Æfingabúðir Listskautadeildar

Æfingabúðir Fjölnis 2022 / Fjölnir Summer Camp 2022

Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2022!

Æfingabúðirnar henta styttra komnum sem og lengra komnum iðkendum á keppnisstigi. Raðað verður í hópa eftir getu. Umsjón og skipulag sér Benjamin Naggiar yfirþjálfari deildarinnar um ásamt teymi sínu í samstarfi við Ilaria Nogaro og gestaþjálfara.

Um er að ræða heilsdagsprógram sem samanstendur af 3 æfingum á ís og 2 æfingum í dansi, styrk, þol. Einnig verður möguleiki á einkatímum til viðbótar. Aðalþjálfarar í búðunum munu tala ensku en einnig verða íslenskir þjálfarar.

Fjölnir would like to welcome you to our 2022 summer camp!

The camp is aimed to all levels from beginner to elite skaters. The Group division will be based on level. The camp is hosted by Fjölnir and organised and directed by our Head coach Benjamin Naggiar and his team with the participation of Ilaria Nogaro and Guest coaches.

The camp will consist in a full day program with 3 on ice sessions and 2 off ice sessions. The official language of the camp will be English but Icelandic speaking coaches will be present.


Óskar sæmdur gullmerki FRÍ

Frjálsíþróttahreyfingin kom saman á Selfossi um helgina þar sem FRÍ hélt sitt 63. ársþing. Á þinginu voru heiðraðir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir frjálsíþróttahreyfinguna undanfarin ár eða áratugi. Þrír einstaklingar frá Fjölni fengu heiðursviðurkenningu á þinginu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar var sæmdur gullmerki FRÍ fyrir sitt frábæra starf. Áður hafði hann verið sæmdur silfurmerki (2014) og bronsmerki (2008). Formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis, Þorgrímur H. Guðmundsson var sæmdur bronsmerki og Auður Ólafsdóttir ritari deildarinnar var einnig sæmd bronsmerki.


Mótaröðin á Akureyri

Um helgina fór fram mótaröðin á Akureyri. Fjölnir sendi 1.flokk á mótið en á mótaröðinni gefst liðum tækifæri til að keppa með fleiri í hverri umferð. Félög geta sent keppendur úr 2.flokki og alveg upp í meistaraflokk.

Eftir langt og strangt ferðalag stóð 1.flokkur sig vel. Þær enduðu í 10 sæti þar sem gólfæfingar var þeirra besta áhald. Það voru mörg ný stökk á mótinu hjá liðinu enda kjörið tækifæri til að sýna það sem þær hafa æft í vetur.

Fimleikadeildin þakkar Fimak fyrir flott mót og frábæra gestrisni.


Bikarmót í þrepum

Bikarmót í 1.-3.þrepi

Um helgina fór fram Bikarmót í þrepum, þetta mót er frábrugðið öðrum áhaldafimleikamótum þar sem keppt er í liðum.
Mótið var haldið í Ármanni og var keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.
Stúlkur úr Fjölni og fimleikadeild Keflavíkur mynduðu saman glæsilegt lið sem keppti í 2.þrepi og náðu þær öðru sæti á mótinu.

Virkilega skemmtilegt mót, til hamingju stelpur og þjálfarar.

Liðið mynduðu stelpurnar
Jóhanna Ýr, Keflavík
Íris Björk, Keflavík
Júlía Ísold, Fjölnir
Kolfinna Hermannsdóttir. Fjölnir


Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi

Eftir langa bið þá var nú loksins komið að fyrsta móti vetrarins hjá okkar yngri iðkendum í hópfimleikum en líkt og hjá mörgum öðrum féll allt mótahald niður á haustönn. Nú var komið að Bikarmóti í hópfimleikum og stökkfimi. Gerpla sá um mótahaldið og voru mótin haldin í Digranesi síðustu helgi. Mótið var virkilega flott og eiga mótshaldarar mikið hrós skilið.

Bikarmót í Stökkfimi
Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Bikarmót í stökkfimi og varð annanð liðið Bikarmeistarar í 3.flokk, A-deild. Virkilega flottur árangur hjá öllum okkar iðkendum á þessum hluta.

Bikarmót í Hópfimleikum
Fjögur lið frá Fjölni voru svo skráð til leiks á Bikarmót í hópfimleikum allt frá 5.flokk – 3.flokk.
Liðin stóðu sig ótrúlega vel og ekki á þeim að sjá að það sé langt síðan þau hafi stigið síðast á keppnisgólfið. Svo má ekki gleyma að dömurnar í 5.flokk voru að keppa á sínu fyrsta hópfimleikamóti.

Tvö lið frá Fjölni enduðu á palli
4.flokkur A – 3.sæti
3.flokkur A – 3.sæti

Öll úrslit helgarinnar má skoða Hér


Happdrættisvinningar frá Þorrablóti

Góðan dag,

dregið hefur verið í Happdrættinu frá Þorrablótinu og má sjá vinningaskrá hér fyrir neðan:

Vinningaskrá Vinningsnúmer
Icelandair 25.000 kr gjafabréf 2242
Icelandair 25.000 kr gjafabréf 183
Northern Light Inn – gisting fyrir 2 í standard herbergi með morgunmat 466
N1 – 10.000 kr gjafabréf 140
N1 – 10.000 kr gjafabréf 504
Aurora Floating – Flot fyrir 2 og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins 1907
Vítamínpakki: C vítamín, Kalk-magn-zink, D3 vítamín, hárkúr, multi vít, omega 3, B-súper 1249
Eldhestar – Reiðtúr 3C Hestar og heitir hverir fyrir tvo 393
Apotek Restaurant – Afternoon tea fyrir 2 905
Fjallkonan/SætaSvínið/Tapas/Sushi/Apotek – 15.000 kr gjafabréf 1257
Sæta Svínið 10.000 kr gjafabréf 2
Fjallkonan 10.000 kr gjafabréf í Brunch 1140
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags 1145
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags 197
Smáralind – 10.000 kr gjafabréf 1170
Gjafapoki – Danól 663
Gjafapoki – Danól 2121
Dimmalimm snyrtistofa – ávaxtasýrumeðferð 563
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 874
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 562
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 435
Gjafapoki – Innnes 2439
Gjafapoki – Innnes 187
Hagkaup – 10.000 kr 711
Hagkaup – 10.000 kr 606
Manhattan hárgreiðslustofa – hárvörur að verðmæti 15.000 kr 177
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake 512
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake 1220
Bækur og Prosecco flaska (Bækur: Heima hjá lækninum í eldhúsinu, Bjór) 1926
3 mánaða kort í Hreyfingu 1153
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort 700
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort 762
Heyrnartól – Audio Technical 1039
Ferðatöskusett frá Cerruti 1881 648
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 1187
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 1940
4 bíómiðar í Sambíóin 924
4 bíómiðar í Sambíóin 1105
2 bíómiðar í Sambíóin 1882
Snyrtistofa Grafarvogs – Andlitsmeðferð 144
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo 427
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo 981
66 norður – bakpoki og húfa 213

Vinninga skal vitja fyrir 13. apríl 2022.


Flottir keppendur frá Fjölni á Ofurhetjumóti

Ofurhetjumót Gróttu var haldið síðustu helgi og var húsið fullt af glæsilegum ofurhetjum sem tóku þátt og sumir voru að keppa á sínu fyrsta móti. Um 430 keppendur frá átta félögum voru skráð á mótið og keppa þau í  4., 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.
Til hamingju með mótið!