Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum samskiptaforritið XPS network. Hér fyrir neðan er hægt að sækja appið í Apple og Android síma.

Með XPS appinu er með einföldum hætti hægt að fá yfirsýn yfir æfingar, mætingar og margt fleira. Þjálfari getur sent út tilkynningar og haft samskipti við iðkendur, foreldra eða forráðamenn.

Mælt er með því að nota rafræn skilríki við innskráningu.

HÉR má finna leiðbeiningar fyrir innskráningu 18 ára og yngri inn í appið.

Allar nánari upplýsingar og aðstoð má nálgast HÉR.

Aðeins þeir sem hafa gengið frá skráningargjöldum fá aðgang að appinu og því mikilvægt að ganga frá því á skráningarsíðunni okkar https://xpsclubs.is/fjolnir/registration.

Ef þú hefur ekki fengið aðgang að appinu endilega sendu línu á skrifstofa@fjolnir.is.

Síminn Pay

Síminn Pay er greiðsluhirðir Fjölnis. Hægt er að greiða námskeiðsgjöld á þrjá vegu. Hægt er að staðgreiða, fá greiðsluseðil í heimabanka eða ganga frá greiðslunni í gegnum Síminn Pay appið.

Í Síminn Pay appinu getur þú:

  • Dreift greiðslum í allt að 36 mánuði.
  • Fengið aðgang að Vildarkorti Fjölnis (sendu póst á hildur@fjolnir.is til að fá aðgang).
  • Nýtt þér frábær Léttkaups- og vikutilboð í Mathöll Pay.
  • Lagt í stæði.
  • Styrkt góðgerðarmál.

Hér eru upplýsingar varðandi Léttkaup:

https://www.siminn.is/lettkaup

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig er hægt að dreifa greiðslunum með léttkaupum í gegnum Síminn Pay appið:

https://www.siminn.is/spurt-og-svarad/hvernig-a-ad-dreifa-greidslum

Hér er Spurt og svarað varðandi Léttkaup:

https://www.siminn.is/adstod/lettkaup