Nýlega tók knattspyrnudeild í notkun VEO - myndavél

Nú á haustmánuðum tók knattspyrnudeild í notkun VEO myndavél fyrir yngriflokkastarfið.
Myndavélin gerir þjálfurum kleift að taka upp leiki  auðveldlega án myndatökumanns.

Foreldrar og iðkendur geta því horft á upptökur af leikjum inná:  https://app.veo.co/clubs/ungmennafelagi-fjolnir/


Jólaball Fjölnis

Jólaball Fjölnis verður haldið föstudaginn 27.desember frá kl. 16:00-17:00 í Íssalnum í Egilshöll (3.hæð).

Jólasveinar kíkja í heimsókn og gefa öllum börnum glaðning.

Jólaband Fjölnis spilar falleg lög í tilefni jólanna.

Aðgangseyrir kr. 500 fyrir börn, frítt fyrir fullorðna.

Miðasala HÉR.

#FélagiðOkkar

Kíktu á viðburðinn okkar á Facebook


Fjölmennt á jólaskákæfingunni

Það má eiginlega segja að uppselt hafi verið á jólaskákæfingu skákdeildar Fjölnis fimmtudaginn 12. des. Tæplega 50 þátttakendur mættu í Rimaskóla þar sem Fjölnisæfingar fara fram. Keppt var í tveimur flokkum og tefldar voru 5 umferðir. Í skákhléi var boðið upp á myndarlega skúffuköku og börnin leyst út með veglegum jólaglaðningi í lok æfingar. Það eru hjónin Vala borgarfulltrúi og Steini, góðir Grafarvogsbúar, sem mæta til okkar hvert ár á jólaskákæfingu og skilja eftir eitthvað spennandi til að njóta og leika sér með. Skákæfingar Fjölnis eru alltaf fjölmennar og líka mjög skemmtilegar. Fyrsta æfing á nýju ári verður fimmtudaginn 9. janúar.


Opnunartími Fjölnis í kringum jól og áramót

Dalhús
Dalhús verða lokuð frá og með lau 21.des til og með mán 1.jan.

Egilshöll
Fjölnishöll, fimleikasalur, knatthöll og karatesalur verða lokuð dagana 24, 25, 26 og 31.des ásamt 1.jan.

Kær kveðja,

Starfsfólk Fjölnis


Jólamót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega jólamót fyrir yngstu iðkendurna sunnudaginn 8. desember. Mótið var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt var í 60 m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200m hlaupi. Mótið gekk mjög vel og virtust keppendur vera mjög ánægðir. Mótið var styrkt af Krumma leikföngum og Íslandsbanka.  Að móti loknu fengu allir glaðning frá Krumma leikföngum og viðurkenningarskjal.


Allar æfingar fara fram í dag

Fréttin var uppfærð kl. 11:30 þann 11.desember

ALLAR æfingar fara fram í dag, miðvikudag.

Kær kveðja,

Skrifstofa Fjölnis


Frítt að æfa íshokkí í desember fyrir byrjendur

Íshokkídeildin býður byrjendum að prófa að æfa, þeim að kostnaðarlausu út desember. Íshokkí er fjölbreytt og skemmtileg íþrótt sem hentar öllum aldri, ekki skiptir máli að kunna á skauta því þjálfararnir okkar kenna skautatækni ásamt öðru sem tilheyrir íþróttinni á skemmtilegan hátt á æfingum.

Við hlökkum til að sjá sem flesta næst komandi þriðjudag til að prófa. Mæting kl. 17 til að finna búnað.


Gesta þjálfari frá Tychy í heimsókn hjá íshokkídeildinni

Helgina 30. nóvember til 1. desember fengum við til okkar gestaþjálfara sem heitir Tomasz Kurzawa og kemur hann frá Tychy í Póllandi. Tomasz var með æfingu á laugardagskvöldið fyrir 4.flokk og upp í mfl karla þar sem þáttakendur voru hátt í 30 talsins. Svo á sunnudagsmorgninum var hann með tvær æfingar, fyrri æfingin var fyrir 5.flokk og niður í kríli og seinni æfingin var fyrir 4.flokk og upp í 2.flokk og það var vel mætt á þær báðar. Það var mjög gaman að fylgjast með Tomasz við störf og við stefnum á fá þennan þjálfara aftur í heimsókn til okkar seinna.
Tomasz er rétt rúmlega fertugar og á að baki yfir 20 ára reynslu í íshokkí. Hann er fyrrum leikmaður GKS Tychy og er nú að þjálfa fyrir GKS en hann rekur einnig íshokkí akademiu Pionier Tychy sem hann opnaði árið 2015. Hann er með þjálfararéttindi frá University of Physical Education, Katowice og power skating þjálfari frá SK8ON Hockey School í Toronto þar sem hann vann með Jarek Byrski sem vinnur mikið með leikmönnum í NHL deildinni. Tomasz hefur meðal annars þjálfað NHL leikmenn á borð við Jeff Skinner leikmanni Buffalo Sabres, Jason Spezza leikmanni Toronto Maple Leafs og Brent Burns leikmanni San Jose Sharks.
Það er gaman að segja frá því að þessi þjálfari kom upphaflega til Íslands til að heimsækja vin sinn Marcin og þökkum við honum kærlega fyrir að hafa lánað okkur Tomasz um helgina. Einnig viljum við þakka Tomasz kærlega fyrir komuna og hjálpina um helgina.


Risa ball í Grafarvogi

Við bjóðum þorrann velkomin með RISA BALLI!

Ingó – Ragga Gísla – Sigga Beinteins og Regína Ósk.

Húsið opnar kl. 23:00, beint á eftir borðhaldi á Þorrablót Grafarvogs 2020.

Verð í forsölu: 3.900 kr.

Miðasala fer fram á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

Allar nánari upplýsingar á thorrablot@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Íslandsmót ÍSS á listskautum

Íslandsmótið var haldið í Laugardal helgina 29.nóvember-1.desember. Fjölnir átti 13 af 39 keppendum á þessu móti. Það er ekki hægt að segja annað en að stelpurnar okkar hafi lagt mikið í undirbúning fyrir mótið því margar þeirra voru að bæta sín persónulegu stigamet bæði í yngri og eldri flokkunum. Í flokki Intermediate Novice voru Fjölnisstúlkurnar Lena Rut Ásgeirsdóttir í fyrsta sæti og Tanja Rut Guðmundsdóttir í öðru sæti.

Aldís Kara Bergsveinsdóttir úr SA var Íslandsmeistari í flokki Junior og Júlía Rós Viðarsdóttir  úr SA í flokki Advanced Novice. Úr Fjölni var Herdís Birna Hjaltalín í 3. sæti í flokki Junior.