Fréttabréf Listskautadeildar

Norðurlandamót 

Keppni á Norðurlandamóti fór fram 1.-4. febrúar í Borås í Svíþjóð. Keppendur sem fóru frá Fjölni að keppa fyrir Íslands hönd voru Júlía Sylvía, Lena Rut, Berglind Inga og Elín Katla. 

Berglind Inga og Elín Katla hófu keppnina í Advanced Novice Girls flokki og voru þær báðar að taka þátt á sínu fyrsta Norðurlandamóti. 

Berglind Inga fékk 24,60 stig fyrir stutta prógrammið sitt og 18. sætið. Fyrir frjálsa prógrammið fékk hún 43,60 stig. Samanlagt skilaði þetta því Berglindi 68,20 stig og 18. sætinu í keppninni. 

Elín Katla byrjaði á því að fá 28,43 stig fyrir stutta prógrammið sitt og dugði það til 13. sætis eftir þann dag. Í frjálsa prógramminu fékk Elín svo 48,89 stig sem gaf henni 16. sætið með 77,32 heildarstig. 

Lena Rut í Junior Women flokki byrjaði á því að fá 29,01 stig fyrir sitt stutta prógram og skilaði það henni í 19. sætinu. Í frjálsa prógramminu sínu fékk Lena 58,57 stig sem gerir 87,58 heildarstig. Með þessu náði Lena Rut 18. sætinu í sínum flokki. 

Í þetta skiptið var Júlía Sylvía að keppa í fyrsta skipti í flokki Senior á Norðurlandamóti. Í stutta prógramminu fékk Júlía Sylvía 45,28 stig sem skilaði 8. sætinu. Þegar kom að frjálsa prógramminu fékk Júlía 75,70 stig fyrir. Með þessu fékk hún samanlagt 120,98 stig sem skilaði henni 9. sætinu að lokum. Má taka það fram að þetta eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. 

Að móti loknu fór fram sýning (e. Exhibition) þar sem skautaklúbburinn í bænum sá um sýningu og gesta skautarar sem keppt höfðu á Norðurlandamótinu tóku þátt. Júlía Sylvía fékk boð um að taka þátt í sýningunni og stóð hún sig frábærtlega þegar hún skautaði við útgáfu Kaleo af Vor í Vaglaskóg. 

Stjórnarskipti 

Þann 20. febrúar fór fram aðalfundur listskautadeildar Fjölnis. Á þessum aðalfundi fóru fram stjórnarskipti fyrir deildina. 

Nýja stjórn skipa:
Halldóra Hrund Guðmundsdóttir, formaður.
Ólöf Sólveig Björnsdóttir, gjaldkeri.
Guðrún Lillý Eyþórsdóttir, meðstjórnandi.
Gunnar Traustason, meðstjórnandi.
Ingibjörg G. Jónsdóttir, meðstjórnandi.
Tanya Helgason, meðstjórnandi. 

Úr fyrri stjórn minnkaði Gunnar Traustason við sig og fór hann úr formannsstöðu í meðstjórnenda. Einnig steig Tinna Arnardóttir til hliðar úr fyrri stjórn. 

Við þökkum fráfarandi stjórn kærlega fyrir þeirra framlag til listskautadeildarinnar og sjáum ykkur í kringum æfingar og keppnir! 

Vormót ÍSS  

Fyrstu helgina í mars fór fram Vormót ÍSS á Akureyri. Fjölnir fór í hópferð sem heppnaðist vel og skemmtu skautararnir sér mjög vel saman. Alls voru 14 keppendur í félagalínu og 10 keppendur ÍSS sem fóru fyrir hönd Fjölnis norður. 

Allir keppendur lögðu sig hart fram í að gera eins vel og þau gátu og voru félaginu til mikilla sóma á mótinu. Eins og áður að þá er ekki gefið upp í hvaða sæti keppendur lenda í í öllum keppnisflokkum. Í flokkum 6 ára-, 8 ára- og 10 ára og yngri eru ekki gefin upp úrslit en fá allir þátttökuviðurkenningu. 

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri náði Lilja Harðardóttir að komast á pall og náði 2.sætinu. Marinó Máni vann flokkinn 15 ára og yngri drengir. 

Í Basic Novice lenti Arna Dís í 1. sæti með 31,85 stig eftir sína keppni. 

Í Advanced Novice voru tveir skautarar sem komust á pall frá okkur. Berglind Inga skilaði stutta prógrammi upp á 27,29 stig og frjálsa prógrammi upp á 42,48. Gerði þetta að verkum að hún fékk 69,77 stig og náði 2. sætinu. Elín Katla náði í 31,65 stig í sínu stutta prógrammi og 57,46 stig í því frjálsa. Með þessu náði hún 89,11 stig og 1.sæti í Advanced Novice 

Í Junior Women keppti Lena Rut. Hún fékk 41,17 stig í stutta prógramminu sínu og bætti við það 73,99 stigum í því frjálsa. Náði hún því 115,16 stigum og 1. sætinu í Junior Women. 

Við óskum öllum sem tóku þátt til hamingju með þá áfanga sem náðust og erum spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá okkar flottu skauturum. 

Bikarmeistarar 

Þar sem að okkar skautarar hafa staðið sig mjög vel á þessu tímabili höfum við verið að safna nóg af stigum í bikarkeppni félagana sem er í gangi yfir tímabilið. Efsti skautari frá hverju félagi í hverjum keppnisflokk safnar stigum fyrir sitt félag á ÍSS mótum yfir veturinn.  

Það er skemmst frá því að segja að með öllum þeim árangri sem skautarar Fjölnis náðu yfir veturinn að Fjölnir varð bikarmeistari tímabilið 2023-2024! 

Er þetta annað árið í röð sem listskautadeild Fjölnis nær þeim áfanga að vera bikarmeistari í listskautum og fá bikarinn til okkar í Egilshöllina!  

Eru allir skautarar og þjálfarar mjög vel að þessu komin og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn! 

Sonia Henie Trophy 

Nú um liðna helgi fór fram Sonia Henie Trophy í Osló, Noregi. Voru sjö skautarar frá Fjölni sem kepptu á þessu móti. 

Í Basic Novice voru Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt. Í Advanced Novice voru það Elín Katla, Berglind Inga og Elva Ísey sem tóku þátt og í Junior Women var Lena Rut frá Fjölni. 

Í basic novice var Arna Dís með 34,40 stig fyrir sitt prógramm sem skilaði henni í 5.sæti á mótinu. Ermenga Sunna fékk 32,89 stig og með því 6.sætið. Sóley Björt fékk 16,01 stig og endaði í 25.sætinu. 

Berglind Inga fékk 23,62 stig fyrir stutta prógrammið og 42,87 fyrir frjálsa prógrammið. Skilaði þetta henni 25.sætinu með 66,49 stig. 

Elva Ísey fékk fyrir sitt stutta prógram 19,23 stig og fyrir frjálsa prógrammið fékk hún 35,65 stig sem skilaði henni 28.sæti með 54,88 stig. 

Elín Katla byrjaði stutta prógrammið með 29,85 stig og fékk hún svo 51,99 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt sem skilaði henni 11. sætinu með 81,84 stig. 

Í Junior Women byrjaði Lena með því að fá 34,20 stig í stutta prógramminu. Í frjálsa prógramminu fékk hún svo 73,79 stig sem skilaði henni 18. sæti með 107,99 stig. 

Óskum þeim öllum til hamingju með árangur sinn. 

Framundan hjá deildinni 

Svellið í Egilshöll verður lokað í kringum páskana og því verða ekki æfingar frá fimmtudeginum 28.mars til og með mánudeginum 1.apríl. Byrja því æfingar eftir páska á venjulegu prógrammi þann 2.apríl. 

Helgina 20.-21.apríl mun SR halda mót og mun tilkynning koma von bráðar þar sem óskað er eftir upplýsingum um hverjir vilja taka þátt sem og upplýsingar um greiðslu fyrir það mót.

Mikið líf og fjör hefur verið á æfingum hjá skautaskólanum núna eftir áramót og er gaman að sjá hversu flottir krakkar eru að æfa og hafa gaman hjá okkur í þessum tímum. Það verður svakalega spennandi að sjá hvernig þessir krakkar munu vaxa og dafna í íþróttinni og vonum við eftir því að sem flest af þeim muni taka þátt í vorsýningunni okkar. 

Nú fer allt að fara á fullt að undirbúa vorsýninguna okkar í Fjölni en hún fer fram sunnudaginn 26. maí á skautasvellinu í Egilshöll. 

Bráðlega verður send út tilkynning á forráðamenn þar sem að hægt er að skrá þá skautara sem að vilja taka þátt í sýningunni. Mun það vera krafa á þá skautara sem ætla sér að taka þátt að þau séu skráð á ákveðið margara æfingar til að ná öllum breytingum og öllu sem kemur að sýningunni. En þessar upplýsingar munu koma fram í skráningarpóstinum sem verður sendur út. 

Einnig er verið að undirbúa sumarnámskeið á svellinu og er planið að vera 3 vikur í júní. Þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar til að vinna úr að þá verður send út tilkynning með öllum upplýsingum. 


Haukur Óli með U16! 

Haukur Óli með U16! 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer á Gíbraltar dagana 12. - 20. mars næstkomandi.

Haukur Óli markmaður 2. og 3.flokks karla hefur verið valinn í hópinn!

Liðið æfir á Íslandi mánudaginn 11. mars áður en haldið er til Gíbraltar þann 12. mars.

Íslenska liðið mætir Gíbraltar, Færeyjum og Litháen á UEFA mótinu.

 

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Hauki til hamingju með valið og óskar honum góðs gengis á mótinu!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Birgir og Jónatan með U17 í Finnlandi!

Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppti í vikunni tvo æfingaleiki gegn U17 liði Finnlands.

Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-1 en tapaði svo seinni leiknum 4-1 gegn sterku liði Finna. Biggi og Jónatan tóku þátt í báðum leikjum og voru glæsilegir fulltrúar Fjölnis í ferðinni.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með landsleikina og það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum í sumar!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Fjölnir Bikarmeistarar ÍSS 23-24

Fjölnir eru bikarmeistarar ÍSS í listskautum 2023-24! 🏆⛸️

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni á Akureyri 1-3. mars. Mótið var síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts eins og vant er orðið. Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari. Þegar búið var að skoða úrslit mótsins var ljóst að listskautadeild Fjölnis stóð uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar 2024 með 116 stig. Þetta er í annað sinn sem Fjölnir fær bikarinn!

Við óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn!!

#FélagiðOkkar 💛💙


Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Fjölnir Íslandsmeistari kvenna í íshokkí

Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna árið 2024.

Fjölnir er Íslandsmeistari í Hertz-deild kvenna eftir 1-0 sigur á SA í fjórða leik liðanna í Egilshöll á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir á fjórðu mínútu.

Þetta var fyrsti titill Fjölnis en sá annar sem fer upp í Egilshöll því fyrir 18 árum, árið 2006, varð kvennalið Bjarnarsins Íslandsmeistari. SA-konur hafa haldið fast um bikarinn þessa 17 titla síðan þá – þar til nú.

Við erum ótrúlega stolt af þessum frábæru íþróttakonum og óskum þeim innilega til hamingju með titilinn!

 

Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, afhendir Kristínu Ingadóttur, fyrirliða Fjölnis bikarinn. Ljósmynd: Bjarni Helgason


Fjölnir A sveit eru Íslandsmeistarar skákfélaga

Íslandsmót Skákfélaga fór fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum.

Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24 og fengu því 20 stig - einstakt afrek hjá þéttri og vel samsettri sveit.

Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er Íslandsmeistari í skák og það á 20. afmælisári!

Fjölnir B vann einnig 3. deildina og teflir því í 2. deild á næsta keppnisári!

Við erum afskaplega stolt af flotta skákfólkinu okkar.

Áfram Skákdeild Fjölnis

Gæti verið mynd af 7 manns, skegg og Texti þar sem stendur "10=70 ALSDE 1/7 1/5"

Íslandsmeistarar Fjölnis ásamt Helga Árnasyni liðsstjóra og formanni Skákdeildarinnar.

Efsta röð f.v.: Paulius, Tomas, Kaido, Oliver Aron Jóhannesson.MIðröð: Dagur Ragnarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Hedinn Steingrimsson .
Fremsta röð f.v.: Sigurbjorn J. BjornssonHelgi Árnason, og Valery.

Gæti verið mynd af 9 manns og chess

KR-ingar "teknir í bakaríið" 7,5 - o,5

Gæti verið mynd af 6 manns

B sveitin sigraði 3. deildina. F.v. Emilía Embla (11 ára), Helgi Árnason liðsstjóri, Jóhann Arnar FinnssonOliver Aron JóhannessonTinna Kristín FinnbogadóttirLiss Acevedo Méndez


Fjölnisfólk Íslandsmeistarar barnaskólasveita 1.-3. bekkjar 2024

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekkjar fór fram laugardaginn 26. febrúar í Rimaskóla. Tefldar voru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda. Alls tóku 110 krakkar þátt á mótinu, eða 26 skáksveitir.

Fjölnisfólkið okkar í Rimaskóla kom, sá og sigraði – en Fjölnir sendi fjórar sveitir til keppni.

A sveit Rimaskóla landaði Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð mótsins.

B sveit var efst B sveita og í 4. sæti yfirhöfuð.

D sveit var efst D sveita og í 6. sæti yfirhöfuð.

C sveit lenti í 12. sæti.

Helmingur þessara afrekssveita eru nemendur í 1. bekk og er augljóst að skákæfingar Fjölnis eru aldeilis að skila sér.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með þennan frábæra árangur!

 

#FélagiðOkkar 💛💙

A sveit Rimaskóla Íslandsmeistarar barnaskólasveita 2024 ásamt Birni Ívari Karlssyni skákkennara. f.v. Patrekur, Alexander Leó, Alexander Felipe og Erlendur.
Íslandsmeistararnir ásamt Birni Ívari og Helga.
Langbesta B sveitin og allir í 1. bekk. Sævar Svan, Kristófer Jökull, Mikael Már og Óskar Leó.
Þrír af fjórum í A sveitinni með borðaverðlaun. Erlendur hér fremstur vann allar sínar skákir.
Sterkar skákstelpur á yngsta stigi og í 6. sæti af 26 skáksveitum. Þóra Kristín, Lea, Elsa María og Gunnhildur.

Kristjana með U15! 

Kristjana með U15! 

 

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 26.-28. febrúar 2024. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ og spilað verður æfingaleik við Stjörnuna (4.fl.kk) á Samsungvellinum.

 

Kristjana Rut Davíðsdóttir leikmaður 3. og 2.flokks kvenna er í hópnum!

 

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Kristjönu til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Biggi og Jonni með U17!

Biggi og Jonni með U17! 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 26. febrúar – 2. mars næstkomandi.

Birgir Þór Jóhannsson og Jónatan Guðni Arnarsson leikmenn 2.flokks karla og meistaraflokks karla eru í hópnum sem mæta Finnlandi!

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis úti!

 

#FélagiðOkkar 💛💙