eldri konur, Level IV 12-15 ára stúlkur, Level I SO Par 22 ára og eldri konur, Level I Unified Par 16-21 árs dömur, Level I Unified Par 22 ára og eldri konur.
Veitt voru þátttökuviðurkenningar í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri. Úrslit í öðrum flokkum voru
12 ára og yngri:
1.sæti Edil Mari Campos Tulagan
2.sæti Ágústa Fríður Skúladóttir
3.sæti Sara Laure Idmont Skúladóttir
4.sæti Katla Líf Logadóttir
5.sæti Sjöfn Sveinsdóttir
6.sæti Selma Kristín S. Blandon
7.sæti Sonia Laura Krasko
8.sæti Una Lind Otterstedt
9.sæti Guðríður Ingibjörg Guðmunds.
14 ára og yngri
1.sæti Ágústa Ólafsdóttir
2.sæti Selma Ósk Sigurðardóttir
3.sæti Sóley Kristín Hjaltadóttir
4.sæti Líva Lapa
5.sæti Júlía Lóa Unnard. Einarsd.
6.sæti Rakel Rós Jónasdóttir
7.sæti Árdís Eva Björnsdóttir
8.sæti Jenný Lind Ernisdóttir
9.sæti Snæfríður Arna Pétursdóttir
10.sæti Ingunn Eyja Skúladóttir
11.sæti Jóhanna Margrét Haraldsdóttir
14 ára og yngri drengir
1.sæti Baldur Tumi Einarsson
2.sæti Marinó Máni Þorsteinsson
15 ára og eldri
1.sæti Hildur Emma Stefánsdóttir
2.sæti Helga Kristín Eiríksdóttir
3.sæti Sólveig Birta B. Snævarsdóttir
4.sæti Herdís Anna Ólafsdóttir
5.sæti Ísabella María Jónsd. Hjartar
Level II 12-15 ára stúlkur
1.sæti Hulda Björk Geirdal Helgadóttir
2.sæti Fatimata Kobre
Level II 22 ára og eldri konur
1.sæti Þórdís Erlingsdóttir
Level III 16-21 árs dömur
1. sæti Nína Margrét Ingimarsdóttir
Level I 16-21 árs dömur
1. sæti Védís Harðardóttir
2. sæti Anika Rós Árnadóttir
Level III 22 ára og eldri konur
1.sæti Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
2.sæti Gabríella Kamí Árnadóttir
Level I 22 ára og eldri konur
1.sæti Snædís Egilsdóttir
Level IV 12-15 ára stúlkur
1. sæti Sóldís Sara Haraldsdóttir
Level I SO Par 22 ára og eldri konur
1.sæti Gabríella Kamí Árnadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
Level I Unified Par 16-21 árs dömur
1.sæti Nína Margrét Ingimarsdóttir og Ísold Marín Haraldsdóttir
Level I Unified Par 22 ára og eldri konur
1.sæti Þórdís Erlingsdóttir og Wendy Elaine Richards
Við viljum óska öllum skauturum innilega til hamingju með árangurinn.
Einnig viljum við þakka öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur þessa helgina, alveg ómetanlegt!