Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekkjar fór fram laugardaginn 26. febrúar í Rimaskóla. Tefldar voru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda. Alls tóku 110 krakkar þátt á mótinu, eða 26 skáksveitir.

Fjölnisfólkið okkar í Rimaskóla kom, sá og sigraði – en Fjölnir sendi fjórar sveitir til keppni.

A sveit Rimaskóla landaði Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð mótsins.

B sveit var efst B sveita og í 4. sæti yfirhöfuð.

D sveit var efst D sveita og í 6. sæti yfirhöfuð.

C sveit lenti í 12. sæti.

Helmingur þessara afrekssveita eru nemendur í 1. bekk og er augljóst að skákæfingar Fjölnis eru aldeilis að skila sér.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með þennan frábæra árangur!

 

#FélagiðOkkar 💛💙

A sveit Rimaskóla Íslandsmeistarar barnaskólasveita 2024 ásamt Birni Ívari Karlssyni skákkennara. f.v. Patrekur, Alexander Leó, Alexander Felipe og Erlendur.
Íslandsmeistararnir ásamt Birni Ívari og Helga.
Langbesta B sveitin og allir í 1. bekk. Sævar Svan, Kristófer Jökull, Mikael Már og Óskar Leó.
Þrír af fjórum í A sveitinni með borðaverðlaun. Erlendur hér fremstur vann allar sínar skákir.
Sterkar skákstelpur á yngsta stigi og í 6. sæti af 26 skáksveitum. Þóra Kristín, Lea, Elsa María og Gunnhildur.