Vorsýning Fimleikadeildar - Upplýsingar
29/05/2024Fimleikar,Félagið okkar
Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis 8. júní
Nú erum við hjá fimleikadeildinni búin að skipta yfir í vorsýningargír.
ATHUGIÐ
Æfingar eru ekki endilega á hefðbundnum tímum og því mikilvægt að foreldrar og iðkendur fylgist vel með æfingaskipulagi næstu daga inná XPS. Hér fyrir neðan má síðan finna samæfingaskipulag fyrir alla hópa.
Við höfum sent út nokkra upplýsingapósta en það er líka gott að hafa allar upplýsingar aðgengilegar hér.
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri
Miðasala er hafin á Stubb.is
Smellið á sýningarnar til þess að fara beint á miðusölu.
Ragna Lára og Kolbrún Ída í úrvalslið Reykjavíkur á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna
23/05/2024Handbolti,Félagið okkar
Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2024 (Nordic Capitals’ School Games) fer fram í Reykjavík 26.-31. maí. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.
Á dögunum var valið í úrvalslið Reykjavíkur sem keppir fyrir hönd borgarinnar á mótinu. Í liðinu eru 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar.
Tvær stúlkur frá Fjölni/Fylki hafa verið valdar í 10 manna úrvalslið Reykjavíkur í handbolta sem keppir á móti úrvalsliðum höfuðborganna. Þetta eru þær Ragna Lára Ragnarsdóttir og Kolbrún Ída Kristjánsdóttir, leikmenn 5. og 4. flokks Fjölnis/Fylkis.
Við óskum stelpunum innilega til hamingju og óskum þeim góðs gengis á mótinu.
Á meðan mótinu stendur er hægt að fylgjast með og fá upplýsingar á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur, www.ibr.is. Skoða þar úrslit leikja, sjá myndir og lesa stutta umfjöllun alla daga. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.
#FélagiðOkkar
Fjölnishlaup Olís 2024
15/05/2024Frjálsar,Félagið okkar
Hið árlega Fjölnishlaup Olís var ræst í 36. sinn á Uppstigningardag 9. maí í blíðskaparveðri frá íþróttamiðstöðinni við Dalhús. Fjölnishlaup Olís er partur af mótaröð sem kallast Gatorade Sumarhlaupin, en mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í sextánda sinn sem hún er haldin. Fjölnishlaupið sjálft er þó einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis og í ár var boðið var upp á þrjár vegalengdir; 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Það verður ekki annað sagt en að veðrið hafi leikið við hlaupara og aðra í Grafarvoginum og var stemmingin frábær. Þátttaka í ár var góð en 272 tóku þátt í hlaupinu í þetta sinn og skiptust keppendur niður í 3 greinar. 59 keppendur tóku þátt í 10km hlaupi, 72 keppendur hlupu 5km og alls 141 hlaupari lauk 1,4km skemmtiskokki í ár.
Verðlaunahafar árið 2024:
10km hlaup kvenna
- sæti – Íris Anna Skúladóttir FH á 00:37:10
- sæti – Elín Edda Sigurðardóttir ÍR á 00:38:16
- sæti – Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á 00:39:50
10km hlaup karla:
- sæti – Arnar Pétursson Breiðablik á 00:33:32
- sæti – Hugo Landron FH á 00:34:29
- sæti – Sigurgísli Gíslason FH á 00:34:44
5km hlaup kvenna
- sæti – Dalrós Ingadóttir á 00:21:27
- sæti – Eva Skarpaas á 00:22:22
- sæti – Henný Dröfn Davíðsdóttir á 00:24:06
5km hlaup karla:
- sæti – Sigurður Karlsson ÍR á 00:17:40
- sæti – Vilhjálmur Þór Svansson ÍR á 00:18:14
- sæti – Sigurður Júlíusson á 00:18:13
Auk þessa fengu öll börn sem tóku þátt í skemmtiskokkinu glaðning frá Olís.
Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur öll á næsta ári!
Heiður Karlsdóttir æfir með A-landsliði í sumar




Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!
02/05/2024Knattspyrna,Félagið okkar
Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!
Fjölnir hefur samið við markvörðinn Katie Sullivan um að leika með Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2024. Katie kemur frá Chicago en hún spilaði í Florida Gulf Coast University.
Við erum gríðarlega spennt að fá hana en hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í Mjólkurbikanum gegn ÍA og stóð sig frábærlega.
Velkomin í 112 Katie!
#FélagiðOkkar
Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta!
22/04/2024Körfubolti,Félagið okkar
Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta! 




Sumarnámskeið 2024
Íslandsmót í áhaldafimleikum
25/03/2024Fimleikar,Félagið okkar
Á Íslandsmót í áhaldafimleikum keppir okkar færasta fólk í 1. – 3. þrepi og frjálsum æfingum karla og kvenna.
Fjölnir átti fulltrúa á mótinu og erum við virkilega stolt af okkar fólki.
Til hamingju iðkendur og þjálfarar
- Elio Mar Rebora – KK unglingaflokkur
- Sigrún Erla Baldursdóttir – 3.þrep kvk 13 ára og eldri
- Nicole Hauksdóttir – 3.þrep kvk 13 ára og eldri
- Sara Björg Brynjarsdóttir – 3.þrep kvk 12 ára og yngri
- Víkingur Þór Jörgensson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
- Kristófer Fannar Jónsson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
- Daníel Barin Ívarsson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
- Pétur Hrafnsson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
Meðfylgjandi má sjá skemmtilegar svipmyndir.
Fimmtíu krakkar tefldu um fimmtán páskaegg á páskaskákæfingu Fjölnis
- Emilía Embla 6. bekk
- Walter 6. bekk
- Óskar 5. bekk
- Ómar Jón 5. bekk
- Unnur 6. bekk
- Helgi Tómas 3. bekk
- Sævar Svan 1. bekk
- Elsa Margrét 6. bekk
- Sigrún Tara 6. bekk
- Arthur 5. bekk
- Alexander Felipe 3. bekk
- Atlas 2. bekk
- Elma 6. bekk
- Karen Birta
- Magnea Mist 6. bekk