Fjölnir A sveit eru Íslandsmeistarar skákfélaga

Íslandsmót Skákfélaga fór fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum.

Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24 og fengu því 20 stig – einstakt afrek hjá þéttri og vel samsettri sveit.

Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er Íslandsmeistari í skák og það á 20. afmælisári!

Fjölnir B vann einnig 3. deildina og teflir því í 2. deild á næsta keppnisári!

Við erum afskaplega stolt af flotta skákfólkinu okkar.

Áfram Skákdeild Fjölnis

Gæti verið mynd af 7 manns, skegg og Texti þar sem stendur "10=70 ALSDE 1/7 1/5"

Íslandsmeistarar Fjölnis ásamt Helga Árnasyni liðsstjóra og formanni Skákdeildarinnar.

Efsta röð f.v.: Paulius, Tomas, Kaido, Oliver Aron Jóhannesson.MIðröð: Dagur Ragnarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Hedinn Steingrimsson .
Fremsta röð f.v.: Sigurbjorn J. BjornssonHelgi Árnason, og Valery.

Gæti verið mynd af 9 manns og chess

KR-ingar „teknir í bakaríið“ 7,5 – o,5

Gæti verið mynd af 6 manns

B sveitin sigraði 3. deildina. F.v. Emilía Embla (11 ára), Helgi Árnason liðsstjóri, Jóhann Arnar FinnssonOliver Aron JóhannessonTinna Kristín FinnbogadóttirLiss Acevedo Méndez