NÝR HÓPLEIKUR OG GETRAUNAKAFFI FJÖLNIS
Nýr 10 vikna hópleikur hefst núna á laugardaginn, 13. janúar og endar 16. mars.
Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning Fjölnis: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).
Skráning fer fram í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is þar sem koma þurfa fram nöfn beggja liðsmanna, kennitölur, sími, netfang og nafn á liðinu.
ATH – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog
Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10:00-11:30 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2×832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar um leikinn: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin! #FélagiðOkkar
Fjögur aldursflokkamet á Áramóti Fjölnis
Fjögur aldursflokkamet á Áramóti Fjölnis
Frjálsíþróttadeildin hélt sitt árlega Áramót í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 28. desember 2023.
Frábær árangur náðist á mótinu en á því féllu fjögur aldursflokkamet. Hæst ber að nefna að Fjölnismaðurinn Grétar Björn Unnsteinsson bætti 11 ára gamalt aldursflokkamet í stangarstökki 16-17 ára pilta með stökki upp á 4,32 metra. Einnig féll 16 ára gamalt met í 3000 m hlaupi 15 ára pilta, 9 ára gamalt met í 200 metra hlaupi 13 ára stúlkna auk þess sem tvöfalt met var sett í 60 m grindahlaupi, bæði í flokki 18-19 ára stúlkna og 20-22 ára flokki, en eldra metið var 16 ára gamalt.
Fjönisfólk stóð sig vel á mótinu og fór heim með 3 gullverðlaun auk þess sem 7 persónuleg met voru sett.
Veittur er farandbikar fyrir besta árangur mótsins og í ár var það FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sem tók bikarinn heim. Hún stökk 6,11 m í langstökki kvenna og fékk fyrir það 1023 WA stig.


Þorrablót 2024 - Staða borða
RISA ÞORRABLÓT GRAFARVOGS
Fjölnishöllin í Egilshöll 20. janúar 2024
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn eru borð laus. Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis. Hér til hliðar má sjá stöðu lausra borða.
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball. Einnig eru nokkur laus pláss á safnborðum ef þið náið ekki að fylla heilt borð!
Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!
Breytingar hjá íshokkídeildinni
Flugeldasala Fjölnis
Nú getur þú verslað flugelda og styrkt félagið þitt í leiðinni 🤩🥳🎆
https://fjolnir.gullborg-flugeldar.com/
Skattfrádráttur vegna styrkja til Fjölnis
Vissir þú að þú getur fengið skattfrádrátt þegar þú styrkir Fjölni?
Einstaklingar geta fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattstofni) með því að styrkja Fjölni um allt að 350.000 kr. en að lágmarki 10.000 kr.
Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 30.000 kr. styrk til Fjölnis fær skattafslátt að upphæð 9.435 kr. og greiðir þannig í raun 20.575 kr. fyrir 30.000 kr. styrk til félagsins
Fyrirtæki geta líka fengið skattafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Fjölni um 500.000 kr. getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk til Fjölnis.
Svona gengur ferlið fyrir sig:
Þú millifærir upphæð að eigin vali, að lágmarki 10.000 kr. en að hámarki 350.000 kr. (700.000 kr. hjá hjónum) og sendir kvittun á skrifstofa@fjolnir.is
Fjölnir sendir kvittun til baka á greiðanda þar sem fram kemur nafn og kennitala greiðanda ásamt upphæð styrks.
Fjölnir sendir upplýsingar um styrki til skattsins, sem kemur skattafslættinum til skila til þín.
Til þess að geta nýtt heimildina fyrir árið 2023 þarf greiðsla að hafa borist fyrir 30. desember næstkomandi.
Reikningsupplýsingar:
0114-26-155
kt 631288-7589
Kvittun sendist á skrifstofa@fjolnir.is
Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum kærlegar þakkir til allra þeirra sem veitt okkur ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.
Jólatrjáasöfnun meistaraflokka Fjölnis í handbolta
Þann 7. janúar ætla meistaraflokkar Fjölnis í handbolta að koma og sækja jólatré í hverfi 112 og farga þeim.
Skráning og nánari upplýsingar um greiðslu má finna hér:
Skráningar fyrir vorönn opna 2. janúar
Skráningar fyrir vorönn hefjast 2. janúar í gegnum skráningakerfi Fjölnis. Hér eru nánari upplýsingar og leiðbeiningar um skráningakerfið okkar: https://fjolnir.is/skraningakerfi/
Desember fréttabréf listskautadeildar
Jólasýningin
Við viljum byrja á því að þakka öllum sem gáfu sér tíma í að koma á jólasýninguna okkar seinast liðinn laugardag. Þar sem að þessar sýningar eru fjáröflun fyrir deildina okkar þá var frábært að sjá hversu margir mættu að fylgjast með og skemmta sér með okkur á þessari jólasýningu. Mætingin það góð að það þurfti að bregðast við þar sem að stúkan fylltist og enn þá einhverjir sem áttu eftir að koma inn og var stólum komið inn í Íssal og fyrir ofan stúkan svo dæmi sé tekið.
Einnig þökkum við öllum fyrir sem tóku þátt í happdrættinu hjá okkur og var þátttakan þar einnig mjög flott.
Síðast en alls ekki síst viljum við þakka þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur að láta þessa sýningu verða að veruleika. Án sjálfboðaliða í svona verkefnum væri ekki hægt að setja upp svona flotta dagskrá og vonum við að sem flestir gefi kost af sér í framtíðar verkefni hjá okkur! Takk þið!
Skautarar ársins.
Nú á dögunum var valið íþróttafólk ársins hjá Fjölni og hefur verið komið inn á það á síðum tengt félaginu. Í ár var það hún Lena Rut Ásgeirsdóttir sem var valin skauta kona ársins hjá okkur í Fjölni. Við óskum Lenu innilega til hamingju með það!
Einnig var Skautasamband Íslands að velja skautara ársins og var það hún Júlía Sylvía Gunnarsdóttir sem fékk þann heiður þetta árið. Við óskum Júlíu innilega til hamingju með það!
RIG og Nordics
26.-28. Janúar munu RIG leikarnir fara fram í Laugardalnum og verðum við að sjálfsögðu með keppendur þar. Við munum kynna þá keppendur til leiks þegar nær dregur.
Beint á eftir því eða 1.-4. Febrúar munu Nordics fara fram í Svíþjóð og voru fjórir keppendur valdir frá Fjölni til þess að taka þátt. Þau sem munu fara eru Júlía Sylvía í Senior Women, Lena Rut í Junior Women, Elín Katla og Berglind Inga i Advanced novice.
Hátíðarkveðjur
Að lokum viljum við þakka öllum fyrir komandi tímabil og hlökkum til að sjá alla aftur hjá okkur á næstu önn. Við óskum ykkur öllum gleðilegra hátíðar og gleðilegt nýtt ár. Vonandi að þið munið hafa það mjög gott um hátíðirnar og sjáumst fersk eftir áramót!
Nýr handhafi Silfurmerkis Fjölnis: Sunna Rut Guðlaugardóttir
16/12/2023Karate
Sunna Rut er einn þeirra sem halda alltaf áfram í sportinu. Hún byrjaði sem agnarlítið spons fyrir um 12 árum, rétt 7 ára gömul að mæta á æfingar. Vann ötullega að því að bæta sig. Tók þátt í mótum og dró heim fullt af verðlaunapeningum. Vann sér inn Íslandsmeistaratitla, klifraði upp á verðlaunapall á RIG mótum að ótöldum auðvitað öllum hinum mótunum þar sem hún tók þátt og þurfti að klifra upp á verðlaunapall.
Því má ekki gleyma að hún hefur auðvitað líka verið valin karatekona ársins hjá Fjölni.
Í gegnum tíma sinn hjá Fjölni hefur hún aukið við þekkingu sína jafnt og þétt með því að ljúka hverri beltagráðuninni á fætur annari, nú síðast þegar hún lauk gráðun til 2. dans svartbeltisgráðun (Nidan) með miklum sóma.
Partur af því að æfa Karate er að gefa til baka til íþróttarinnar og félagsins sín. Þar lætur Sunna ekki sitt eftir liggja. Því hún er einnig vinsæll og óþreytandi þjálfari þeirra sem á eftir henni hafa komið. Auk þess að taka að sér liðsstjórastörf á mótum.
Sunnu var afhent Silfurmerki Fjölnis númer 215.
Mynd: Kristján U Kristjánsson