Frábær árangur Saule á TEN-PRO Global Junior Tour 2023 tryggði henni efsta sætið í sínum aldursflokki!
Saule Zukauskaite hefur hlotið titilinn leikmaður númer 1 í U16 eftir uppgjör TEN-PRO Global Junior Tour sem fór fram yfir árið 2023. Frá öllum tennisspilurum, alls staðar að úr heiminum, sem kepptu á 2023 túrnum hlaut hún flest stig í sínum aldursflokki.
Við óskum Saule innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Happdrættisvinningar frá Þorrablóti Grafarvogs 2024
Ungmennafélagið Fjölnir þakkar öllum þorrablótsgestum innilega fyrir meiriháttar kvöld síðastliðinn laugardag!
Nú hefur verið dregið úr happdrættinu. Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll til 26. apríl gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Við hvetjum þó alla til þess að sækja vinningana sem fyrst! Opnunartími skrifstofu er frá 9-12 og 13-16 alla virka daga en oft er einhver við til 17:00.
ATH! Þorrablótsmiðinn er ekki happdrættismiði.
Einnig langar okkur að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem sáu sér fært um að styrkja okkur með frábærum vinningum fyrir happdrættið kærlega fyrir stuðninginn!
Hér fyrir neðan má sjá vinningaskrána.
Vinningur | Númer miða |
---|---|
Iceland Air - 25.000 kr. gjafabréf | 1759 |
Iceland Air - 25.000 kr. gjafabréf | 0353 |
Ísbúð Huppu - 2.500 kr. gjafabréf | 0312 |
Minigarðurinn - 9 holu hringur á minigolfvelli Minigarðsins fyrir allt að 4 manns | 2601 |
Arena Gaming - 10.000 kr. gjafabréf | 0650 |
Arena Gaming - 10.000 kr. gjafabréf | 0691 |
Hlöllabátar - 2x bátur og gos | 0696 |
Fætur toga - Göngugreining fyrir einn og feetunes sokkapar | 0666 |
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður | 1771 |
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður | 0289 |
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður | 2415 |
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður | 0372 |
Ísorka - 50.000 kr. gjafabréf | 2529 |
Perlan - Miðar fyrir 2 fullorðna og 2 börn á sýningu Perlunnar | 1057 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 0703 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 0770 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 2001 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 0754 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 1878 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 0409 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 0467 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 0731 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 0491 |
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf | 2316 |
Emmessís - Gjafabréf fyrir ísveislu | 2322 |
Hafið fiskverslun | 0346 |
Hafið fiskverslun | 0569 |
Hafið fiskverslun | 1209 |
MS - Kassi af hleðslu | 1167 |
MS - Kassi af hleðslu | 1182 |
Himbrimi gin - 500 ml | 0796 |
Himbrimi Old Tom gin - 700 ml | 2420 |
Og natura - Wild Icelandic Dry Gin - 700 ml | 0599 |
Og natura - Wild Icelandic Pink Gin - 700 ml | 0984 |
Og natura - Wild Gin Oak aged Old Town - 700 ml | 1194 |
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli | 0921 |
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli | 0638 |
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli | 2165 |
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli | 0112 |
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns | 1803 |
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns | 1786 |
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns | 1117 |
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns | 0046 |
Prikið - 7.500 kr. gjafabréf | 2011 |
Klifurhúsið - Gjafamiði í klifur fyrir tvo ásamt skóm | 0352 |
Klifurhúsið - Gjafamiði í klifur fyrir tvo ásamt skóm | 0118 |
Skreið - 5.000 kr. gjafabréf | 1123 |
Serrano - 2x burrito eða quesadilla | 0399 |
Serrano - 2x burrito eða quesadilla | 2219 |
Giljaböðin á Húsafelli - Töfrandi ferð fyrir tvo með leiðsögn í íslenskri náttúru sem endar í náttúruböðum | 2276 |
Metta Sport - 10.000 kr. gjafabréf | 0776 |
Lín Design - 10.000 kr. gjafabréf | 2156 |
Topphár - Gjafaaskja frá Milkshake að andvirði 7.500 kr. | 2475 |
Margt Smátt / Teamsport - 20.000 kr. gjafabréf | 0690 |
Subway - 2x frímiði fyrir 6 tommu bát, vefju eða salat og gos | 0324 |
Subway - 2x frímiði fyrir 6 tommu bát, vefju eða salat og gos | 0449 |
Subway - 2x frímiði fyrir 6 tommu bát, vefju eða salat og gos | 0060 |
Tennishöllin - Gjafabréf fyrir tennis eða padel | 1189 |
Tennishöllin - Gjafabréf fyrir tennis eða padel | 2281 |
Nonnabiti - Hamborgaramáltíð | 0017 |
Nonnabiti - Ostborgaramáltíð | 0891 |
Nonnabiti - Bátur og gos | 2440 |
Elding - Gjafabréf í hvalaskoðun | 0708 |
Borgarleikhúsið - 22.000 kr. gjafabréf | 0070 |
Borgarleikhúsið - 22.000 kr. gjafabréf | 1821 |
Borgarleikhúsið - 16.000 kr. gjafabréf | 0374 |
Domino's Pizza - 7.500 kr. gjafabréf | 0798 |
Domino's Pizza - 7.500 kr. gjafabréf | 0412 |
New Wave Iceland - HOLD blómavasi að andvirði 11.900 kr. | 0360 |
New Wave Iceland - Picnic glös að andvirði 4.500 kr. | 2369 |
New Wave Iceland - Picnic glös að andvirði 4.500 kr. | 0828 |
New Wave Iceland - Há picnic glös að andvirði 4.500 kr. | 2003 |
New Wave Iceland - Há picnic glös að andvirði 4.500 kr. | 2329 |
Noztra - 10.000 kr. gjafabréf | 0459 |
ÓJK-ÍSAM - Gjafapoki | 0390 |
ÓJK-ÍSAM - Gjafapoki | 1162 |
Borðspil: Sjónarspil með 18+ viðbótarpakka | 0337 |
Borðspil: Sjónarspil | 1522 |
Borðspil: Sjónarspil | 0642 |
Borðspil: Sjónarspil | 0570 |
Handknattleiksbókin - Saga handknattleiksins á Íslandi - Bindi I og II | 0567 |
Safntreyja frá 30 ára afmæli Fjölnis | 2021 |
Nói Siríus - Gjafapoki | 0436 |
Nói Siríus - Gjafapoki | 1054 |
Nói Siríus - Gjafakarfa | 1863 |
Nói Siríus - Gjafakarfa | 0381 |
Gastro Truck - 2x máltíðir | 0460 |
Hoppland - 2x Gjafabréf fyrir aðgangi og leigu á blautbúningi | 0048 |
Hoppland - 2x Gjafabréf fyrir aðgangi og leigu á blautbúningi | 0099 |
Innnes - Gjafapoki | 0451 |
Innnes - Gjafapoki | 0999 |
Innnes - Gjafapoki | 1893 |
Bæjarins beztu - Hettupeysa og 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi | 2306 |
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi | 1192 |
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi | 0341 |
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi | 0861 |
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi | 0851 |
Danól - Gjafapoki með vörum úr vöruúrvali Danól | 2399 |
Danól - L'Oréal gjafapoki fyrir dömur | 1857 |
Danól - L'Oréal gjafapoki fyrir herra | 2202 |
Brjálað stuð á Þorrablóti Grafarvogs 2024
Þorrablót Grafarvogs var haldið hátíðlegt á laugardagskvöldið en í ár var þemað 80‘s. Það var algjörlega valfrjálst að klæða sig eftir þemanu en það voru þónokkrir sem fóru „all-in“ og mættu eins og þau hafi komið með tímavél frá 9. áratug síðustu aldar!
Múlakaffi sá um matinn og bauð upp á alvöru þorramat, hákarl, brennivín og með því en það var líka annað í boði fyrir þá sem vildu ekki fara í þorramatinn. Frábær vegan réttur og dýrindis lambalæri voru einnig á boðstólnum.
Dagskrá kvöldsins var alls ekki af verri endanum en einvala lið frábærra listamanna steig á svið og sá um að gestir skemmtu sér vel! Regína Ósk stýrði kvöldinu og hljómsveit kvöldsins var Nýju fötin keisarans. Margrét Eir steig fyrst á svið og tók á móti gestum þegar þeir mættu. 80‘s kóngurinn sjálfur, Eyfi, sá um brekkusöng kvöldsins. Grafarvogsprinsinn Kristmundur Axel steig næstur á svið og á eftir honum var það leynigestur kvöldsins sem var enginn annar en Herbert Guðmundsson, varla hægt að halda 80‘s Þorrablót án þess að hann mæti á svæðið. Þau Friðrik Dór, Sigga Beinteins og Daníel Ágúst stigu síðan á svið á eftir þeim og gjörsamlega trylltu lýðinn!
Við viljum þakka öllum sem komu á blótið fyrir frábært kvöld og við hlökkum mikið til næsta árs!
Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir frá kvöldinu
NÝR HÓPLEIKUR OG GETRAUNAKAFFI FJÖLNIS
Nýr 10 vikna hópleikur hefst núna á laugardaginn, 13. janúar og endar 16. mars.
Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning Fjölnis: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).
Skráning fer fram í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is þar sem koma þurfa fram nöfn beggja liðsmanna, kennitölur, sími, netfang og nafn á liðinu.
ATH – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog
Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10:00-11:30 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2×832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar um leikinn: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin! #FélagiðOkkar
Fjögur aldursflokkamet á Áramóti Fjölnis
Fjögur aldursflokkamet á Áramóti Fjölnis
Frjálsíþróttadeildin hélt sitt árlega Áramót í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 28. desember 2023.
Frábær árangur náðist á mótinu en á því féllu fjögur aldursflokkamet. Hæst ber að nefna að Fjölnismaðurinn Grétar Björn Unnsteinsson bætti 11 ára gamalt aldursflokkamet í stangarstökki 16-17 ára pilta með stökki upp á 4,32 metra. Einnig féll 16 ára gamalt met í 3000 m hlaupi 15 ára pilta, 9 ára gamalt met í 200 metra hlaupi 13 ára stúlkna auk þess sem tvöfalt met var sett í 60 m grindahlaupi, bæði í flokki 18-19 ára stúlkna og 20-22 ára flokki, en eldra metið var 16 ára gamalt.
Fjönisfólk stóð sig vel á mótinu og fór heim með 3 gullverðlaun auk þess sem 7 persónuleg met voru sett.
Veittur er farandbikar fyrir besta árangur mótsins og í ár var það FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sem tók bikarinn heim. Hún stökk 6,11 m í langstökki kvenna og fékk fyrir það 1023 WA stig.


Þorrablót 2024 - Staða borða
RISA ÞORRABLÓT GRAFARVOGS
Fjölnishöllin í Egilshöll 20. janúar 2024
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn eru borð laus. Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis. Hér til hliðar má sjá stöðu lausra borða.
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball. Einnig eru nokkur laus pláss á safnborðum ef þið náið ekki að fylla heilt borð!
Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!
Breytingar hjá íshokkídeildinni
Flugeldasala Fjölnis
Nú getur þú verslað flugelda og styrkt félagið þitt í leiðinni 🤩🥳🎆
https://fjolnir.gullborg-flugeldar.com/
Skattfrádráttur vegna styrkja til Fjölnis
Vissir þú að þú getur fengið skattfrádrátt þegar þú styrkir Fjölni?
Einstaklingar geta fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattstofni) með því að styrkja Fjölni um allt að 350.000 kr. en að lágmarki 10.000 kr.
Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 30.000 kr. styrk til Fjölnis fær skattafslátt að upphæð 9.435 kr. og greiðir þannig í raun 20.575 kr. fyrir 30.000 kr. styrk til félagsins
Fyrirtæki geta líka fengið skattafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Fjölni um 500.000 kr. getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk til Fjölnis.
Svona gengur ferlið fyrir sig:
Þú millifærir upphæð að eigin vali, að lágmarki 10.000 kr. en að hámarki 350.000 kr. (700.000 kr. hjá hjónum) og sendir kvittun á skrifstofa@fjolnir.is
Fjölnir sendir kvittun til baka á greiðanda þar sem fram kemur nafn og kennitala greiðanda ásamt upphæð styrks.
Fjölnir sendir upplýsingar um styrki til skattsins, sem kemur skattafslættinum til skila til þín.
Til þess að geta nýtt heimildina fyrir árið 2023 þarf greiðsla að hafa borist fyrir 30. desember næstkomandi.
Reikningsupplýsingar:
0114-26-155
kt 631288-7589
Kvittun sendist á skrifstofa@fjolnir.is
Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum kærlegar þakkir til allra þeirra sem veitt okkur ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.
Jólatrjáasöfnun meistaraflokka Fjölnis í handbolta
Þann 7. janúar ætla meistaraflokkar Fjölnis í handbolta að koma og sækja jólatré í hverfi 112 og farga þeim.
Skráning og nánari upplýsingar um greiðslu má finna hér: