Uppskeruhátíð Fjölnis 2024

Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram á dögunum í Keiluhöllinni.
Í lok hvers árs viðurkennir félagið framúrskarandi árangur karla og kvenna í öllum deildum. Einnig voru útnefnd Íþróttakarl Fjölnis, Íþróttakona Fjölnis og Fjölnismaður ársins úr hópi öflugra sjálfboðaliða félagsins.
Íþróttakarl ársins kemur úr skákdeild Fjölnis:
Dagur Ragnarsson
Dagur hefur verið mjög sigursæll á árinu og er ma. Skákmeistari Reykjavíkur 2024. Hann var einnig í skáksveit Fjölnis varð Íslandsmeistari skákfélaga árið 2024 í fyrsta sinn á 20 ára afmælisári.
Íþróttakona ársins er úr listhlaupadeild:
Júlía Sylvía fyrst Íslendinga til að vinna alþjóðlegt listskautamót - Vísir
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Júlía Sylvía hefur verið að færa sig yfir í parakeppni og hefur þar öðlast keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu fyrst íslenskra skautara ásamt Manuel Piazza. Fyrr á árinu sigraði hún Senior Women flokkinn á RIG og var fyrst Íslendinga til að fá gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti í listskautum. Í febrúar tók Júlía þátt í Norðurlandamótinu og endaði á því að fá hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti.
Fjölnismaður ársins er:
Baldvin Örn Berndsen
Baldvin hefur verið mjög öflugur liðsmaður Fjölnis um langt árabil. Hann hefur sett mestan sinn tíma í knattspyrnudeildinna þar sem fáir viðburðir fara framhjá honum með myndavélina á lofti. En hann hefir líka verið öflugur í að mæta á stærri viðburði félagsins og er ómetanlegur í að skrá sögu félagsins.
Það var einnig skemmtileg tilvíljun að sonur hans og nafni var valinn knattspyrnumaður Fjölnis 2024.
Hér eru íþróttamenn hverrar deildar, tilnefnd af deildunum sjálfum:
Fimleikadeild:
Natalía Tunjeera og Elio Mar Rebora
Frjálsíþróttadeild:
Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson
Handknattleiksdeild:
Telma Sól Bogadóttir og Björgvin Páll Rúnarsson
Íshokkídeild:
Hilma Bóel Bergsdóttir og Viggó Hlynsson
Karate:
Sunna Rut Guðlaugardóttir og Gabríel Sigurður Pálmason
Knattspyrnudeild:
Hrafnhildur Árnadóttir og Baldvin Þór Berndsen
Körfuknattleiksdeild:
Stefanía Ósk Ólafsdóttir og Rafn Kristjánsson
Listskautadeild:
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza
Skákdeild:
Emilía Embla B. Berglindardóttir og Dagur Ragnarsson
Tennisdeild:
Bryndís Rósa Armesto Nuevo og Daniel Pozo


Happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta

Hér eru vinningsnúmer úr happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta.

Búið er að hafa samband við vinningshafa!

 

Lotus grill frá Fastus 352
Árskort í Laugarásbíó og Gjafabréf frá Hafið fiskverslun 529
Gjafakarfa frá Forever Living Products og vekjaraklukka frá Úr og gull 535
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara og gjafakort frá Grazie Trattoria 312
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara 376
1 x batterí / brúsi / nudd bolti / vidamin töflur frá Hreysti og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp x 503
Gjöf frá ÓJ&K, og Gjöf frá Terma snyrtivara 380
Bætiefnabúllan - 1 vatnsbrusa, 10x 28g af proteindufti og 10x protein brownies, Gjafabréf frá Tekk, gjafabref frá Subway 49
Gjöf frá Terma snyrtivara og vekjaraklukka frá Úr og gull 570
Kertastjaki frá Tekk, gjöf frá Sensai, gjafabréf frá Serrano 651
Gjöf frá ÓJ&K, Gjafabréf frá Jungle og Gjöf frá Sensai 78
Hálsmen frá ORR og Gjafavara fra DORMA 72
Brúsi frá Vilma Home og Inniskór frá Betra bak 532
Gjafapoki frá Tekk, krydd frá Garra og Gjafabréf Hafið 122
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í líkamsrækt 172
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp 372
Gjafa karfa frá forever living products og gjafabréf Hafið fiskverslun 257
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf Grazie - Trattoria 127
Gjafabréf frá Jungle Gjöf frá Krisma snyrtistofa 164
Gjöf frá Krisma snyrtistofa og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) 314
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður 46
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður 137
Gjöf frá Regalo heildverslun og Gjafabréf frá Jungle 2
Quest Hair-Beer and Wiskey saloon gefur gjöf- KMS hárvörupakki og Gjafabréf Hafið fiskverslun 13
Gjafavara frá Garra og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) 196
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf á Jungle 423
Vekjaraklukka frá Úr og gull, og Gjafabréf frá Tekk 89
Gjafabréf Sportís og Gjafapoki frá l'occitane 307

4. desember - MIKILVÆGT

Miðvikudaginn 4. desember, fara þjálfarar og starfsfólk á fræðslufund ÍBR.
Vegna þessa munu einhverjar æfingar falla niður!
Við hvetjum alla iðkendur og forráðamenn að fylgjast vel með XPS 💙

Happdrætti herrakvölds knattspyrnudeildar Fjölnis

HAPPDRÆTTI HERRAKVÖLDS KNATTSPYRNUDEILDAR FJÖLNIS!
Takk fyrir samveruna herramenn og vinir. Þvílíka veislan og stemmingin.
Um leið og við þökkum fyrir okkur þá má finna hér að neðan niðurstöðu úr happdrættinu góða.
Aðeins var dregið úr seldum miðum og má sjá vinningaskrá hér á mynd og fyrir neðan:
0731 - GJAFABRÉF FRÁ ICELANDAIR
0288 - GJAFABRÉF FYRIR ÍSLAND
0202 - BOSS ILMUR OG HÁRVÖRUR – H. JÓNSSON
1001 - GJAFABRÉF FRÁ HAFINU
0662 - GJAFABRÉF FRÁ BÚLLUNNI
Hægt er að vitja vinnnga á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll 🥳
Sjáumst sem allra fyrst!
Áfram Fjölnir!

Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis í unglingalandsliðið

Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa verið valin í Unglingalandslið Frjálsíþróttasambands Íslands en þangað eru valin þau 15-19 ára ungmenni sem hafa náð tilskildum lágmörkum.

Unglingalandsliðfólkið okkar er:

Unnur Birna Unnsteinsdóttir, 15 ára - hástökk

Guðrún Ásgeirsdóttir, 16 ára - kringlukast

Christina Alba Marcus Hafliðadóttir, 17 ára - langstökk  

Kjartan Óli Bjarnason, 17 ára – 400m

Pétur Óli Ágústsson, 17 ára – 100m, 200m, 400m og 400m grindahlaup

Grétar Björn Unnsteinsson, 18 ára - stangarstökk

Fjölnir óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn!

Þið eruð frábær <3


Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla í körfubolta

Risafréttir úr Grafarvoginum!
Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla Fjölnis í körfubolta.
Fjölnir Karfa hefur ráðið Baldur Má Stefánsson sem þjálfara meistaraflokks karla út tímabilið.  Baldur Már hefur síðustu tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR ásamt því að hafa stýrt drengja- og unglingaflokki ÍR.
Áður en Baldur gekk til liðs við ÍR starfaði hann hjá okkur í Fjölni sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í tvö ár sem og stýra drengja- og unglingaflokki okkar með góðum árangri.
Að auki hefur Baldur komið víða við í þjálfun, þar á meðal hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár, sem og starfað sem aðstoðarþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og unnið með ungum og efnilegum leikmannahópum.
,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ég átti tvö frábær ár hérna í Grafarvoginum og líður mjög vel að koma aftur inn í Dalhús. Þetta er skemmtilegur leikmannahópur og ég hlakka mikið til að hefjast handa og byrja að vinna með þessum strákum," sagði Baldur við tilefnið.
Við bjóðum Baldur Má velkominn á ný í Grafarvoginn!
KKD Fjölnis

Ásgeir Frank Ásgeirsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu

Ásgeir Frank Ásgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni til næstu tveggja ára. Ásgeir, sem er alinn upp í Fossvoginum, lék upp yngri flokkana hjá Víkingum í Reykjavík ogi lék með þeim 2 leiki í Bestu deildinni með uppeldisfélaginu.

Þess utan lék Ásgeir í 3 ár með liði Aftureldingar sem fór upp í efstu deild nú í haust auk þess sem hann þjálfaði lið Hvíta Riddarans í fyrra. Ásgeir á að baki 5 leiki fyrir U-19 ára landslið karla.

Er þetta mikill fengur fyrir Fjölni að fá svona sterkan einstakling og karakter í Grafarvoginn enda mun Ásgeir einnig vinna þvert á flokka og verða leiðandi í afreksstarfi Fjölnis í samstarfi við yfirþjálfara félagsins og þjálfara 2. og 3. flokks karla.

Vill félagið á sama tíma þakka fráfarandi aðstoðarþjálfara félagsins, Einari Jóhannesi Finnbogasyni, fyrir samstarfið undanfarin ár. Einar hefur verið afar vinsæll meðal Fjölnismanna eftir að hafa verið hægri hönd Úlla bæði í 2. flokki karla og í meistaraflokki sl 7 ár.


Eva Karen Sigurdórsdóttir semur við Fjölni

Eva Karen Sigurdórsdóttir hefur snúið aftur heim til Fjölnis og gert tveggja ára samning við félagið.
Eva hefur spilað í Lengjudeildinni með Fram, HK og Gróttu en þar fyrir utan á hún 49 leiki með félaginu í Lengjudeild og 2. deild kvenna.
Það er mikið gleðiefni fyrir félagið að fá Evu heim því hún er afar öflugur miðjumaður sem þekkir vel til innan félagsins.
Eva á að baki 2 leiki með U17 ára landsliði Íslands.
#FélagiðOkkar 💛💙

Harpa Sól framlengir við Fjölni

Miðjumaðurinn Harpa Sól Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Harpa sem er afar öflugur og kraftmikill miðjumaður hefur leikið 39 leiki með félaginu í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið því Harpa er ekki bara mikilvægur hlekkur í liðinu heldur uppalin hjá félaginu og hluti af þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan þess.
#FélagiðOkkar 💛💙

 


Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu 2024

Lokahóf meistaraflokka Fjölnis í knattspyrnu fór fram í hátíðasalnum Dalhúsum laugardaginn 28. september síðastliðinn. Þar komu saman leikmenn, þjálfarar og stjórnamenn og konur til þess að loka nýliðnu tímabili en boðið var upp á mat og drykk auk skemmtiatriða.
Alls voru veittar sex viðurkenningar fyrir sumarið en Máni Austmann Hilmarsson og María Sól Magnúsdóttir voru markahæst, Jónatan Guðni Arnarson og Emilía Lind Atladóttir voru efnilegust og svo voru Hrafnhildur Árnadóttir og Halldór Snær Georgsson valin best.
Eins var Guðmundi Karli leikmanni karlaliðsins færð blóm fyrir öll árin og frábæran tíma hjá félaginu. Verður það mikil eftirsjá enda magnaður leikmaður og Fjölnismaður þar á ferð.