VINNINGSHAFAR Í AUKAÚTDRÆTTI HAPPDRÆTTISINS!
Það gekk svo vel að selja happdrættismiða á Þorrablótinu að við ákváðum að draga út tvo auka vinninga
Nr. 383 - Northern Light Inn: Flot í Aurora Floating + 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo
Nr. 1776 - Northern Light Inn: Gisting í 2ja manna standard herbergi m/ morgunmat
Við vekjum athygli á því að aðgöngumiðinn er ekki happdrættsmiði!
Hér er hægt að sjá vinningaskrána:
https://fjolnir.is/.../thorrablot-grafarvogs-2023.../
Hægt er að sækja vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll milli kl. 9-12 og 13-17
Takk fyrir stuðninginn
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Fjölnis
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Fjölnis fer fram mánudaginn 6. febrúar kl. 18:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn (fyrir 2. febrúar)
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
HÉR er hlekkur á Faceook-viðburð fundarins
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.
Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.
Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.
Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.
https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
Hlökkum til að sjá ykkur!
Aðalfundur skákdeildar Fjölnis
Aðalfundur Skákdeildar Fjölnis fer fram mánudaginn 6. febrúar kl. 18:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn (fyrir 2. febrúar)
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
HÉR er hlekkur á Faceook-viðburð fundarins
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.
Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.
Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.
Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.
https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
Hlökkum til að sjá ykkur!
Vinningaskrá - Happdrætti 2023
Ungmennafélagið Fjölnir þakkar öllum þorrablótsgestum innilega fyrir meiriháttar kvöld síðastliðinn laugardag!
Nú hefur verið dregið úr happdrættinu. Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll til 29. apríl gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Við hvetjum þó alla til þess að sækja vinningana sem fyrst. Opnunartími skrifstofu er frá 9-12 og 13-16 alla virka daga. Ef þið komist ekki á þeim tíma má senda póst á hildur@fjolnir.is
Einnig langar okkur að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem sáu sér fært um að styrkja okkur með frábærum vinningum fyrir happdrættið.
Hér til hliðar má sjá vinningaskrána
#FélagiðOkkar
Númer miða | Vinningur |
---|---|
223 | Handknattleiksbókin - Saga handknattleiksins á Íslandi |
2246 | Bók: Bjór – umhverfis jörðina |
1205 | Bók: Heima hjá lækninum í eldhúsinu |
384 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
255 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
1204 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
985 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
882 | Tveir eins dags lyftumiðar í Hlíðarfjall á Akureyri |
2192 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
2007 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1217 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1225 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1122 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
250 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
221 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1117 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
579 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1510 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1649 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
814 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1513 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1631 | Hans og Gréta – 5.000 kr. gjafabréf |
316 | Húsasmiðjan / Blómaval - 15.000 kr. gjafabréf |
535 | Ölgerðin - Gosglaðningur |
1060 | AKS Ljósmyndun - 30 mínútna myndataka + 4x 13x18 útprentaðar myndir |
701 | Margt Smátt – 30.000 kr. gjafabréf fyrir Fjölnisvarningi |
397 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabréf |
583 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabéf |
183 | Þrír frakkar hjá Úlfari – Gjafabréf í hádegisverð fyrir tvo |
2289 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
184 | Hótel Frón – Gisting fyrir tvo í eina nótt í stúdíóíbúð með morgunmat |
257 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
1740 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1749 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1065 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1732 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1077 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
2492 | Galato Gaeta ísbúð, Mathöll Höfða - 3.000 kr. gjafabréf |
574 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
966 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
96 | Hótel Örk – Gjafabréf fyrir gistingu fyrir tvo með morgunverð í superior herbergi |
2226 | Laugarvatn Fontana – Aðgangur fyrir tvo ásamt drykk |
808 | Minigarðurinn – Gjafabréf í minigolf fyrir fjóra |
2321 | Perlan – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn á allar sýningar sem Perlan hefur upp á að bjóða |
665 | Arctic Rafting – Gjafabréf fyrir 2 í rafting |
131 | Elding – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna í hvalaskoðun í RVK eða AK – Andviðri 24.980 kr. |
1067 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
2278 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
284 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
1658 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
251 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
390 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
901 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
823 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
2458 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
380 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
909 | Hótel Húsafell – Gjafabréf í Giljaböðin |
768 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1370 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1693 | Icelandair – 50.000 kr. gjafabréf |
668 | Himbrimi - Gin |
741 | MS – Kassi af hleðslu |
1199 | MS – Kassi af hleðslu |
1080 | MS – Kassi af hleðslu |
2368 | MS – Kassi af hleðslu |
1405 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
444 | Sælan – 5.000 kr. gjafabréf |
317 | Hreyfing – Gjafabréf |
217 | Hreyfing – Gjafabréf |
2328 | Hreyfing – Gjafabréf |
18 | Hreyfing – Gjafabréf |
252 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
383 | Northern Light Inn - Gjafabréf í flot í Aurora Floating + 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo |
1776 | Northern Light Inn - Gjafabréf í 2ja manna standard herbergi m/ morgunmat |
Opinn upplýsingafundur Íshokkídeildar Fjölnis
Skrifstofa Fjölnis býður forráðamönnum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum íshokkídeildar Fjölnis á upplýsingafund fimmtudaginn 26. janúar kl. 18:00 í fundarrými félagsins í Egilshöll (Miðjan).
Kosningar í stjórnir - Aðalfundir Deilda
Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?
Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.
Helstu verkefni stjórna eru:
- Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
- Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
- Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
- Uppsetning æfingagjalda
- Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
- Sækja um styrki fyrir deildina
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
- Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.
Gjaldkeri
Gjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.
Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.
Skrifstofa Fjölnis sér um:
- Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
- Allar fjárreiður
- Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í skráningarkerfi félagsins
- Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
- Skráningar og aðstoð við skráningar
- Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
- Yfirferð og afstemming á bókhaldi
- Búningasamninga
- Samskipti í erfiðum málum
Kosið verður um þá aðila sem hljóta sæti í stjórnum á aðalfundum hverrar deildar fyrir sig.
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Til að gefa kost á sér þarf að senda tölvupóst á netfangið: gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund. Hér að neðan má sjá tímasetningar á fundum hverrar deildar fyrir sig.
Tímasetningar aðalfunda eru eftirfarandi:
06.02.2023 kl. 18:00 – Skákdeild
06.02.2023 kl. 20:00 – Frjálsíþróttadeild
08.02.2023 kl. 18:00 – Fimleikadeild
08.02.2023 kl. 20:00 – Íshokkídeild
09.02.2023 kl. 18:00 – Körfuboltadeild
09.02.2023 kl. 20:00 – Sunddeild
13.02.2023 kl. 17:00 – Knattspyrnudeild
15.02.2023 kl. 18:00 – Listskautadeild
15.02.2023 kl. 20:00 – Karate
16.02.2023 kl. 18:00 – Handbolti
20.02.2023 kl. 19:30 – Tennis (í Tennishöllinni, Kópavogi)
Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023
Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023.
Meistaraflokkur kvenna vann 4-2 sigur gegn ÍR í Egilshöll í gærkvöldi.
Mörk liðsins skoruðu þær Anna María Bergþórsdóttir á 9.mínútu, Aníta Björg Sölvadóttir á 68 mínútu, Harpa Sól Sigurðardóttir á 90 mínútu og Adna Mesetovic á uppbótatíma 91.mínútu.
Lið Fjölns: Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Hrafnhildur Árnadóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Oddný Sara Helgadóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður). Ísabella Sara Halldórsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Alda Ólafsdóttir, Adna Mesetovic, Harpa Sól Sigurðardóttir, Þórunn Eva Ármann og Freyja Dís Hreinsdóttir.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen
Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni
Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni
Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2024. Alda, sem er fædd árið 1996 er uppalin FH-ingur, hefur leikið 146 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Alda mun einnig verða hluti af þjálfarateymi liðsins en hún mun stýra styrktarþjálfun. Þá á Alda yngri landsleiki að baki með U17 og U18.
Það er mikið fagnaðarefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
ÁFRAM FJÖLNIR
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen
Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023
Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023.
Meistaraflokkur kvenna vann góðan þriggja marka sigur gegn KR í Egilshöll í gærkvöldi.
Mörk liðsins skoruðu Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir á 26.mínútu, Oddný Sara Helgadóttir á 60.mínútu og Anna María Bergþórsdóttir á 85.mínútu.
Lið Fjölnis: Lovísa María Hermannsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Elvý Rut Búadóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður), Aldís Tinna Traustadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ársgeirsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir. Varamenn: Anna María Bergþórsdóttir, Odný Sara Helgadóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Petra Hjartardóttir, Þórunn Eva Ármann, Freyja Dís Hreinsdóttir og Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Baldvin Berndsen
Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!
Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!
Fjölnisstúlkan Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman 18.-20. janúar!
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, tilkynnti valið í hópinn í upphafi mánaðarins. Liðið mun æfa saman í Miðgarði í Garðabæ.
Við óskum Aldísi Tinnu góðs gengis með landsliðshópnum!
Fjölnir Knattspyrna #FélagiðOkkar