Það er Knattspyrnudeild Fjölnis sönn ánægja að tilkynna að Bjarni Gunnarsson er kominn aftur heim í Fjölni.
Bjarni sem er uppalinn Fjölnismaður snýr aftur í Grafarvoginn eftir tíu ára fjarveru. Hann hefur á sínum ferli spilað 202 leiki og skorað í þeim 39 mörk.
Við bjóðum Bjarna hjartanlega velkominn heim í Voginn!