RIG 2024

Advanced Novice Women

Það voru þrír keppendur frá Fjölni sem kepptu í Advanced Novice flokki sem innihélt einnig skautara frá Hollandi, Ítalíu og Frakklandi. Voru alls 11 keppendur í flokkinum. Berglind Inga, Elín Katla og Elva Ísey voru keppendurnir sem hófu keppni á föstudeginum með stutta prógramminu og kláruðu svo frjálsa prógrammið á laugardeginum.

Berglind Inga byrjaði föstudaginn á því að fá 23.45 stig fyrir sitt prógram á föstudeginum. Á laugardeginum fékk Berglind svo 43.79 stig fyrir frjálsa prógrammið og endaði því með 67.23 heildarstig.

Elín Katla fékk 29.29 stig fyrir sitt stutta prógram á föstudeginum. Í frjálsa prógramminu á laugardeginum fékk hún 53.71 stig fyrir sitt framlag á svellinu og endaði hún því á að fá 83.00 stig sem tryggði henni 3.sætið á mótinu!

Elva Ísey tók föstudaginn og fékk 20.56 stig fyrir stutta prógrammið. Á laugardeginum tók hún ásamt öðrum frjálsa prógrammið og fékk fyrir það 31.85 stig og endaði því með 52.41 heildarstig.

Junior Women

Lena Rut var okkar fulltrúi í Junior Women flokki þar sem að 7 keppendur frá Finnlandi, Filipseyjum, Argentínu, Bretlandi og Danmörku tóku þátt. Á laugardeginum hóf Junior flokkur keppni á RIG með stutta prógramminu. Fékk Lena 39.25 stig fyrir sitt stutta prógramm. Á sunnudeginum tók hún svo frjálsa prógrammið þar sem hún fékk 65.54 stig. Með þessu endaði hún með heildarstig upp á 104.79 stig sem skilaði henni 4.sætinu á mótinu.

Senior Women

Fulltrúi Fjölnis í Senior Women flokki var Júlía Sylvía og keppti hún ásamt 3 öðrum keppendum frá Indlandi, Hollandi og Danmörkur. Stutta prógrammið var tekið á laugardeginum og fékk Júlía 40.35 stig fyrir sitt prógram. Á sunnudeginum var svo frjálsa prógrammið tekið þar sem að Júlía fékk 87.92 stig. Með þessu fékk hún 128.27 heildarstig. Með því náði hún að tryggja sér sigur á seinni degi og endaði í 1.sæti í Senior Women.

Er þetta í fyrsta skipti sem að íslenskur skautari fær gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti á listskautum!

Interclub

Það voru sex skautarar frá Fjölni sem tóku þátt í Interclub móti RIG. Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt tóku þátt í Basic Novice Girls flokki. Maxime og Suri Han tóku þátt í Cubs flokki og svo var Elisabeth Rós í Chicks flokki.

Allir þessir flokkar fóru fram á föstudeginum og var það Elisabeth Rós í Chicks flokk sem tók á skarið fyrir okkar hóp. Næsti hópur þar á eftir var svo Cubs flokkur þar sem að Maxime og Suri fóru á svellið og sýndu sína takta. Efnilegir skautara sem voru þarna á ferðinni og góð reynsla fyrir framtíðina þeirra.

Næst var það Basic Novice flokkurinn sem innihélt 15 keppendur frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Danmörku. Arna Dís fór fyrst á svellið og stóð sig með mikill príði og endaði með 33.20 stig sem skilaði henni 3.sæti í sínum flokki og þar af leiðandi sæti á verðlaunapallinum. Sóley Björt var næst af okkar skauturum á svellið og endaði hún á að fá 18.84 stig fyrir sitt prógram sem skilaði henni 14.sæti. Seinust var Ermenga Sunna sem tók sitt prógram og fékk hún 30.17 stig fyrir það og endaði í 4.sæti.

Góð reynsla fyrir okkar skautara og óskum við þeim til hamingju með árangur sinn!

Norðurlandamót

Næst á dagskrá er Norðurlandamót í Svíþjóð sem fer fram 1.-4. febrúar. Í þeirri ferð er Fjölnir með fjóra keppendur og eru það Elín Katla og Berglind Inga sem taka þátt í Advanced Novice Women, Lena Rut sem tekur þátt í Junior Women og Júlía Sylvía sem tekur þátt í Senior Women. Hvetjum við ykkur til að fylgjast með á okkar miðlum sem og miðlum Skautasambandsins (skatingicelandofficial á instagram; Skautasamband Íslands – ÍSS á Facebook).

Byrjun annar

Rétt eftir áramót hófst ný önn hjá okkur og hefur hún farið vel af stað. Fjöldinn allur af ungum og efnilegum skauturum hafa lagt leið sína í skautaskólann. Allt frá algerum byrjendum og yfir í skautara sem eru við það að komast í næsta hóp.

Fyrir þau sem eru að spá í að skrá sig er hægt að fá allar upplýsingar um hvernig það er gert hér.

Eins til að fá upplýsingar um æfingartíma hjá okkur er hægta að ýta hér.