Nú fer að líða að því að við byrjum aftur í íþróttaskólanum eftir jólafrí og verður fyrsta æfingin okkar laugardaginn 11.janúar.
Við ætlum að færa okkur um set og verða æfingarnar á þessu tímabili í Dalhúsum (íþróttahúsið við sundlaug Grafarvogs) á laugardögum frá kl. 09:00-09:50.
Búið er að opna fyrir skráningar inná fjolnir.felog.is.
Æfingatímabilið er frá 11.janúar til 9.maí (Æfingar falla niður 21.mars og 11.apríl vegna viðburða í húsinu).
Verð fyrir vorönnina er 17.900 kr. og fá allir krakkar sem skrá sig Fjölnisbol 🙂
Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Facebook: https://www.facebook.com/groups/155622881806764/

Fjölniskveðja,
Ester Alda og Guðrún Jóna