Biggi og Jonni með U17! 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 26. febrúar – 2. mars næstkomandi.

Birgir Þór Jóhannsson og Jónatan Guðni Arnarsson leikmenn 2.flokks karla og meistaraflokks karla eru í hópnum sem mæta Finnlandi!

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis úti!

 

#FélagiðOkkar 💛💙