Hið árlega Gamlárshlaup ÍR fór fram á gamlársdag kl 12. Hlaupið var ræst við Hörpuna í frekar blautu veðri. Fjölnisfólk fjölmennti í hlaupið og stóð sig frábærlega.

Ingvar Hjartarson varð í öðru sæti í karlaflokki á tímanum 34:45.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð í þriðja sæti í kvennaflokki á tímanum 37:55.

Helga Guðný Elíasdóttir varð í fjórða sæti í kvennaflokki á tímanum 39:26.

Guðrún Axelsdóttir varð í öðru sæti í aldursflokknum 55-59 ára á tímanum 52:16.

Rósa Friðriksdóttir sigraði aldursflokkinn 60-64 ára á tímanum 52:19.

Signý Einarsdóttir sigraði aldursflokkinn 65-69 ára á tímanum 54:34.

Lilja Björk Ólafsdóttir varð í öðru sæti í aldursflokknum 65-69 ára á tímanum 01:01:06.

Öll úrslit hlaupsins eru hér.

Myndirnar eru fengnar af facebooksíðu Gamlárshlaups ÍR.