Karatekona ársins:
Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís hefur, þrátt fyrir ungan aldur sýnt mikið keppnisvilja. Árið í ár var henni gott, og hún sýndi sig fremsta meðal jafningja þegar hún varð íslandsmeistari í sínum flokki í kata og náði svo skömmu síðar silfurverðlaunum á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite. Auk þessa, vann Eydís til bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í kata.

Eydís starfar sem aðstoðarþjálfari hjá karatedeildinni og er meðlimur í Afrekshópi hennar. Hún er jafnframt fastur meðlimur karatelandsliðsins og var valin til að taka þátt fyrir hönd Íslands á fjölda móta erlendis þetta árið.

Metnaður og Virðing eru þau gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.

Karatemaður ársins:
Gabríel Sigurður Pálmason

Karatemaður ársins 2019

Þetta árið var mjög hörð samkeppni innan deildarinnar um titilinn Karatemaður ársins. Á árinu náði Gabríel bronsi á Íslandsmeistaramóti bæði í kata og hópkata. Auk tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á GrandPrix mótum ársins. Hann vann jafnframt til fjölda verðlauna á Kobe Osaka mótinu í Skotlandi á seinni hluta ársins. Gabríel er upprennandi afreksíþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri.

Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.