Kæru foreldrar, forráðamenn og iðkendur,

Upplýsingar varðandi notkun á XPS appinu.

Forráðamenn og iðkendur eru beðnir um að ná í appið HÉR.

Með XPS appinu er með einföldum hætti hægt að fá yfirsýn yfir æfingar, mætingar og margt fleira. Þjálfari getur sent út tilkynningar og haft samskipti við iðkendur, foreldra eða forráðamenn.

Við mælum með fyrir alla sem eru með rafræn skilríki að nota þau við innskráningu (sjá mynd).

Ef iðkendur fá beiðni um að skrá inn með fjögurra stafa PIN númer þá þurfa forráðamenn að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum HÉR.

Allar nánari upplýsingar og aðstoð má nálgast HÉR.

Aðeins þeir sem hafa gengið frá skráningu í félagið fá aðgang að appinu og því mikilvægt að ganga frá því á skráningarsíðunni okkar https://xpsclubs.is/fjolnir/registration.

Ef þú hefur ekki fengið aðgang að appinu endilega sendu línu á skrifstofa@fjolnir.is.