Ferðasaga frá Partille Cup

4.flokkur karla og kvenna í Fjölni/Fylki fór á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup í Gautaborg dagana 29.júní til 7.júlí. Á mótinu léku rúmlega 25 þúsund keppendur frá öllum heimshornum.

Hópurinn taldi 40 manns og tefldum við fram þremur liðum. Liðin léku í riðlakeppni fyrstu keppnisdagana þar sem okkar lið mættu fimm andstæðingum frá fjölmörgum löndum. Á föstudeginum og laugardeginum léku liðin síðan í útsláttarkeppninni þar sem liðin komust mislangt. Fyrir utan keppnina sjálfa var dagskráin þétt setin. Krakkarnir fóru í vatnsrennibrautargarðinn Skara Sommarland, sáu íslenska U17 ára landslið karla vinna bronsverðlaun á European Open þegar það vann frábæran sigur á Hvít-Rússum í skemmtilegum handboltaleik. Krakkarnir fóru í Liseberg, glæsilegan skemmtigarð í miðbæ Gautaborgar, þeir kíktu í verslunarleiðangur, horfðu á ótal handboltaleiki, léku sér við að hoppa í Kåsjön-vatnið og margt fleira.

Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá okkar krökkum.


Fjölnir Open 2019

Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 24. ágúst n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn annað árið í röð.

Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.

Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:
Texas scramble - verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Teiggjöf - fyrir alla.
Dregið úr skorkortum.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Dæmi: Ef aðili er ekki með forgjöf þá er skráð 24 í karlaflokki en 28 í kvennaflokki.
Verðlaunaafhending fer fram að móti loknu,í golfskálanum.

Þátttökugjald:
5.490.-
6.490.- með grilluðum hamborgara og drykk.

Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið leifur33@gmail.com

Rita skal ,,Fjölnir Open 2019” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt símanúmeri og netfangi. Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl.
Mótið er öllum opið og við lofum góðri skemmtun og blíðskaparveðri.

Hér má sjá Facebook viðburðinn:
https://www.facebook.com/events/206987890225962/

Takið daginn frá!

#FélagiðOkkar


Fjölnisfólk á ITF Icelandic Senior Championships

ITF (International Tennis Federation) Icelandic Senior Championships var haldið nú á dögunum en þetta er þriðja árið sem mótið er haldið hérlendis. Um er að ræða mót sem gefur stig á alþjóðlegum stigalista ITF og er eingöngu fyrir leikmenn 35 ára og eldri. Fjölniskonurnar Carola Frank og Sigríður Sigurðardóttir sigruðu í tvíliðaleik eftir úrslitaleik við Ingu Lind Karlsdóttur og Ólöfu Loftsdóttur sem fór 7-6(5) og 6-4. Í úrslitaleik í einliðaleik karla keppti Milan Kosicky á móti Teiti Ólafi Marshall. Fjölnismaðurinn Teitur sigraði 6-3, 6-4 og hreppti þar með sinn þriðja ITF titil.


Peter Bronson tekur við Reykjavíkurliðinu

Í gær var tilkynnt um ráðningu Peter Bronson í starf þjálfara Reykjavíkur, sameinaðs kvennaliðs Skautafélags Reykjavíkur og Fjölnis.

Peter er 47 ára Bandaríkjamaður sem hefur búið og starfað hér á landi sem golfþjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðan 2017. Samhliða ferli í golfþjálfun hefur hann spilað íshokkí í Póllandi, Þýskalandi og heimalandi sínu Bandaríkjunum ásamt því að hafa þjálfað þar. Peter er vottaður þjálfari (fyrsta stigs) frá bandaríska íshokkísambandinu.

Af sama tilefni var nýtt einkennismerki, litur og búningar Reykjavíkur afhjúpaðir en það er hluti af átaki sem nú er í gangi til að stórefla kvennaíshokkí á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.

Á myndinni má sjá frá vinstri: Kjartan (formaður íshokkídeildar SR), Peter Bronson (þjálfari) og Guðmund L Gunnarsson (framkvæmdastjóri Fjölnis)

Meira hér: https://www.mbl.is/sport/frettir/2019/07/10/fjolhaefur_thjalfari_tekur_vid_reykjavikurlidinu/


Fjölnisvörur á frábæru verði

Við höfum til sölu flottar Fjölnisvörur á frábæru verði.

Vörurnar eru afhentar á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

ATH! Takmarkað magn.

Tryggðu þér flottar vörur á https://fjolnir.felog.is/verslun/flokkur/1


Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ 2019 fer fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörð. Öll ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára geta skráð sig til leiks. Þar reyna þátttakendur með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ.

Eins og á öllum Unglingalandsmótum UMFÍ er keppt í fjölmörgum skemmtilegum greinum alla mótsdagana. Á kvöldin verða tónleikar með m.a. Bríeti, Daða Frey, Úlfi Úlfi, Sölku Sól, Unu Stef og GDRN.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: www.ulm.is


Góður árangur á Íslandsmótinu utanhúss

Íslandsmót utanhúss í tennis 2019 var haldið í júní. Fulltrúar Fjölnis á mótinu stóðu sig vel:
Hera Björk Brynjarsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliða í meistaraflokki og hafnaði í 2. sæti í einliðaleik.
Eygló Dís Ármannsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U-14, 2. sæti í U-16 í einliðaleik og 2. sæti í B keppni meistaraflokks.
Paul Martin Cheron lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik og 2. sæti í U-14 í einliðaleik.
Helgi Espel Lopez lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik.
Saule Zukauskaite lenti 3. sæti í U-14 einliðaleik.
Daniel Pozo lenti í 3. sæti í U-12 einliðaleik.
Carola Frank og Óskar Knudsen urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik í flokki 30 +.

Við óskum þessu flotta Fjölnisfólki til hamingju með árangurinn.


Hópalistar 2019

Á meðfylgjandi slóðum má sjá hópalista fyrir haustönn 2019

Skráning hefst 6. ágúst inn á skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast.  Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.

Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.

Grunnhópar, smellið hér  

Fimleikar fyrir alla, smellið hér 

Keppnis og úrvalshópar, smellið hér 

 


Góður árangur á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára var haldið á Laugardalsvelli helgina 22. – 23. júní í góðu veðri. Fjölnir átti 9 keppendur á mótinu að þessu sinni. Stóðu þau sig mjög vel og voru margir að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Tvö ungmenni komust á verðlaunapall.

Sara Gunnlaugsdóttir (14 ára) stóð sig mjög vel á mótinu. Hún varð Íslandsmeistari í 600m hlaupi á tímanum 1:51,09. Hún fékk silfur í 80m grind á tímanum 13,30sek og hún fékk brons í 100m hlaupi á tímanum 13,53sek.

Aman Axel Óskarsson 13 ára fékk brons í kúluvarpi með kast uppá 9,13m.

Sveit Fjölnis vann brons í boðhlaupi pilta 12 ára á tímanum 66,69sek. Í sveitinni voru Þorkell Máni Erlingsson, Sturla Yafei Chijioke Anuforo, Kjartan Óli Bjarnason og Halldór Ríkharðsson. Þeir eru allir 12 ára nema Sturla sem er 11 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndunum eru Sara og boðhlaupssveitin.


Helgi Árnason fær fálkaorðuna

Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis og skólastjóri Rimaskóla, fékk afhenta fálkaorðuna, ridd­ara­kross úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar  fyr­ir störf á vett­vangi skóla og skák­list­ar. Athöfnin fór fram að Bessastöðum á þjóðahátíðardaginn 17. júní. Helgi hefur gegnt formennsku í Skákdeild Fjölnis frá stofnun deildarinnar árið 2004 og eflt starfsemina ár frá ári þannig að Fjölnir er í hópi þriggja sterkustu skákfélaga landsins. Helgi er því að mati skákmanna vel að þessum heiðri kominn. Hann hefur jafnhliða byggt upp afar öflugt skákstarf í Rimaskóla en skáksveitir skólans hafa m.a. unnið Norðurlandameistaratitil barna-og grunnskólasveita í sex skipti og mun það vera einsdæmi á Norðurlöndum. Úr Rimaskóla hafa komið sterkir skákmenn eins og Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistariDagur Ragnarsson alþjóðlegur meistariOliver Aron Jóhannesson FIDE meistari og Nansý Davíðsdóttir landsliðskona í skák. Helgi hefur ávallt verið virkur skákhreyfingunni og sat samfellt í Stjórn Skáksambands Íslands í 10 ár og Skákakademíu Reykjavíkur frá stofnun árið 2008. Á 30 ára afmæli Fjölnis í febrúar 2018 var Helgi Árnason sæmdur gullmerki Fjölnis.

Við óskum Helga Árnasyni innilega til hamingju með þessa heiðursveitingu.